Vera - 01.08.2003, Page 31

Vera - 01.08.2003, Page 31
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR PRÓFESSORAR MEÐ HÁLFA MILLJÓN Á MÁNUÐI HAFA KANNSKI EFNI Á AÐ FLYTJA ÓDÝRA FYRIRLESTRA, ÞEIR LÍTA SJÁLFSAGT BARA Á ÞESSA SMÁPENINGA SEM BÓNUS, EN ÉG ÞARF AD FRAMFLEYTA MÉR Á ÞVÍ SEM ÉG GERI mér á því sem ég geri. Þessir pró- fessorar eru dragbítar á launaþróun okkar hinna. Reyndar glopraðist upp úr við- mælanda mínum að lögfræðingar, verkfræðingar og viðskiptafræðing- ar tækju miklu meira fyrir að halda fyrirlestra en sérfræðingar úr hug- og félagsvísindagreinum. Það sem meira var þá viðurkenndi hann að þeir fengju greitt uppsett verð án þess að nokkur maldaði í móinn! Eg held að viðhorf þessa manns og frásögn sé ekki aðeins lýsandi fyrir viðhorf til hug- og félagsvísinda- fólks heldur hlýtur maður að spyrja sig að hve miklu leyti fræðimenn innan þessara greina eru ábyrgir fyrir þessu viðhorfi. Ef ég kemst ekki að samkomulagi um að fá sómasamlega greiðslu fyr- ir sérfræðivinnu sem ég inni af hendi geri ég frekar eitthvað annað, fæ mér aukavinnu í einhverju alls- endis óskyldu, en sérfræðiþekkingu mína sel ég ekki ódýrt. Ég held ekki fyrirlestur fyrir tíuþúsundkall." Samskipti og sjálfstyrking Námskeiðin sem Hallfríður heldur fjalla um samskipti af ýmsum toga. Þar má nefna námskeið um sam- skipti í fjölmenningarlegu samfé- lagi, alþjóðleg samskipti fyrir fólk í viðskiptalífinu og námskeið unr samstarf og starfsanda á vinnustað. Ennfremur hefur Hallfríður haldið fjölda sjálfstyrkingarnámskeiða fyr- ir blandaða hópa og svo fyrir konur sérstaklega. Söguleg vanmáttarkennd „Ég kenni námskeið þar sem ég hjálpa konum að vinna gegn van- máttarkennd. Þar reyni ég að berjast gegn vanmáttarkennd kvenna en hún virðist vera mjög lífseig. Þrátt fyrir mikla ávinninga á sviði menntunar þá virðist hún samt elta okkur. Það eru sögulegar skýringar á því hvers vegna konur verðleggja vinnu sína lágt. Það er miklu styttra síðan konur fóru að verðleggja vinnu sína en karlar, við eigum okkur miklu styttri sögu þar en karlar. Enn er mikið af vinnu kvenna ekki verð- lögð. Konur eru ekki vanar að spyrja hvað kosti að setja í eina þvottavél. Hefðbundin kvennastörf hafa ekki verið launuð, konur eru svo oftar en ekki bara þakklátar þegar þær fá eitthvað fyrir vinnu sína. Þetta end- urspeglast í allri launastefnu. Við erum enn að súpa seyðið af því þeg- ar það voru sér taxtar fyrir karla og aðrir fyrir konur. Það er ekki svo ýkja langt síðan. Eitt af því sem kallar fram van- máttarkennd og vanhæfni til að meta sig að verðleikum, er að konur líta ekki á sig sem aðalfýrirvinnu heimilisins. Eina fyrirvinnan verður að semja öðruvísi um laun, hún hef- ur ekki í aðra vasa að leita. Þetta er svoh'tið líkt dæminu sem ég tók unr háskólaprófessorana sem halda launum okkar hinna niðri. Nú er stefnan sú að hver semji fyrir sig en þá verður líka að kenna fólki að semja. Annars er hætta á að við lendum aftur í því að konur séu á öðrum töxtum en karlar. Það verður að koma til aukin umræða í samfélaginu og við verðum að vera vakandi og spyrja gagnrýninna spurninga varðandi launamál. Þessi mál verða að vera inni í skólakerf- inu. Námsval hefur áhrif, sumar starfsgreinar fá hærri laun en aðrar, en svo getur það breyst vegna fjölg- unar í greininni. Menntun á að skila hærri launum en gerir það því mið- ur ekki alltaf." Sjálfsagt að vera mikils virði „Það á að vera sjálfsagt að meta sig að verðleikum. Fólk verður að vita hvers virði það er og hve hátt það getur verðlagt sig. Ef manni finnst sjálfsagt mál að gera launakröfur, þá verður það auðvelt. Það á ekki að vera framandi og vaxa manni í augum. Konur verða að læra að standa með sjálfum sér. Launamál eru ekk- ert til að skammast sín fyrir. Maður á ekki að fyllast blygðunarkennd við að setja fram launakröfur.“ vera / 4. tbl. / 2003 / 31

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.