Vera - 01.08.2003, Page 8
Dagur í lífi Höllu Guðmundsdóttur bóndakonu
Halla Guðmundsdóttir bóndi og leikkona býr í Ásum í Gnúpverjahreppi ásamt manni sínum
Viðari Gunngeirssyni. Foreldrar hennar, Stefanía Ágústsdóttir og Guðmundur Ámundason
sem nýlega varð 90 ára, búa líka í Ásum og í túnfætinum býr Stefán bróðir hennar ásamt
konu sinni, Katrínu Sigurðardóttur óperusöngkonu. Það er því oft glatt á hjalla í Ásum eins
og Ijósmyndari VERU komst að raun um þegar hún leit við á bænum og festi á filmu hluta
af því sem Halla Guðmundsdóttir tók sér fyrir hendur þann daginn.
Snemma á morgnana fer Halla í fjósið þar sem nýjasta tölvutækni ser
um mjaltir og mannshöndin kemur aldrei í snertingu við mjólkina
því hún fer beint í kælingu þar til mjólkurbíllinn kemur. Næst þarf að
þrífa fjósið vel enda er strangt gæðaeftirlit með mjólkurframleiðsl'
unni, svo að gefa kálfunum og reka kýrnar í hagann. Fyrir hádegiS'
matinn tekur Halla upp kartöflur í soðið og rabarbara í sultugerð-
Hún fær við það aðstoð frá Guðmundi bróðursyni sínum og Elías1
Hlyni sonarsyni sínum. Hann er í heimsókn ásamt fóstur-systkinum
sínum og föður sínum, Hauki Vatnari leikskólakennara, sem sést
knúsa mömmu si'na í eldhúsinu fyrir matinn.
8/4. tbl. / 2003 / vera