Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 33

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 33
Við byrjum á að aðstoða stúlkurnar við að leigja sér herbergi einhvers staðar svo þær komist af götunni og það hefur tekist fyrir þær allar. afinn sé farinn eitthvert eða kannski líka dáinn úr al- næmi. Ef ömmurnar eiga landskika geta þær átt erfitt naeð að stunda búskap með barnaskarann sem leitar þá til borgarinnar. „Eg hef sótt margar ráðstefnur um kjör kvenna og barna í Afríku, m.a. vegna alnæmisvandans," segir Erla. „Ég fór með rannsókn mína um kjör götubarna i Kampala á ráðstefnu sem haldin var í Svíþjóð á vegum Nordic Africa Institude, sem er samstarfsvett- vangur þróunarsamvinnustofnana Norðurlandaþjóð- anna. Ég kynnti hana líka í Uganda og þar var henni vel tekið. Ég kynntist starfi götubarnasamtaka sem störfuðu í Kampala en fannst þau ekki gera nóg til að hjálpa börnunum út úr þessum aðstæðum. Orkan fór mest í pappírsvinnu og starfið byggðist á því að út- deila mat og bjóða krökkunum aðstöðu til að fara í bað og þess háttar. Mér fannst að það þyrfti ekki að gera svo mikið til að aðstoða þau við að gera eitthvað sjálf og velti fyrir mér hvað hefði verið gert hér á landi. Þá var mér hugsað til Sólheima í Grímsnesi og hugmyndin að kertagerðinni varð til. Ég spurði götu- barnasamtökin hvort þau vildu taka þátt í þessu með niér, en svo var ekki svo við hjónin stofnuðum fyrir- tækið sjálf, The Candle Light Foundation. Starfsemin fór af stað í tveimur gámurn á lóðinni þar sem götu- barnasamtökin höfðu aðstöðu og þau útveguðu mér sautján stúlkur sem hófu vinnu í byrjun apríl 2001.“ Aðstoð góðs fólks Erla þekkti ekkert til kertaframleiðslu en kynnti sér hana hjá fyrirtækinu Vaxandi sem framleiðir kerti og selur í eigin verslun. Hún fór líka í heimsókn að Sól- heimum og lærði aðra aðferð við framleiðsluna. Síð- an útvegaði hún það sem til þarf til að framleiða berti með báðum aðferðunum, þ.e. að steypa þau og að dýfa í vax. „I gámunum var rafmagn en ekkert rennandi vatn sem var mjög slæmt. Það var því fljótlega ljóst að við Þyrftum betra húsnæði og fengum aðstöðu á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna þar sem var líka fyrirhugað að götubarnasamtökin kærnu á fót verk- efni fýrir stráka af götunni. Þar vorum við í fjóra niánuði en þá leystust götubarnasamtökin upp og allt fór í rugl. Ég sá því ekki annan kost en að leita sjálf að húsnæði og fann ljómandi gott einbýlishús sem ég ákvað að taka á leigu þótt ég ætti ekki fyrir húsaleigunni. Þegar heim kom sótti ég um styrki hjá ýmsum aðilum og ræddi m.a. við ABC hjálparstarf se® heldur uppi viðamikilli starfsemi í Uganda en Um 800 Islendingar greiða nú fyrir skólagöngu, heilsugæslu og mat fyrir börn í landinu. Þar komst e8 i samband við konu sem vinnur með samtökun- um og hún bauðst til að borga úr eigin vasa sex mán- aða húsaleigu, frá október 2001. Þessi kona heitir Jenný Guðmundsdóttir og er myndlistarkona. Svona rætist alltaf úr málum hjá okkur með aðstoð góðs fólks," segir Erla og bætir við að hún hafi m.a. feng- ið styrki frá Rauða krossinum, Barnaheill, UNIFEM á Islandi, Félagi íslenskra símamanna og Orkuveitu Reykjavíkur en í upphafi stóðu þau hjónin undir stofnkostnaði og rekstrarfé. Þegar hún keypti raf- magnstank til að bræða vax lögðu vinir og samstarfs- fólk inn á reikning fyrir honum og síðustu góðu frétt- irnar eru að Þróunarsamvinnustofnun Islands, sem er að fara af stað með verkefni tengt sjávarútvegi í Uganda, bauðst til að styrkja verkefnið. Gerður hefur verið samningur til loka árs 2005 þar sem stofnunin tekur að sér að greiða húsaleigu, rafmagn, síma og fleira sem tengist húsnæðinu og laun framkvæmda- stjóra. Einnig laun félagsráðgjafa sem Erla hefur hug á að fá til liðs við sig svo hægt verði að veita stúlk- unurn félagslega ráðgjöf og m.a. aðstoða þær við að losna úr vímuefnum. „Ég vildi hins vegar ekki að Þróunarsamvinnustofnun styrkti framleiðsluna, hún verður að standa undir sér. Það dregur atorku úr fólki ef það fær styrki til allra hluta. Ég er auðvitað mjög ánægð með þennan styrk en vandinn er sá að engir styrktaraðilar vilja borga mér laun. Það þykir öllum sjálfsagt að ég leggi alla mína vinnu fram end- urgjaldslaust." Sumar hafa búið á götunni árum saman Erla segir að stúlkurnar hafi misjafnan bakgrunn. Annars vegar séu stúlkur sem hafa verið á götunni í sex til sjö ár. Þær hafa þurft að selja sig og verið í 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.