Vera - 01.08.2003, Qupperneq 25

Vera - 01.08.2003, Qupperneq 25
mynd: Jón Svavarsson Efla upplýsingaöflun og kjararannsóknir * 1. Kjarasamningar sem gerðir eru í nafni Kennarasambands Islands eru fjórir, þ.e. fyrir grunnskóla, fram- haldsskóla, leikskóla og tónlistar- skóla. Almennt má segja að samn- ingarnir séu þannig uppbyggðir að fólki sé raðað í launaflokka eftir menntun og starfsreynslu og þar af leiðandi séu litlir möguleikar til að mismuna fólki í launum eftir kyni. I leikskólum starfa nær eingöngu konur (u.þ.b. 99%) og því er mjög erfitt að finna út hvort um kyn- bundinn launamun sé að ræða þar. Engar tölur eru til utn laun í tónlist- arskólum greindar eftir kyni en í grunn- og framhaldsskólum liggja fyrir tölur urn þetta. í grunnskólum eru meðaldag- vinnulaun kvenna u.þ.b. 91.5% af meðaldagvinnulaunum karla og meðalheildarlaun kvenna u.þ.b. 86.4% af meðlaheildarlaunum karla. Munurinn á grunnlaunum getur skýrst af þrennu; í fyrsta lagi mismunandi aldurssamsetningu kynjanna þar sem nreðalaldur við- miðunarhópsins, sem eru karlar sem kenna í grunnskólum Reyka- víkur, er nokkru hærri en meðalald- ur kvenna. Þessi aldursmunur ætti að skýra um 8% af launamuninum. Þetta er enn sem komið er tilgáta en verið er að rannsaka þetta nánar. Þess má geta að laun hælcka um 8,15% þegar einstaklingurinn verð- ur 40 ára og önnur 8,15% þegar hann verður 45 ára. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort menntun kynjanna er mismunandi en ekkert bendir til að svo sé. Það sem út af stendur er því líklega kynbundinn launamunur sem felst þá í því að karlar fái fleiri launaflokka úr svokölluðum launapotti sem sanrið er um í hverjum skóla fyrir sig. Ný- leg könnun bendir þó til að svo sé ekki, þannig að e.t.v. er munurinn innan skekkjumarka. Launapottur- inn sem samið er um í hverjum skóla er um 8% af launasummunni. Samkvæmt samningum eiga mál- efnalegar ástæður að liggja að baki úthlutun skólastjóra úr launapotti og reglur þar að lútandi eiga að vera skýrar og öllurn aðgengilegar og trúnaðarmaður á að fá upplýsingar um úthlutunina í heild sinni og á þannig að geta fylgst með því að ekki sé um að ræða ómálefnalegar ástæður fýrir úthlutun úr launa- potti. Varðandi heildarlaun bætist við ein skýring sem er sú að karlar vinna trúlega fleiri yfirvinnustundir en konur. Það er samt afar sjaldgæft að konur í grunnskólum Reykjavík- ur kvarti yfir því að þær fái færri yf- irvinnustundir en karlar, en þó eru dæmi um slíkt. í framhaldsskólum eru meðal- dagvinnulaun kvenna u.þ.b. 97.6% af meðaldagvinnulaunum karla og skýrist sá munur líklega nær ein- göngu af mismunandi aldurssam- setningu kynjanna þar sem meðal- aldur karla er nokkru hærri en meðalaldur kvenna. í samningum framhaldsskólakennara er minni hluti launa til ráðstöfunar heima í skóla heldur en í grunnskólum, eða u.þ.b. 3,5%. Meðalheildarlaun kvenna í framhaldsskólum eru um 86.3% af meðalheildarlaunum karla og skýrist sá munur líklega mest af því að karlar vinna rneiri yfirvinnu en konur og fleiri karlar eru í efri lögum stjórnunar, en þar er yfir- vinna oft rneiri en hjá almennum kennurum. KENNARASAMBAND ÍSLANDS EIRÍKUR JÓNSSON, KENNARASAMBANDI ÍSLANDS Það má því segja að kynbundinn launamunur hvað varðar grunn- laun sé vart fyrir hendi innan kenn- arastéttarinnar en öðru máli gegnir hugsanlega hvað varðar heildar- laun. Það sem er brýnast að gera varðandi þessi mál, að mati undir- ritaðs, er að efla upplýsingaöflun og kjararannsóknir þannig að hægt verði að greina með óyggjandi hætti hvað af launamun kynjanna er ein- ungis hægt að skýra sem kynbund- inn launamun. Þetta er forsenda þess að eyða megi þessurn mun sem er mikilvægt þrátt fýrir að rnunur- inn sé e.t.v. minni en gerist meðal margra annara stétta. 2. Á stofnþingi Kennarasambands Islands í nóvember 1999 var sam- þykkt að vinna að því að setja sam- bandinu jafnréttisstefnu. Vegna mikillar vinnu við kjarasamninga og langvarandi verkfalla á fýrsta kjörtímabili nýs Kennarasambands varð ekki úr því að jafnréttisstefna yrði til. Á öðru þingi sambandsins var síðan ákveðið að setja kraft í málið og var af því tilefni skipuð jafnréttisnefnd sem m.a. hefur það hlutverk að sernja jafnréttisáætlun fyrir KÍ. Það verður síðan næsta þing Kennarasanrbands íslands, sem haldið verður árið 2005, sem tekur endanlega ákvörðun um jafnréttis- stefnu Kl og setur væntanlega við- takandi stjórn reglur um hvernig hrinda eigi henni í framkvæmd. Það hlýtur að vera markmiðið með allri þessari vinnu, bæði launagreiningu og vinnu við jafnréttisáætlun og fleira, að tryggja að fólki í kennara- stétt sé ekki mismunað í kjörurn á grundvelli kynferðis og að jafnrétti sé ríkjandi í skólum landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.