Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 71

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 71
fyrirtækjum. Þó voru námskeiðin ekki síður kynnt fyrirtækjum á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta rennir reyndar stoðum undir þá tilfinningu sem starfsfólk stofunnar hefur haft, þ.e. að sá misskiln- ingur virðist vera nokkuð algengur að gildissvið lag- anna um jafnrétti kynjanna eigi eingöngu við um hinn opinbera vinnumarkað. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á og kynna sem víðast að lögin eiga við um alla launþega og atvinnurekendur, bæði á al menna vinnumarkaðnum og hinum opinbera. í samstarfi við Endurmenntunarstofnun HÍ og Rannsóknastofu í kvennafræðum stóð Jafnréttisstofa einnig að námskeiðinu / orði og á borði sem haldið var í Reykjavík í febrúar sl. Þátttakan þar var með svipuðum hætti og í Jafnt er meira en þar ber þó að nefna að sama dag stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir námskeiði um jafnréttismál og hefur það án efa haft áhrif. Því ber að fagna hversu margir iíta á það sem hlutverk sitt nú orðið að sinna fræðslu um jafnróttis- mál. Vitað er að sum stærri fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög standa sjálf að sérstökum námskeiðum á þessu sviði. Jafnréttisáætlanir í öll fyrirtæki Jafnréttisstofa hefur sent fyrirtækjum á fslandi þar sem starfa fleiri en 25 manns bréf og minnt á ákvæði laganna um að: Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna niarkvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnu- niarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna °ð því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna ogkarla í starfsmannastefnu sinni." Markmið laganna er „að koma á og viðhalda jafn- rétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjana á öllum sviðum samfélagsins”. hleð öðrum orðum, lögin eiga við um alla atvinnu- rokendur, allt: starfsfólk og allt starf á hinum íslenska vinnumarkaði. Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir setja sér jafn- réttisáætlanir og skipa jafnréttisnefndir sem sinna framkvæmdinni. Almennt má segja að áætlanirnar taki stöðugum framförum, verði markvissari og taki a æ fleiri. þáttum starfseminnar. Þannig er það að verða fastur og afar ánægjulegur þáttur í starfi Jafn- Fulltrúar sveitarfélaga fræðast á landsfundi jafnréttisnefnda á Akureyri. réttisstofu að veita fyrirtækjum og stoinunum ráðgjöf við gerð og eftirfylgni slíkra áætlana. Enn er þó langt í land með að öll fyrirtæki og stofnanir sinni þessu hlutverki sínu nægilega vel. Jafnréttisstofa sendi öllum sveitarfélögum bréf þar sem þau eru hvött til þess að grípa til allra tiltækra ráða sem stuðlað geti að auknu kynjajafnrétti Námskeið um allt land í haust í haust, nánar tiltekið seinni hluta september, er fyr- irhugað að Jafnréttisstofa ferðist um landið til þess að halda námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki um gerð jafnréttisáætlana. Nú er nýtt kjörtímabil hafið og sveitarfélögum skylt að skipa jafnréttisnefndir og setja sér jafnréttisáætlanir. Jafnróttisstofa sendi öll- um sveitarfélögum bréf þar sem þau eru hvött til þess að grípa til allra tiltækra ráða sem stuðlað geti að auknu kynjajafnrétti og þau minnt á þá laga- skyldu að skipa jafnréttisnefndir. Það er þó ljóst að mjög fámenn sveitarfólög hafa varla burði til þess að skipa sérstakar jafnréttisnefndir og þau eru þá hvött til þess að fela öðrum nefndum málaflokkinn eða hafa samvinnu við nágrannasveitarfélög um skipan jafnréttismála. í hringferð sinni um landið mun Jafnréttisstofa því einnig bjóða fulltrúum í nýskipuðum jafnréttis- nefndum, ásamt öðru sveitarstjórnarfólki, sérstakt námskeið um jafnréttismál sveitarfélága og hlutverk jafnréttisnefnda. Um er að ræða dagsnámskeið sem byggð eru á fyrirlestrum og verkefnavinnu í hópum. Helstu efnisþættir eru hugmynda- og aðferðafræði samþættingar kynja- og jafnróttissjónarmiða, stað- reyndir og tölur um kynjamun og gerð jafnréttisáætl- ana fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. í tengslum við námskeiðin mun stofan kynna nýjar jafnréttishandbækur sem nú eru í vinnslu. Ein slík, fyrir trúnaðarmenn vinnustaða, hefur verið lengi á leiðinni. Aðrar tvær eru sórsniðnar að þörfrun fyrirtækja og stofnana annars vegar og jafnréttis- nefnda sveitarfélaga hins vegar. Ætlunin er að halda bæði námskeiðin um allt land á eftirtöldum stöðum: Húsavík, Egilsstöðum, Höfn, Hvolsvelli, Reykjanes- bæ, Reykjavfk, ísafirði, Borgarnesi, Blönduósi, Sauð- árkróki og Akureyri. Verða þau auglýst nánar þegar nær dregur. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.