Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 29
Meistarinnlflarpa
Harpa Melsteð fyrirliði Hauka í handbolta ■
Kvennalið Hauka hampar nú íslandsmeist-
aratitlinum í handbolta en keppnin var
óvenju spennandi í ár. Eftir að hafa tapað
tveimur leikjum gegn Stjörnunni unnu Haukar þrjá
leiki í röð og unnu þar með verðskuldaðan sigur.
Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka sem einnig eru deild-
armeistarar, hefur áður lent í þeim aðstæðum að
þurfa að leika fimm leiki um Islandsmeistaratitil og
segir að vissulega taki það á. Hins vegar sé ólýsanleg
tilfinning að hampa titlinum eftir að hafa lagt svo
mikið á sig.
En hvernig fór liðið að því að láta mótlætið ekki
buga sig?
„Við horfðum svolítið á það að við höfum gert
þetta áður, en við lentum í sömu aðstöðu árið 1996
og vorum því reynslunni ríkari. Um leið og við vor-
um búnar að vinna íýrsta leikinn okkar núna höfð-
um við fengið trúna á að þetta væri hægt. Svo var
bara að taka einn leik fyrir í einu og ná upp góðri
stemningu fyrir hvern leik.“
Oft er talað um að stuðningur við kvennaboltann
sé mun rninni en hjá körlunum. Það hlýtur þó að
hafa áhrif að keppnin er svona spennandi.
„Jú, stuðningurinn var ekki alveg nógu góður til
að byrja með. En svo tók fólk virkilega við sér og í
síðasta leiknum var sérstaklega gaman að sjá hversu
margir mættu. Stemningin var ólýsanleg. Eg held að
aldrei hafi jafn margir mætt á kvennaleik í meistara-
flokki áður. Það er ótrúlega gaman þegar fólk tekur
þátt í þessu með manni.“
Harpa segir að áhorfendum á kvennaleikjunum
hafi fjölgað mjög mikið síðustu ár og áhuginn stór-
aukist. Þá hafa fjölmiðlar tekið við sér. „I vetur voru
til dæmis íleiri beinar útsendingar. Astandið var
skelfilegt fyrir nokkrum árum en umfjöllunin hefur
farið stigvaxandi. I dag eru margir fjölmiðlar til fyr-
irmyndar, til dæmis DV sem undanfarið hefur fjall-
að álíka mikið um kvenna- og karlaboltann og send-
ir menn á alla leiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur
að fá umfjöllun. Ekki síst þar sem við eigum að vera
fyrirmyndir fyrir ungt fólk, bæði karlarnir og kon-
urnar. Það er líka svolítið gaman að heyra karla segja
að kvennaboltinn sé jafnvel orðinn skemmtilegri en
karlaboltinn, þótt það séu nú ekki margir sem þora
að viðurkenna það. Sumum finnst aðeins of mikil
harka í karlaboltanum."
Góð líkamsrækt og félagsskapur
Harpa hefur leikið handbolta með Haukum síðan
hún var átta ára. „Eg prófaði flestar íþróttagreinar,
svona eins og gengur og gerist, og þurfti svo að gera
upp á milli þeirra þegar ég var komin í mennta-
skóla.“ Harpa prófaði m.a. fótbolta, sund, fimleika og
frjálsar en fann að handboltinn hentaði henni best.
„Þetta er skemmtileg íþrótt og félagsskapurinn góð-
ur. Það hefur alltaf verið mikill metnaður fyrir því
Auður Aðalsteinsdóttir
hjá félaginu að ná árangri. Mikið er lagt upp úr því
að stilla upp góðu liði og góðri blöndu af ungum og
reyndari stelpum. Þá hefur verið lögð áhersla á að
hafa góða þjálfara.
En þetta er gríðarleg vinna, ekki síst ef maður er
í fullri vinnu eða er í skóla og æfir á hverjum degi.
Þá getur það verið mjög bindandi að vera í svona
hópíþrótt, að vera alltaf háð öðrum og geta ekki
skroppið frá fyrirvaralaust. Allt þarf að gerast í sam-
ráði við aðra. En ég væri ekki að stunda hópíþrótt ef
mér fyndust kostirnir ekki vega þyngra en gallarnir.
Þar vegur félagsskapurinn þyngst, við erum allar
góðir félagar enda verðum við að geta unnið vel
saman. I handboltanum fæ ég líka líkamsrækt, auk
þess sem ég fæ útrás fyrir keppnisskapið. Það er
ólýsanleg tilfinning að hafa mikið fyrir hlutunum og
ná svo árangri. Oll þessi vinna er þess virði þegar
maður nær að hampa titli.“
Erum að nálgast hin landsliðin
Harpa er nýkomin frá Kanaríeyjum þar sem hún
keppti með A-landsliðinu á fjögurra liða móti.
Landsliðið fer svo á mót í Svíþjóð í ágúst. „Stundum
hefur verið verkefnaskortur hjá landsliðinu en lið
þurfa að hafa nóg af verkefnum og koma oft saman til
að byggja sig upp. Nú hefur landsliðsþjálfarinn sett
það markmið að liðið spili vissan fjölda landsleikja
á ári til að bæta sig og ég held að það sé mjög gott
markmið. Handboltinn er í raun orðinn heilsárs-
íþrótt, við fáum kannski „frí“ einn mánuð á ári en
verðum þá reyndar að hreyfa okkur sjálfar og halda
okkur í formi. Við æfum til dæmis af fullum krafti
núna, þannig að undirbúningurinn fyrir mótin næsta
vetur er þegar hafinn. Svona var þetta ekki áður en
metnaðurinn er meiri í dag.“
Harpa segir að enn sé nokkur munur á íslenska
landsliðinu og öðrum þjóðum en munurinn sé að
minnka. „Við erum að nálgast hinar og það er ekkert
ofboðslega stórt stökk að ná þeim. Þótt við töpum
leikjum er munurinn ekki svo mikill. Það verður líka
að líta til þess að úti eru leikmennirnir oftast at-
vinnumenn en það sama gildir ekki hér. En hand-
boltinn hér heima er á uppleið og hefur breyst til
hins betra síðustu ár. Mjög mörg félög leggja mikinn
metnað í að byggja upp góð lið í meistaraflokki,
styrkja liðin með erlendum leikmönnum og taka inn
ungar og efnilegar stelpur og leyfa þeirn að spreyta
sig. Mörg liðin eru því skemmtilega blönduð. Þá er
yngri flokka starf hjá mörgum félögum alveg til fyrir-
myndar og þar er mikill munur frá því áður. Meira er
lagt upp úr því að vera með góða þjálfara og fylgja
vel eftir en brottfall unglingsstúlkna hefur verið
vandamál. I dag eru mjög margar efnilegar unglings-
stelpur að koma upp og ég held að framtíð A-lands-
liðsins sé björt hvað það varðar, ef rétt er haldið á
spilunum."
29