Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 34

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 34
1. Starfsemin byrjaði í tveimur yfirbyggðum gámum. Stúlkurnar hekla kertaþræði og dýfa þeim síðan í vax. 2. Ágústa Árnadóttir, samstarfskona Erlu í Sjóvá-Almennum, dvaldi í mánuð í Afríku og kenndi stúlkunum m.a. að sauma. 3. Erla í nýja húsnæðinu ásamt stúlkum sem vinna í kertagerðinni og barni einnar þeirra. dópi, en í Kampala er ódýrasta leiðin til að komast í vímu að sniffa bensín. Hins vegar séu stúlkur sem hafa flúið til borgarinnar úr sveitinni til að losna við giftingu sem ákveðin er af fjölskyldunni. Þær stúlk- ur hafa fengið gott uppeldi og lokið ákveðnu grunn- námi svo þær vantar aðeins tvö ár upp á að ljúka stúdentsprófi. Hún telur gott að blanda þessum hóp- um saman því þær hafa góð áhrif hver á aðra. Stúlk- urnar eiga samtals sex kornabörn sem þær taka með sér í vinnunna og allar hjálpast að við að gæta þeirra yfir daginn. Eitt herbergið hefur verið útbúið sem barnaherbergi en þar eru nú eingöngu dýnur. í bíl- skúrnum hjá Erlu hefur hins vegar safnast talsvert af leikföngum sem vonandi komast til Uganda bráð- lega. „Við byrjum á að aðstoða stúlkurnar við að leigja sér herbergi einhvers staðar svo þær komist af göt- unni og það hefur tekist fýrir þær allar. Síðan eiga launin að duga fyrir húsaleigu en þau eru sambæri- leg við lægstu laun í landinu. Við gefum þeim að borða, bæði morgun- og hádegisverð og margar fá ekkert annað að borða. Þær elda matinn sjálfar við opinn eld úti í garði og oft fer langur tími í matar- gerðina. Það tekur allt tíma í þessu umhverfi en allt hefst þó að lokum. Sumar stúlkurnar biðja okkur að geyma stærsta hluta launanna því þær vita að þau yrðu tekin af þeim ef þær kæmu með þau heim til ættingja eða kærasta. Það er hugmynd okkar að stofna reikning fyrir hverja og eina svo þær geti lagt tyrir til framtíðarinnar. Nokkrar hafa þegar farið í nám, ég studdi t.d. eina í nuddnám og önnur er á leið í ljósmæðranám." Erla réð innfædda stúlku með viðskiptapróf frá háskólanuin í Kampala til að stjórna vinnustaðnum og hún býr þar líka. Hún sér einnig um að selja fram- leiðsluna en salan hefur ekki gengið nógu vel. Al- menningur er ekki vanur svona kertum og þau eru dýrari en litlu, mjóu kertin sem flestir nota til ljósa. Þó er eitt kerti á svipuðu verði og pakki af litlu kert- unum sem brenna upp á stuttum tíma. Fólk hefur bara ekki trú á því að þessi kerti geti logað í 24 tíma. Um 80% íbúa í Uganda hefur ekki rafmagn. Þegar Erla er spurð hvort hún gæti kannski selt kertin hér á landi segir hún að of dýrt sé að koma þeim hingað, kerti eru þung vara og lítið um skipaferðir milli landanna. Að hjálpa þeim út í lífið En það eru ekki bara kerti sem framleidd eru í stóra einbýlishúsinu í Kampala. Nú hefur saumaskapur bæst við en það gerðist þegar samstarfskona Erlu úr Sjóvá-Almennum, Ágústa Árnadóttir, fór með henni út og kenndi stúlkunum að sauma. Önnur samstarfs- kona gaf heimilinu forláta saumavél og í bílskúrnum hjá Eru bíða fjórar saumavélar úr Hagaskóla þess að komast í gám til Uganda. „Þær byrjuðu á að sauma sér vinnusloppa og svo saumuðu þær samfestinga fyrir strákaathvarf sem verið er að setja á fót. Ágústa kenndi þeim líka bútasaum og síðan mun sauma- skapurinn þróast smátt og smátt. Ágústa bauðst til að koma með mér og hjálpa til á staðnum og var í Afr- íku í heilan mánuð,“ segir Erla. Þegar Erla kemur út ætlar hún að hjálpa nokkrum stúlkum út í lífið og taka síðan fimm nýjar stúlkur inn af götunni. Hún stefnir að því að hafa alltaf tutt- ugu stúlkur í vinnu. Þær sem búa á götunni geta hvergi fengið vinnu svo kertagerðin er tvímælalaust stökkpallur inn í samfélagið. „Það er mikil vinna að halda þessu gangandi því auðvitað gengur á ýmsu hjá stúlkum sem hafa lifað við eins erfiðar aðstæður og þessar stúlkur hafa gert. Þrjár þeirra sem byrjuðu upphaflega duttu strax út og fóru aftur á götuna. Þser voru ekki lilbúnar að takast á við ábyrgðina sem þvi fylgir að breyta lífi sínu. Það hafa komið upp alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.