Vera - 01.08.2003, Qupperneq 22

Vera - 01.08.2003, Qupperneq 22
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR HVAÐ ERU STÉTTARFÉLÖGIN AÐ GERA? | BHM | ASl | Kl | SlB | BSRB VERA lagði tvær spurningar fyrir forystufólk fimm stærstu samtaka launafólks. 1. Hvað eru samtökin að gera til að vinna gegn kynbundnum launamun? 2. Hvernig er jafnréttisstefna sambandsins og hvernig er hægt að nýta hana til að minnka launamun kynjanna? Hægt að kæra óútskýrðan launamun HalldóraFriðjónsdóttir, hácl/ól^m^nna 1. Allar kannanir á launamun kynj- anna virðast benda til þess sama, það er að hér á landi sé verulegur launamunur sem eingöngu megi skýra með kynferði. Þegar samið var um nýtt launakerfi sem fól í sér meiri dreifstýringu árið 1997 óttuð- ust margir að þessi launamunur myndi enn aukast. Sú virðist ekki hafa orðið raunin hjá Reykjavíkur- borg, ef marka má launakönnun sem var kynnt BHM í maí 2002, en því miður hefur ríkið ekki staðið við loforð um að kanna áhrif nýja launakerfisins á launamun kynj- anna þrátt fyrir bókun þess efnis sem fylgdi samningum 1997. Sam- kvæmt könnun Félagsvísindastofn- unar frá 2002 er kynbundinn launa- munur hjá ríkinu 16%. BHM hefur því lagt ríka áherslu á að fræða trúnaðarmenn og forystufólk aðild- arfélaganna um mögulegar leiðir til að bregðast við, vakni grunur um að Bandalag háskólamanna konur séu að fá lægri laun en karlar í sambærilegum störfum. Kona sem telur á sér brotið getur leitað til við- komandi stéttarfélags og í gegn um það fengið upplýsingar um launa- kjör karla í sambærilegum störfum. Komi í ljós að hún sé raunverulega með lægri laun er næsta skref að fá skýringar á muninum. Ef engin haldbær rök eru fyrir launamunin- um er hægt að kæra enda um klárt lögbrot að ræða. Á undanförnum mánuðum hefur verið mikil um- ræða um kynbundinn launamun hjá BHM og hafa meðal annars tvær málstofur verið helgaðar þessu efni. 2. I stefnuskrá Bandalags háskóla- manna sem var samþykkt á aðal- fundi vorið 2002 er gengið út frá því að samþætta skuli jafnréttissjónar- mið öllu starfí bandalagsins. Til að ná fram jafnrétti í launum telur bandalagið afar mikilvægt að stofn- anir og fyrirtæki setji sér starfs- mannastefnu þar sem jafnréttis- áætlanir og fjölskyldustefna komi fram. Launaákvarðanir þurfi að byggja á kynhlutlausu mati á störf- um og einstaklingum þannig að konur og karlar fái jafnhá laun og njóti sömu starfskjara fyrir sam- bærileg og jafnverðmæt störf. Bandalagið hvetur því til þess að samið sé um kynhlutlaust og gagn- sætt launakerfi í kjarasamningum og leggur einnig til að þar verði samið um reglubundnar launa- kannanir sem verði kyngreindar í meira mæli en áður. Einnig þarf að endurmeta það sem kallast hefð- bundin kvennastörf og tryggja að menntun, sérhæfni og ábyrgð kvenna og karla séu metin jafnt til launa. Við skipulagningu sí- og endurmenntunar þarf að gæta þess að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi enda hafa þessir þættir æ meiri áhrif á alla starfsþróun og möguleika á starfsframa. Bandalag- ið setti sér einnig það takmark að stuðla að því að trúnaðarmenn og yfirmenn á vinnustöðunr fái sér- staka fræðslu um launajafnrétti og hvernig unnt sé að tryggja það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.