Vera - 01.08.2003, Qupperneq 10
/ SKYNDIMYND
radiOrakel
femínísk útvarpsstöð
»Rut Hermannsdóttir er 27 ára gömul Akureyrarmær sem síðustu
fimm ár hefur verið búsett í Ósló þar sem hún lagði stund á nám í kvik-
myndgerð. í náminu varð hún meðvituð um slaka stöðu kvenna innan
kvikmyndaiðnaðarins og vildi gera eitthvað í því. Fyrir röð tilviljana
endaði hún á radiOrakel, femínískri útvarpsstöð í Ósló. Þar er hún í rit-
stjórn á femínískum kvikmyndaþætti og situr í stjórn stöðvarinnar.
VERU lék forvitni á að vita meira um hina femínísku útvarpsstöð og
hvernig þessi kraftmikla stúlka að norðan komst þar inn.
Þorgeröur
Þorvaldsdóttir
Þetta byrjaði allt á því að ég og íslensk vinkona mín, Þóra
Tómasdóttir, sem einnig var í kvikmyndaskólanum sett-
umst niður og fórum að velta fyrir okkur stöðu kvenna í
kvikmyndaiðnaði. í Noregi voru veittir 21 styrkur til kvik-
myndagerðar árið 2003 en aðeins þremur myndanna var
leikstýrt af konum. Þá fórum við einnig að velta fyrir okkur
innihaldi kvikmyndanna, kvenfmyndinni sem þar birtist og
boðskapnum. Niðurstaða okkar var einfaldlega sú að við
þyrftum byltingu. Ein leið er að búa til tengslanet kvenna
sem eru í kvikmyndagerð og reyna að breyta þessu. I fram-
haldi af því duttum við niður á þá hugmynd að búa til út-
varpsþátt. Þá rifjaðist það upp fyir okkur að radiOrakel er
femínísk útvarpsstöð. Það var svo fyrir algjöra tilviljun,
þegar ég var úti að skemmta mér, að ég rakst á fólk sem var
að vinna að kvikmyndaþætti á radiOrakel. Ég skellti bara á
þau hugmyndinni, þeim fannst hún æði og þar með byrj-
aði það. Þetta var fyrir tæpu ári.
Segðu okkur aðeins meira frá útvarpsstöðinni. Er
það rétt að hún og VERA séu jafnöldrur?
Já, radiOrakel er 21 árs gömul. Henni var startað árið 1982
eftir að nokkrar góðar konur höfðu haldið kvennamenn-
ingarhátið í Ósló. Þær höfðu fengið styrki til verkefnisins en
þegar hátíðinni lauk voru til afgangs peningar sem þær
ákváðu að nota í þágu kvennamenningar. Þá var stofnaður
tónlistarskóli fyrir konur, sem enn er starfandi, þar sem
kennt var á rafmagnsgítar, rafmagnsbassa og trommur,
svona rokkskóli fyrir stelpur. Hitt verkefnið var svo útvarps-
stöðin radiOrakel. Þetta var fyrsta kvennaútvarpsstöðin í
heiminum og hún er enn ein af fáum. Markmið stöðvarinn-
ar er að konur séu sýnilegri í fjölmiðlum og að tónlist sem
konur búa til sé meira spiluð. Reglurnar eru þannig að út-
varpsstjórinn verður að vera kona, tveir þriðju af tónlistinni
sem við spilum á að vera samin eða flutt af konum og
a.m.k. tveir þriðju af starfsfólki stöðvarinnar á að vera kon-
ur. Þeir strákar sem eru með okkur eru svo að sjálfsögðu
femínistar. Þetta eru hins vegar samtök en ekki vinnustað-
ur í venjulegum skilningi.
Stöðin er hápólitísk og reynir að taka upp brýn þjóðfé-
lagsmál sem aðrir fjölmiðlar veita ekki athygli. Við berj-
umst á móti hverskonar mismunun, svo sem kynþátta-
hatri, ofsóknum af trúarlegum ástæðum og kynferðislegri
áreitni. Við höldum á lofti tónlist og menningu sem oft
drukknar í auglýsingaæði annarra útvarpsstöðva. Okkar
markmið er að vera gagnrýnin útvarpsstöð sem spyr gagn-
rýnna spurninga og leyfir sér að gera tilraunir.
10/4. tbl. / 2003 / vera