Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 73

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 73
frama.“ Karen Hughes, ræðuskxif- ari Bush, er frægt dæmi og ekki langt síðan hún dró sig í hlé. „Heimilið er hornsteinn sam- félagsins," sögðu þau í kór sem nú vilja ný og hert lög. Karen er ekki sú eina. Þingmenn hafa horf- ið út sætum sínum, bæði konur og karlar, undir því yfirskini - alla vega - að þeir vildu ffekar vera heima og gæta bús og barna. Hrædd er ég um að Barbara Bush sé ekki alveg sammála syni sínum. Hann þeytist nú um land- ið til að réttlæta herta löggjöf um aukna vinnuskyldu einstæðra mæðra - í nafni fjölskyldugilda. Við hlið hans stendur kona, bóka- safnsfræðingur, sem hvarf af vinnustað til að gæta bús og hans. Atti Barbara ekki ein sjö börn? Og ætlar sonurinn að halda því fram að það hafi ekki verið vinna að ala þau upp? Svo lengi sem konan hefur fyrirvinnu þá er móðurhlutverkið göfugast allra starfa. En ef hún er fátæk einstæð móðir, þá kallast það ekki lengur vinna að ala upp börn. I þessu felst hið óþolandi misrétti sem viðgengst í banda- rísku samfélagi. Eiga börn fátækra mæðra að ala sig upp sjálf? Af hverju gilda ekki sömu reglur um þau og börn annarra? Og hvar eiga svo börn þessara kvenna, sem svældar eru út á vinnumarkaðinn, að vera á meðan þær eru að skila fjörutíu stunda vinnuviku? Þeirri spurningu er ósvarað. Einstæðar mæður munu streyma út á vinnumarkaðinn. Það skapast neyðarástand um öll Bandaríkin. Dagheimili eru mun- aður sem fáir njóta. Niðurgreidd dagvistun er hugarsmíð sem stangast á við grunnhugsun land- nemaþjóðarinnar. Börnin lenda á götunni. Meðal þessara kvenna verður án efa hin níu barna móðir. Loks- ins fer hún að vinna. Og börnin hennar fara á vergang. Nema að hún sé svo heppin að fá dagvistun út á sérstaka fötlun eða örorku. En hvað um það, þeir hugsa svipað í Sundstrætinu og í Cincinnati - og þó. Kannski bjarga bryggjusporðar og skíðalönd Sundstrætinu, en hvað með Cincinnati? www. borgarv ítMiidájttír ÞÉ nnfms í Borgarvefsjánni er aó finna upplýsingar um alla göngustíga og gönguleiðir í Reykjavík. Njóttu þeirra möguleika sem útivistar- svæði Reykjavikur bjóóa upp á meö aðstoó Borgarvefsjárinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.