Vera - 01.08.2003, Síða 29
tíma ef þú getur valið um fleiri en
eitt starf. Þá hefjast launa-
umræður.
Þó þú ætlir ekki að tala um
peningamálin strax þá getur
verið að þú verðir spurð í fyrsta
viðtali hvaða launakröfur þú
gerir. Þú getur þá reynt að segja
hvaða laun þú hefur í núverandi
(eða síðasta) starfi og sagt að þú
treystir væntanlegum vinnu-
veitanda þínum til að greiða
sanngjörn laun. Reynt semsé að
eyða talinu þar til að öruggt sé að
þú hafirfengið starfið.
Hafa núverandi laun áhrif
á hvaðalaun ég get
fengið?
Sértu spurð um laun í núverandi
starfi (eða síðasta starfi sem þú
varst í) skaltu svara sannleikanum
samkvæmt. Eða þú gætir svarað
mjög loðið og sagt: „Ég er með
minna en x hundruð þúsund,"
sem þá þýðir um leið að þú viljir
gjarna komast upp fyrir þá
upphæð. Sértu undirborguð eða
illa borguð i núverandi starfi
skaltu taka það fram þegar þú ert
spurð um laun þín. Annars gæti
tilvonandi atvinnurekandi haldið
að hann þurfi heldur ekki að
borga þér mannsæmandi laun.
En ef mér eru boðin of lág
laun?
í stað þess að krefjast þess að
tilboðið verði hækkað gætirðu
sett fram spurningu við launa-
tilboðinu sem þú færð: „Er mögu-
leiki að þessi upphæð verði
hærri?" Eða: „Mér stendur reynd-
ar til boða annað starf með mun
hærri laun, gæti hugsast að þið
mynduð jafna það tilboð?" (Ekki
segja þetta nema það sé satt).
Reyndu að enda setningar á að
spyrja: „Hvað finnst þér?" því þú
vilt að þið komist að sameigin-
legri niðurstöðu. Láttu vita að þér
lítist vel á fyrirtækið og langi
mjög að vinna þar en það sé bara
þessi hængur á og hvort verði
ekki hægt að leysa það?
Sé þér sagt að það sé vaninn
að borga þessi laun til að byrja
með þá skaltu taka því með
æðruleysi, segja: „Ég skil," en
spyrja svo hvað þurfi til að
komast upp úr þeim launaflokki
og hversu fljótlega það gerist,
hvort eitt gildi fyrir öll eða hvort
starfsfólk þurfi að uppfylla ein-
hver skilyrði til þess.
Getir þú alls ekki sætt þig við
launin sem í boði eru, skaltu
afþakka starfið. Það er mjög
slæmt að geta ekki framfleytt sér
af laununum og enn verra er það
fyrir sjálfsvirðinguna.
Segðu ekki nei, segðu
kannski kannski kannski...
Flestar segja „allt í lagi" þegar
þeim eru boðin laun sem þeim
líst sæmilega á. Allt í lagi þýðir þá:
„Þakka þér fyrir, ég þigg það sem
þú býður mér." Prófaðu að
sleppa því og segja í staðinn
„hmm"og sjáðu hvað gerist.
Ef þú segir „allt í lagi" en
fyrirtækið hefði verið tilleiðanlegt
að bæta við upphæðina ef þú
hefðir farið fram á það, ertu búin
að eyðileggja tækifærið til að þér
verði boðið meira.
Ef þú hummar hinsvegar f
samningaviðræðunum eru líkur á
að fyrirtækið hækki boðið, því
það hefur liklega svigrúm til þess
og vill vera viss um að þú þiggir
starfið. Helst áttu að endurtaka
töluna sem þér er boðin og segja
svo mjög hugsi: „Hmm ..." Jafnvel
þótt þig langi helst til að stökkva
hæð þína í loft upp af gleði skaltu
taka þér þessa umhugsunar-
mínútu sem gæti orðið til þess að
launin þín yrðu enn hærri!
PASSIÐ YKKUR BARA A A Ð GERA EKKI EINS OG HANN
BIGGI SEM STAL EINNI SNEIÐ A F HOLLU OG GÓÐU
BARNAPIZZUNNI FRÁ HENNI DÓRU LITLU. HÚN GRÆTUR ENN
SKOÐIÐ MATSEÐILINN A WWW.ANAESTUGROSUM.IS
vera / 4. tbl. / 2003 / 29