Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 20

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 20
Svona eiga konur að vera Koma kvennablöð * réttisbaráttunni við? 20 egar ég komst á unglingsárin hélt ég að hluti af því að verða kona væri að komast inn í heim kvennatímaritanna - blaðanna sem tala til lesandans í kvenkyni. Fyrstu blöð- in sem ég leyfði mér að kaupa voru Just 17 blöðin en fljótlega tók ég stefnuna á „þroskaðri" blöð á borð við Cosmo og Marie Claire sem ávallt hafa að geyma góð ráð um hegðun, atferli og framkomu á ýmsum sviðum svo sem eins og í kynlífi, förðun og fatatísku. Ég man hvað það fyllti mig mikilli gleðitilfinn- ingu að vera loksins búin að uppgötva leik- reglurnar þá aðeins 16 ára gömul. Á sama tíma og ég las hvert tímaritið á fætur öðru spjaldanna á milli, tók sjálfsmynd mín að skekkjast all illilega. Ég fór að horfa á mig gagnrýnum augum í speglinum og taka eftir hinum ýmsu líkamslýtum sem ekki samrýmdust uppskrift tískublaðanna. Þeg- ar ég fletti tímaritunum sá ég á hverri blaðsíðu eitt- hvað sem mátti bæta hjá mér. Þessi uppgötvun olli mér þó ekki þeirri sálarangist sem við mátti búast, því alltaf pössuðu blöðin að koma með góð ráð til að bæta úr hinum ýmsustu „göllum/lýtum." Sum þeirra voru dýr og önnur jafnvel sársaukafull en það skipti mig þó ekki máli því öll áttu þau jú að stuðla að lífs- hamingju minni. Alið á vanmá Á unglingsárunum eyddi ég ómældum upphæðum í kaup á snyrtivörum og öðrum ómissandi fegrunartól- um. Þegar ég var komin hættulega nálægt því að þróa með mér átröskun gafst ég upp. Ég hætti að reyna að uppfylla þessa þröngu fegurðarstaðla, horfðist í augu við raunveruleikann og hætti að kaupa þessi sjálf- spyntingartól. Við vandlega skoðun sálarinnar og vísareikningins komst ég að þeirri niðurstöðu að á- stæða kaupanna var ekki gífurlegur éhugi minn á tísku heldur vanmáttarkennd alin upp í mér við að skoða hverja gullfallegu „fótósjoppuðu" fyrirsætuna EowSin-sationalAreYou? sarn the Secret Ways to Be a Bad.BadGirlinBedandWe Guarantee He'll Feel Soooo Good HowtoMake Him Love You - Stronger Deeper Forever á fætur annarri og bera mig saman við þær. Nú á ég reyndar vinkonu sem gluggar oft í þessi kvennablöð en hefur aldrei dottið í hug að bera sig saman við neina af þessum fyrirsætum. Því geri ég mér grein fyrir því að mín upplifun á þessum blöð- um kann að vera einstök. Það breytir því þó ekki að í seinni tíð hef ég oft velt því fyrir mér hvort þessi svokölluðu kvennablöð séu gerð fyrir konur yfirhöf- uð og ef svo er, fyrir hvaða konur. Því ég veit að þau eru ekki gerð fyrir mig. Blaðsíðu eftir blaðsíðu er hamrað á því að konur eigi að vera mjóar, sætar og fylgja tískunni. Þá skiptir engu þótt konan/lesandinn leyfi sér fyrirfram að vera ánægð með sig. Alltaf eru til góð ráð fyrir hana hvernig hún getur orðið mjórri, sætari og meira kynæsandi fyrir karlmenn. Og hverj- ir skyldu nú græða á því að gera svo strangar útlits- kröfur að lífstakmark fjölda kvenna, bæði hérlendis og erlendis, skuli vera að léttast um nokkur kíló? Konur sjálfar? myndir af m karlmönn Séu þessi blöð gerð með sórstakar þarfir kvenna í huga, hvernig stendur þá á því að myndir af falleg- um karlmönnum eru sjaldgæfar og að blöðin séu þess í stað stútfull af kynæsandi konum í mismikl- um fatnaði? Þegar litið er til myndavals tímaritanna væri ekki fjarri lagi ef einhver velti fyrir sér hvort markhópur blaðanna séu samkynhneigðar konur. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.