Vera - 01.08.2003, Qupperneq 45

Vera - 01.08.2003, Qupperneq 45
/ HAUS ströng á þessum reglum og hann hefur sætt sig við þær vegna þess að hann veit að þegar hann verður átján má hann gera það sem hann vill. Ég lem ekki börnin mín og ég öskra ekki á þau. Ég tala hinsvegar við þau af einlægni og reyni að fá þau til að skilja mitt sjónarmið. Ég segi þeim að mér leiðist að vera ein heima og mig langi að sjá þau og tala við þau áður en þau fara að sofa. Þau skilja að það er vegna þess að mér þykir vænt um þau.“ Amal býr enn í Kópavoginum ásamt þremur yngstu börnunum, en þau þrjú elstu hafa eignast sín heimili. Skyldi Amal geta ínryndað sér hvernig dagarnir verða þegar öll börnin eru farin að heiman og uppeldið verður ekki lengur stærsti parturinn af lífi hennar? Hún svarar þessu hlæjandi: „Átján ára dóttir mín er flutt að heiman, en hún hringir daglega til að spyrja nrig hvað sé í matinn og kemur síðan ef henni þykir það girnilegt. Blessuð vertu, ég losna aldrei alveg við þau!“ Framtíðin er tilhlökkunarefni. Þegar Anral hefur lokið námi langar hana að nýta menntun sína til að vinna áfram með konum og unglingum. „Sonur minn var erfiður á aldrinum 12-15 ára og í tengslum við það fór ég að íhuga hvort unglingar af erlendum uppruna leiddust frekar út í afbrot en íslenskir unglingar og þá hvers vegna. Eru afbrot þeirra ef til vill af öðrum rótum runnin? Hefur menningar-munur eitthvað með þetta að gera? Ég iða í skinninu að rannsaka svo ótal margt sem tengist innflytjendum á fslandi." f tengslum við þennan áhuga fór Arnal ásamt hópi kvenna á ráðstefnu til Malmö í vor á vegum Fjöl- menningar þar sem umræðuefnið var fjölmenning og það sem gerist þegar mismunandi menningarheimar skarast í einu samfélagi. „fslendingar eru bara íslendingar," segir hún. „En við útlendingar erum svo margskonar. Við erum Arabar, Tælendingar, Pólverjar eða Spánverjar og við erurn frábrugðin íslendingum, en við erum líka frábrugðin hvert öðru. Ekki verður einungis að taka tillit til kynþáttar þegar það er skoðað, heldur líka kyns. Við konur erum í neðsta þrepi innflytjenda - við erum síðastar til að fá vinnu og við fáum lægstu launin. Ráðstefnan í Malmö var virkilega fróðleg og í kjölfar hennar kviknaði sú hugmynd að stofna félag íslenskra kvenna af erlendum uppruna. í þeim félagsskap viljum við geta borið saman bækur og stutt hver aðra í því að vinna að okkar sjálfsögðu réttindamálum. Ég vona að félagið verði til vegna þess að ég hef fundið að nrargar aðfluttar konur eru á sama máli og ég: Við viljutn ekki vera útlendingar á jaðri samfélagsins um alla framtíð. Við viljum gera okkar besta til að aðlagast íslenskri menningu og jafnframt miðla íslendingum af okkar menningu, svo að við verðum öll ríkari eftir.“ X SPENNANDI NÁMSKEIÐ Amal Tamimi heldur námskeið um konur og íslam Menningarfærni fyrir erlendar konur á íslandi fslam er eitt af fjölmennustu trúarbrögðum heims. I löndum múslíma hefur karlveldið notfært sér trúarbrögðin til að kúga konur, rétt eins og gert hefur verið I öðrum trúarbrögðum. Amal tekur sérstaklega fyrir staðalmyndir sem eru algengar á Vesturlöndum um múslíma og stöðu kvenna í samfélögum múslíma. Mannleg samskipti á Islandi eru í mörgu ólík því sem gerist í öðrum menningarheimum. Það getur komið sér vel að vita hvernig framkoma er eðlileg og viðurkennd í íslensku samfélagi Námskeiðið verður haldið laugardaginn 1. nóvember kl. 13:00- 16:00 í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð Amal fjallar einnig stuttlega í máli og myndum um átök í samtímanum milli múslíma og hins vestræna heims. Kennarar Amal Tamimi, Helga Guðrún Loftsdóttir, Ingibjörg Hafstað. Námskeiðið verður haldið laugardagana 18. og 25. október 2003 kl. 11:00-15:00 f Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Verð 700 kr. Skráning í síma 511 1319. Boðið verður upp á léttan palestínskan málsverð. Verð: 1000 kr. Skráning og nánari upplýsingar í s. 511 1319 og 552 6310. Fjölmenning • Kvennagarði • Laug avegi 59 • 4. hæð • sími 511 1319 vera / 4. tbl. / 2003 / 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.