Vera - 01.08.2003, Side 32
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR
Meðvitaðir ráðamenn
skipta sköpum
»Síðastliðið vor lauk Sigurbjörg Ásgeirsdóttir BA prófi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands.
Lokaritgerðin heitir Kynbundinn launamunur á íslandi og var Dr. Svanur Kristjánsson leiðbeinandi.
Sigurbjörg skoðar sérstaklega þann árangur sem hefur náðst hjá Reykjavíkurborg og Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur í að minnka kynbundinn launamun og kemst að því að ef vilji er fyrir
hendi sé hægt að ná árangri í því að minnka launamuninn. VERA bað Sigurbjörgu að skýra í stuttu
máli frá niðurstöðum ritgerðarinnar.
Þrátt fyrir að konur hafi menntað sig, farið út
á vinnumarkaðinn og þannig lyft grettistaki
til að bæta stöðu sína búa þær við launamun
sem eingöngu má rekja til kynferðis. Þegar
kona eins og ég, sem komin er á miðjan ald-
ur og hefur varið stórum hluta ævi sinnar í
þátttöku í kvennahreyfingunni og úti á
vinnumarkaðinum, stendur frammi fyrir því
að velja sér BA-verkefni í stjórnmálafræði er
nærtækast að skoða hvort ekki sé hægt að
gera eitthvaðtil aðjafna þennan launamun.
Samkvæmt vinnumarkaðstölum Hag-
stofu íslands í nóvember 2002 voru 87,3%
karla á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði á
móti 78,2% kvenna á sama aldri. Nánast
jafnt hlutfall kynjanna er í öllum aldurshóp-
um nema töluvert færri konur á aldrinum
55-74 ára eru virkar á vinnumarkaði en karl-
ar. Konur eru þó oftar í hlutastörfum en karl-
ar. Atvinnuþátttaka kvenna er hér á landi
með því hæsta sem þekkist í heiminum.
Annað einkenni á vinnumarkaðinum er
hvað hann er kynskiptur. Jafnvel er talað um
tvo vinnumarkaði, karla og kvenna, eins og
Harriet Bradley vitnar um í bók sinni Men's
work, Women's work. Hún talar um að
vinnumarkaðurinn samanstandi af störfum
karla sem eru hærra settir og störfum
kvenna sem eru lægra settar. Flest bendir til
að kynin hafi unnið ólík störf í þeim samfé-
lögum sem þekkt hafa verið eri um ástæð-
urnar eru fræðimenn ekki sammála. Það er
skoðun Bradley að kvennastörf hafi orðið til í
iðnbyltingu og uppgangi kapítalisma. Það
eru félagsleg viðhorf til stöðu konunnar,
frekar en raunveruleg staða á vinnumarkaði,
sem ráða hugmyndum um efnahagslega
þátttöku. Þar er fyrirvinnuhugtakið eitt
sterkasta tækið til að halda konum niðri.
Reyndar hefur barátta femínista komið því
til leiðar að nú er talað um fjölskyldutekjur
líkt og fyrirvinnur áður í þeim tilgangi að
hafa hemil á konum. Það sýnir best hvað
hugtakið er kynbundið að enginn hefur
barist fyrir því að fjölskyldutekjur verði not-
aðar til að réttlæta laun giftra kvenna sem
vinna úti, þó það þyki sjálfsagt um kvænta
karla. Allt frá iðnbyltingunni hefur það verið
viðhorf aðila vinnumarkaðarins að staða
kvenna væri á heimilinu þó þær hafi alla tíð
unnið mikið utan heimilisins. Afleiðingin er
sú að staða kvenna á vinnumarkaði hefur
ekki tekið tíma þeirra sem móta aðgerðir
verkalýðshreyfingarinnar. Á þessu er ein
undantekning sem er Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur.
Á meðan önnur félög réðu nær eingöngu
félagsmenn sem einhver ástæða þótti til að
fengju starf hjá viðkomandi félagi, leitaði VR
að fagfólki. Slíkt fyrirkomulag var líklegra til
að nýjar hugmyndir kæmu inn í starfsemina
og hefðu áhrif á störf félagsins. Það ásamt
vilja forystumanna til að breyta skiptu miklu
máli.
Árangur Reykjavíkurborgar og VR
Femínískar kenningar skýra best kynbund-
inn launamun og þurfa engir að verða hissa
á því að þess sæjust fljótlega merki að breyt-
ingar urðu á afstöðu Reykjavíkurborgar til
launamála kvenna þegar fyrrverandi ritstýra
VERU settist í stól borgarstjóra. Völd Ingi-
bjargar Sólrúnar og Reykjavíkurlistans
byggðust á miklu fylgi kvenna. Aðgerðir
gegn kynbundnum launamun þurfa að vera
í algerum forgrunni hjá æðstu ráðamönn-
um, hækka þarf sérstaklega laun kvenna
umfram laun karla, koma á kynhlutlausu
starfsmati, hvetja konur til að semja um
hærri laun og verðleggja sig á sama mæli-
kvarða og karlar. Jafnframt þessu verði unn-
ið í að fjölga konum í ábyrgðarstörfum og
þar með breyta kynskiptingunni á vinnu-
markaðnum. Þannig er beitt sértækum að-
gerðum til að jafna hlut kynjanna í störfum.
Fyrsta launakönnun Reykjavíkurborgar
sýndi að kynbundinn launamunur var
15,5% í mars 1995 en í október sama ár var
hann kominn í 14,0% eftir fyrstu kjarasamn-
ingana þar sem sérstaklega skyldi tekið á
launamuninum. Þessi munur er kominn f
7,0% í launakönnun í október 2001 og sú
könnun sýnir að ekki er munur á dagvinnu-
launum kynjanna en launamunurinn kemur
fram í aukagreiðslum sem karlarfá í miklu rík-
ari mæli en konur og ákvarðaðar eru í stofn-
unum frekar en í heildarkjarasamningum.
Launakannanir VR sem gerðar voru 1999
og 2000 sýndu að kynbundinn launamunur
var 18% en í könnuninni 2001 var munurinn
orðinn 16%. Laun höfðu hækkað nokkuð
meira í starfsgreinum þar sem nær ein-
göngu voru konur en í greinum þar sem
karlar voru. Aðgerðir VR, með auglýsingum
og námskeiðum fyrir konur um launasamn-
inga, virðast skila þeim árangri að dregur úr
launamun og laun kvenna hækka meira en
laun karla. Það er sama þróunin og verið hef-
ur í kjarasamningum borgarinnar.
Til skamms tíma er árangursríkara að fara
að dæmi Reykjavíkurborgar og ná þannig að
koma á launajafnrétti. Það þýðir að atvinnu-
rekendur ættu að skoða hug sinn hvort ekki
sé kominn tími til að fylgja fordæmi borgar-
innar og hækka sérstaklega laun kvenna.
VR fer þá leið að hafa áhrif á almennings-
álitið og hefur þannig náð árangri þó minni
sé. En dropinn holar steininn og með þessari
aðferð er verið að virkja hið borgaralega
samfélag. Það velur sér stjórnvöld og dæmin
sanna að valdhafar geta stuðlað að breyt-
ingum ef vilji erfyrir hendi. Meðvitaðir ráða-
menn skipta sköpum. Það er lykilatriði. X
32/4. tbl. / 2003 / vera