Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 12

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 12
mér finnst Krísíín Ólafsdóttir félagsráðgjaf i CJOtt að vera komin á miðjan aldur Mér finnst gott að vera komin á miðjan aldur. Þegar ég var telpa hafði ég þá trú að mið- aldra fólk væri orðið útbrunnið og lifði aðallega til þess að fylgjast með lífi barna sinna og sjá hvernig þeim farnaðist. I dag er ég sjálf orðin mið- aldra og sé enga samsvörun í því sem ég áður trúði um miðaldra fólk. Miðaldra fólk er í dag að fást við að sleppa hendinni af börnum sínum og fylgjast með því að þau verði sjálf- stæðir einstaklingar og jafnframt eru foreldrar þeirra eða tengdaforeldrar að verða ósjálfstæðari. Þegar við verðum miðaldra erum við flest búin að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Mennta okkur, eignast eigið húsnæði, maka, börn og fá drauma- starfið. Mjög er misjafnt hvort draum- arnir hafa ræst eða í hvaða röð þetta hefur verið framkvæmt og jafnvel hefur það allt gerst á sama tíma. En þetta eru flestir að fást við á aldrinum 20-40 ára. Kvennabaráttan skilaði auknu hlutfalli kvenna á vinnumarkaðinn án þess að þær treystu mökum sínum til heimilisstarfa til jafns við þær sjálfar. Útkoman varð því tvær vinnuvaktir á dag hjá konum, sú fyrri var atvinnan og sú seinni var heimil- ið og börnin. Hvað gera svo þessar konur sem hafa vanist tvöföldu vinnuálagi þegar lítið fer að gera á seinni vaktinni? Um fimmtugt eru flestir komnir með „tóm hreiður", þ.e.a.s. börnin em farin að heiman. Hér er tilvalinn tími fyrir miðaldur- skreppuna. Þá er komið að því að lit- ið er yfir farinn veg og kannað hvern- ig draumarnir hafa ræst, hvort þær væntingar sem við gerðum hafa orðið eins og við óskuðum. Hvernig getum við nýtt okkur í hag þennan nýja frí- tíma sem áður helgaðist af umönnun fjölskyldu og heimilis. Eru störfin sem við vinnum draumastörfin? Á þessum tímapunkti myndast svigrúm til þess að gefa meiri gaum að sjálfum sér og hvað maður raun- verulega vill og er að sækjast eftir. Kreppan felur nefnilega einnig í sér upphaf að einhverju nýju. Hvað sjálfa mig varðar komst ég að þeirri niður- stöðu eftir mína miðaldurskreppu að ég myndi verða biturt gamalmenni ef ég gæfi mér ekki tækifæri til að starfa við það sem ég hefði ánægju af, þar sem starfsæfin um miðjan aldur er aðeins hálfnuð. Þau störf sem ég hafði stundað fram að því voru frekar fengin fyrir tilviljun en að ég væri sjálf að sækjast eftir þeim vegna á- huga. Eftir að hafa farið í áhugasviðs- könnun var rykið dustað af 29 ára gamalli stúdentshúfu og lagt í fjög- urra ára háskólanám sem skilaði lög- giltu starfsheiti. Spennandi var að sjá hvernig greindin var eftir allan þennan tíma. Jú við erum seinni þeg- ar við erum orðin miðaldra og við erum farin að gleyma - sérstaklega mannanöfnum, en við eigum mikinn reynsluforða úr lífi og starfi og getum notfært okkur það. Við erum ekki eins óþolinmóð og við vorum og við erum umburðarlyndari við okkur sjálf og aðra. Til þess að gera há- skólanámið kleift skipti ég um starf og fór að starfa þar sem vinnutíminn hentaði náminu. Námið var ekki auðvelt, þar sem miklar kröfur voru gerðar til nemenda, en það var á- kveðin ögrun og gaf vissulega góða tilfinningu þegar áfanga var náð. Ég er sannfærð um það að við get- um flest sem okkur langar nógu mik- ið til að gera. Viljinn er oft allt sem þarf. Við erum vissulega búin að ljúka mörgu í lífinu um miðjan aldur, en við skulum forðast myndun tóma- rúms í lífinu þegar komið er að tómu hreiðri hjá okkur. Oft er sagt að hvert tímaskeið hafi sinn sjarma og þetta skeið gefur okkur frelsi frá mörgum þeim kvöðum sem við höfum haft fram að þessu. Reynum að njóta þess okkur sjálfum í hag og ekki að syrgja liðna tíð. Ég skora á Birnu Berndsen, verkefnis- stjóra hjá Congress Reykjavík, til þess aö skrifa næstu grein. 12 Aukin ökuréttindi á> OKU £KOLINN IMJODD Þarabakka 3, 109 Reykjavík Sími: 567 0300 E-mail: mjodd@bilprof.is Kennsla til allra ökuréttinda. Bifhjólapróf og almennt ökupróf (B.réttindi). Einnig kennsla fyrir ensku og taílenskumælandi fólk Kennsla á leigu- vöru og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Hægt að hefja nám alla miðvikudaga! Frábærir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.