Vera - 01.08.2003, Side 16

Vera - 01.08.2003, Side 16
Myndskreytingar: A4/GRK ogHGM »Þegar rætt er hvort tekist hafi að koma á jafnrétti á íslandi er yfirleitt eitt atriði nefnt sem flestir eru sammála um að eigi eftir að laga. Það er að jafna launamun kynj- anna. Fyrir nokkru reiknaði Jafnréttisstofa út að með sama áframhaldi myndi taka nærri öld að jafna þennan launamun. Það er þó gleðilegt að sjá að launakannanir Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur sýna að þetta gæti tekið styttri tíma ef veruleg áhersla væri lögð á að minnka muninn, eins og VR hefur gert. Sú stefna var einnig mótuð hjá Reykja- víkurborg og hefur skilað árangri eins og fram kemur í launakönnunum. Hér á eftir er fjallað um launamun kynjanna frá ýmsum hliðum. Rætt er um vafa- samar túlkanir á launakönnunum þar sem langt er seilst til að skýra út ástæður launa- munarins; fjallað um fyrirvinnuhugtakið sem alltaf er tengt körlum þótt miklu fleiri konur séu nú einu fyrirvinnur heimilis. Forystufólk launafólks er spurt hvað stéttarfélög- in séu að gera til að vinna gegn kynbundnum launamun og tvær konur lýsa BA verkefn- um sínum sem fjölluðu um kynbundinn launamun. Einnig eru gefin góð ráð til kvenna þegar þær þurfa að semja um laun, bæði á nýjum vinnustað og ef þær starfa sjálfstætt. 16/4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.