Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 46

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 46
46 KONUR A STORUIHI timn Auður Aðalsteinsdóttir Qyrir ekki svo löngu síðan þótti stórmerki- legt að sjá konu undir stýri á stórum trukk eða rútu. Nú þegar konur hafa í nokkurn tíma sótt í sig veðrið í hefðbundnum karla- störfum þykir það svo sem ekkert nýmæli lengur. Karlar eru þó enn í yfirgnæfandi meirihluta í störfum sem krefjast meiraprófs, eða aukinna öku- réttinda eins og það er nú kallað. Vera ræddi við nokkrar konur sem hafa unnið lengi við að keyra stóra bíla og komst að því að ekkert annað en hefðin aftrar konum frá slíkri vinnu. „Konum sem taka aukin ökuréttindi hefur verið að fjölga þótt það sé reyndar dálítið sveiflukennt. Það eru ekki mörg ár síðan engin kona kom í námið en nú hefur komið fyrir að í átján manna hóp séu sjö konur. Núna eru þrjár að læra hjá okkur en það kem- ur enn fyrir að engin kona er í hópnum," segir Finn- bogi G. Sigurðsson í Ökuskólanum í Mjódd. „Per- sónulega vil ég hvetja konur til að taka prófið. Mín skoðun er sú að kvenfólk sé miklu ábyrgari bílstjór- ar. Stóru bílarnir eru ekkert karlavígi lengur. Þegar ég var að vinna við akstur þurfti krafta til að keyra stóra bíla, við skiptingar og annað. En nú keyrir fólk svona bíla eins og hvern annan fólksbíl, allar skipt- ingar og kúplingar eru fisléttar og það er ekkert stór- vandamál að skipta um dekk. Þau eru nokkuð þung en það þarf bara að kunna það og hafa lag til." Til að fá aukin ökuréttindi þarf einfaldlega að sækja um í ökuskóla og velja hvort taka á próf fyrir leigubíl, vörubíl eða hópbifreið. Umsækjandi þarf að hafa almennt bifreiðastjórapróf og uppfylla aðrar reglur. Nemandi getur hafið nám sex mánuðum áður en réttindaaldri er náð. Réttindaaldur á vörubifreið og vörubifreið með eftirvagn er 18 ár, á leigubifreið 20 ár og hópbifreið 21 ár. Læknisvottorð þarf að fylgja umsókn um aukin ökuróttindi. Ef öll prófin eru tekin þýðir það fimm vikna bók- legt nám en ef ætlunin er að fá réttindi til að keyra leigubíl tekur bóklega námið þrjár og hálfa viku. Síð- an þarf að taka þrjá verklega tíma fyrir leigubíl, fimm fyrir vörubíl og fimm fyrir rútu. Hægt er að bæta við sig eftirvagnaprófi en það tekur fimm verklega tíma. Að lokum er tekið próf. Nánari upplýsingar um meirapróf má fá á heimasíðunni bilprof.is. Þarf að hafa b@in í n@f inu segir Sigríður Jónsdótir leigubílstjóri Sigríður Jónsdóttir hefur ekið leigubíl í tvo áratugi en hún varð fyrsta konan til að aka leigubíl í fullu starfi. „Eg vann við útkeyrslu hjá fyrirtæki þegar ég ákvað að taka meiraprófið. Allir strákarnir sem unnu með mér fóru á endurmenntunarnámskeið í sínu fagi, sem var blikksmíði, og hækkuðu þá í launum svo ég skellti mér bara líka á námskeið. Þetta var árið 1978 og ég held að við höfum verið þrjár konur á námskeiðinu. Bróðir eins framkvæmda- stjórans ók leigubíl og vantaði afleysingamanneskju. Hann komst að því að ég var með meirapróf og þannig byrjaði þetta allt. Ég hélt svo áfram að vinna við þetta og tel að ég hafi verið farsæl í starfi. Ég lít á það sem stóran kost að ég ræð mínum vinnutíma sjálf og starfið hefur að öllu leyti átt vel við mig." Sigríður hefur verið með eigið atvinnuleyfi síðan 1984. „Þegar ég byrjaði að keyra leigubíl voru konur aðeins að vinna við afleysingar í stuttan tíma. Fyrstu tvö árin eftir að ég fór að vinna við akstur leigubif- reiðar var ég eina konan sem vann við þetta í fullu starfi." Sigríður segir það bæði kost og galla að hitta mik- ið af fólki í vinnunni. „Ég mæli með þessu starfi fyr- ir fólk sem er með bein í nefinu og getur unnið sjálf- stætt. Fólk verður að vera sjálfstætt í þessu starfi, á- kveðið og með heljarins mikla þolinmæði enda þarf oft að bíða mikið. Þá þarf maður að kunna að sigla milli skers og báru og lesa fólk rétt. Ef fólk lendir svo í einhverjum vandræðum þarf að vinna rétt úr því." Hún gerir þó lítið úr því að leigubílaakstur geti verið hættulegur konum. „Þetta starf er alveg jafn hættu- legt fyrir karlmenn og konur." Sigríður samsinnir því þó að starfið sé óútreiknanlegt. „Þú veist aldrei hvar þú lendir. Þú veist kannski hvar þú byrjar að morgni og hvar þú endar að kvöldi en tíminn þar á milli er óskrifað blað." ^% *t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.