Vera - 01.08.2003, Page 46

Vera - 01.08.2003, Page 46
»í þessari grein verður leitast við að draga upp mynd af fisk- vinnslukonunni, hver staða hennar er og hvernig hún hefur breyst með nýrri tækni og aðstæðum. Einnig verður fjallað um ímynd fiskvinnslunnar og þeirra sem þar starfa. Að lokum verður fjallað um menntunarmálin, þá möguleika sem konur innan fiskvinnslunnar eiga til frama á vinnustað og hvað er til ráða. Ljósmyndir: Myndrún Teikningar: Gísli J. Ástþórsson 4 Konur hafa alltaf verið virkir þátttakendur í atvinnulífi þjóðarinnar, hvort sem var til sjávar eða sveita. I bók Herdísar Helgadóttur „Úr fjötrum - íslenskar konur og erlendur her" fjallar hún um aðstæður kvenna og atvinnumöguleika þeirra á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þar kemur m.a. fram að helsta launavinna kvenna framan af öldinni, fyrir utan vistirnar og eyrarvinnuna, hafi verið við verkun á saltfiski en söltun var algengasta geymsluaðferð á fiski ásamt þurrkun (skreið) áður en frysting kom til sögunnar. Saltaður og/eða þurrkaður fiskur var því helsta útflutningsvara okkar um langt skeið. Aðal vertíðin var á útmánuðum, eða frá síðari hluta janúar. Saltfiskurinn var flattur, síðan vaskaður og svo saltaður ( stafla eða stæður. Aðbúnaður kvennanna var oft hörmulegur þar sem þær stóðu við að vaska fiskinn úr (sköldu vatni ( óupphituðu húsnæði eða á opnum fjörukambi. Á sumrin var fiskurinn rifinn upp úr stæðunum, breiddur út og sólþurrkaður. Við fiskbreiðsluna unnu karlmenn, unglingspiltar og konur hlið við hlið. Konur höfðu framan 46 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.