Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 16

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 16
i ¦ö C >o wwmm* s- 3 .5* (0 c 5- X c c «o JQ. eiqa omur ad ra Um daginn ákvað ég að reyna að komast að því hvers vegna kvennablöð, kvennaþættir og kvennanetmiðlar fara svona í taugamar á mér. Ég fletti Nýju Lífi og Vikunni handahófskennt og kíkti inná femin.is, las gamlar bækur ætlaðar konum og komst á þennan óvísindalega hátt að fúllyndislegri niðurstöðu. Greinar, sem í öðrum blöðum snúast um hitt og þetta, snú- ast í kvennablöðunum um „kvenleg efni". Fyrst ákvað ég að gera tilraun tii að skipta umræðuefnunum í kvennablöðunum í flokka og við fyrstu gróf-flokkunina var þetta niðurstaðan: Út- lit, kynlíf og harmsögur. Hún gæti líka hljóðað svo: Útlit, heilsa, megrun, kynlíf, uppeldi, matur, sambönd, frægt fólk, harmsög- ur og hvunndagshetjur. Greinar sem einhverjar konur gætu haft áhuga á, s.s. greinar um myndlist, bókmenntir, stjórnmál eða þjóðfélagsmál, eru ekki til staðar. Hópurinn konur hefur áhuga á útliti sínu, barnauppeldi, karlmönnum og kynlífi. Og óskaplegan áhuga á sögum af harmi annarra. Að matreiða heila I Kvennaftæðaranum eftir Elínu Jónsson, fædda Briem, sem gefinn var út á íslandi um aldamótin 1900 er hlutverk konunnar skýrt og einfalt. Hún er húsfreyja og hún á að sjá um matseld, þvotta og barnauppeldi. Kynveran þurftafreka er ekki komin til sögunnar. Bókin er sérstaklega gefin út fyrir konur þeim til leiðbeiningar varðandi ýmislegt sem konur þurftu að vera vel að sér um. Þessi bók er barn síns tíma, eins og sagt er, en alveg sérstaklega hressandi að lesa hana eftir að hafa blaðað í gegn- um stóra bunka af Nýju lífi og Vikunni. I Kvennafræðaranum læra kon- ur umgengni í búri og eldhúsi og um suðu á mat. Matreiðsla á ragúi úr kálfshaus, lögun fótolíu og gerð heilastöppu og heilapylsu. Þessi dæmi tek ég vegna þess að mér finnst þau í hróplegri mótsögn við það lesefni sem sérstaklega er ætlað konum í dag. I heilamatreiðslunni er konum tekinn vari fyrir því að matreiða heilann ef sullur er í honum, en annars skal hann borðaður heitur með brauði. Kvennafræðarinn er allur í þess- um anda. I heimilishaldi um aldamótin var ekkert pláss fyrir pjatt. Kafli um fatnað er líka alveg laus við nokkrar tiktúrur. Þar er meirað segja var- að við evrópskum tískustraumum og sterklega mælt gegn lífstykkjum, sem sögð eru hafa valdið heilsutjóni. „Sokkabönd skal aldrei brúka og skór og stígvél eiga að vera rúm og fylgja sem mest lögun fótarins og hafa breiða hæla. Ekki of þröngvir og hvorki of mjóir fram eða með háum og mjóum hælum, það er mjög óhollt." Þetta er annar heimur en sá sem við eigum að venjast. „Klæðnaðurinn á að vera hollur fyrir heilsuna, ekki óþægilegur og vanskapa ekki útlit líkamans." Líkaminn er viðmiðunin, ekki fötin eða tískan. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.