Vera - 01.08.2003, Page 11

Vera - 01.08.2003, Page 11
STOÐIN ER HAPOLITISK OG REYNIR AÐ TAKA UPP BRÝN ÞJÓÐFÉLAGS- MÁL SEM AÐRIR FJÖLMIÐLAR VEITA EKKI ATHYGLI. VIÐ BERJUMST Á MÓTI HVERS KONAR MISMUNUN, SVOSEM KYNÞÁTTAHATRI, OF- SÓKNUM AF TRÚARLEGUM ÁSTÆÐ- UM OG KYNFERÐISLEGRI ÁREITNI Hvernig ersvona útvarpsstöð fjármögnuð? Stöðin er fjárhagslega sjálfstæð. Hún lifir á árgjöldum með- lima radiOrakel og styrkjum frá ríkinu sem eru veittir til svæðisútvarpsstöðva. Svo eru líka styrkir frá samtökum fjölmiðla og samtökum svæðisútvarpsstöðva. Það er mjög mikið af litlum útvarpsstöðvum í Noregi en okkar er svolít- ið spes - femínísk útvarpsstöð - og hún er mjög þekkt. Við náum til 700.000 hlustenda en við deilum tíðni með öðrum litlum stöðvum, t.d. stúdendarásum. Það er talað um að hópurinn okkar sé svona í kringum 50 -60.000 og helming- ur hlustenda eru karlmenn! Þá fáum við verkefni frá hinum ýmsu ráðuneytum, t.d. frá heilbrigðisráðuneytinu, svo og hagsmunasamtökum eins og samtökum kvenna í þriðja heiminum og samtök- um innflytjendakvenna. radiOrakel hefur tekið þátt í að hjálpa konum í Bosníu við að stofna útvarpsstöðina RadioVesta og Mama FM í Uganda. Þá hafa verið gerðir heimildaþættir, t.d. um getnaðarvarnir og um stöðu inn- flytjendakvenna. Við erum þannig að fjalla um flest það sem hefur eitthvað með femínisma og stöðu kvenna í heiminum að gera, en um leið erum við að fjalla um margs- konar samfélagsleg vandamál. Við erum ekki með neinar auglýsingar því málefnið á ekki að falla í skuggann af kap- ítalisma, eða markaðsúlfinum. Við erum hins vegar með umfjöllun um þá sem styrkja okkur, sem við læðum inn í: prógramið á smekklegan hátt. Upp á síðkastið höfum við hins vegar verið að ræða það hvort við ættum að taka inn valdar auglýsingar því við erum svo blankar. Það yrði þá að vera frá samtökum og stofnunum sem eru að gera góða hluti og eru í fullu samræmi við þann boðskap sem stöðin stendur fyrir. Mér dettur í hug krabbameinssamtökin eða áróður um að hætta að reykja. Það kemur ekki til greina að fara að auglýsa bíla, Ijósalampa eða svoleiðis hluti. Eru þetta launuð störf á radiOrakel? Nei, allir vinna í sjálfboðavinnu. Það eru um 160 meðlimir í stöðinni. En stöðin er meira en bara útvarpsstöð, hún er líka skóli. radiOrakel virkar þannig að fólk sem hefur enga reynslu af fjölmiðlum fer fyrst á blaðamannanámskeið, sem kostar smá pening. Sjálf hef ég unnið sem blaðamað- ur síðan ég var 19 ára og er með kvikmyndanám að baki svo ég komst inn án námskeiðs. ( framhaldi af því kemur fólk svo hægt og rólega inn í stöðina og reksturinn. Það kynnist fólkinu og fær að prufa sig áfram, en til þess fær það bæði aðhald og stuðning. Það er ótrúlega skrýtið að vera þarna. Andrúmsloftið er svo vera / 4. tbl. / 2003 / 11

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.