Vera - 01.08.2003, Page 47

Vera - 01.08.2003, Page 47
af helmingi lægri laun en karlarnir. Þegar tæknin fór að aukast varfiskþurrkunarhúsum komið upp.Vinnan þarvar erfiðisvinna sem gat verið hættuleg. Vinnuaflið var aðallega konur. Við síldarsöltun, sem varð mikilvæg atvinnugrein snemma á síðustu öld, voru konur drjúgur vinnukraftur. Söltunin var hinsvegar tarnavinna sem fór einkum fram á sumrin á tilteknum stöðum á landinu. Þegar síldin var annars vegar var ekki á vísan að róa. Þegar hún gaf sig til gátu bæði sjómenn og söltunarstúlkur hins vegar haft rífandi tekjur. Þess vegna var síldarvinnan vinsæl og fólk ferðaðist til síldarbæjanna til að taka þátt í ævintýrinu. Síldin hafði á sér rómantískan blæ og síldarstúlkurnar líka. Fiskvinnslukonan eina, sanna í vitund þjóðarinnar er fiskvinnslukonan þó líklega helst sú sem vinnur í frystihúsi eða því sem kölluð er hefðbundin fiskvinnsla. Frystihús ruddu sértil rúms þegar líða tóká 20. öldina og urðu jafnan stórir kvennavinnustaðir þar sem konur sáu strax fra Uþphafi um snyrtingu og pökkun afurðanna, en snyrtingin, beina- og ormahreinsun, er enn þann dag í dag mannfrekasta starfið í fiskvinnslunni. Fiskvinnsla af þessu tagi varð líka stöðugri en áður hafði þekkst og konur réðu sig til starfa allt árið en ekki bara í törnum eða á vertíðum. Sfldin „hvarf" á sjöunda ára- tugnum og í kjölfarið tók við frekari upþbygging og áhersla á veiðar og vinnslu bolfisks. Núna er það þannig að mest er unnið af bolfiski (þorskur og ýsa fyrirferðarmest) í Reykjavík. Næst kemur Akureyri, síðan Grindavík og svo Vestmannaeyjar. Síldveiðar eru orðnar umtalsverðar aftur en nú hefur tæknin tekið við af mannshöndinni þar eins og annars staðar og miklu færri vinna við söltun en áður var þar sem vélar sjá um stóran hluta verksins. Margar konur hafa unnið tímabundið í fiski, ýmist sem sumarvinnu með skóla, með barnauppeldi og hús- móðurstörfum eða sem aðalstarf í nokkur ár. Vinnu- aðstæður fiskvinnslukvenna hafa tekið miklum breyting- um frá því þær stóðu fátæklega búnar við að vaska fisk í ísköldu vatni og öllum veðrum. Vinnutími hefur breyst eins og hjá öðru vinnandi fólki. Á fyrstu árum aldarinnar var vinnutíminn frá sex á morgnana til átta á kvöldin, með tveimur klukkutíma matarhléum og var unnið sex daga vikunnar. Það er ekki fyrr en 1930 að vinnudagurinn verður tíu stundir og nokkrir áratugir liðu til viðbótar áður en vinnuvikan varð fimm dagar. I dag er meðalvinnutími fiskverkafólks svipaður og hjá öðru verkafólki, eða um 43 stundir á viku. NÚNA ER ÞAÐ ÞANNIG AÐ MEST ER UNNIÐ AF BOLFISKI (ÞORSKUR OG ÝSA FYRIRFERÐARMEST) í REYKJAVÍK. NÆST KEMUR AKUREYRI, SÍÐAN GRINDAVÍK OG SVO VESTMANNAEYJAR Hún hafði 12 aura, hann 25 Launamunur karla og kvenna í fiskvinnslu hefur líka minnkað frá því hún hafði 12 aura á tímann en hann 25, þó þau ynnu sömu störf hlið við hlið. Það eru fyrst og fremst konur sem sjá um snyrtingu í fiskvinnslunni þó þær gangi í flest önnur störf einnig. Launamunur karla og kvenna virðist minni en almennt gerist ef horft er til heildar- launanna. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðu Kjararannsóknanefndar eru karlar í fiskvinnslu að meðaltali með um 170 þúsund krónur á mánuði en konur um 160 þúsund. Þetta eru meðallaun en heildarlaun fullvinnandi fólks eru hærri. Sérstakur snyrtibónus er líka greiddur í þeim húsum sem eru tæknivæddust og eitthvað er um yfirborganir til að halda í gott fólk. Fiskvinnsla er matvælaiðnaður, fyrst og fremst til útflutnings, og er í harðri samkeppni við annan erlendan matvælaiðnað. Matvælaiðnaður er almennt láglauna- iðnaður og miðað við harðnandi samkeppni við þau svæði þar sem vinnuafl er ódýrt má ætla að krafan um meiri tækni verði áfram vakandi og færri og sérhæfðari starfsmenn sinni þessari vinnu hér á íslandi. Meiri tækni og færri hendur Tækniþróun í fiskvinnslu og kaupaukakerfi (bónus) hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum og áratugum. Fiskvinnslufólki hefur fækkað jafnt og þétt, bæði vegna nýrrar tækni sem leysir mannshöndina af hólmi, aukinnar flutningatækni innan húsanna og betri vinnuaðstæðna sem stuðla að frekari afköstum hvers einstaklings og svo afkastahvetjandi kerfum. Þegar bónusinn var tekinn upp í kringum 1970 jókst framlegð frystihúsanna um helming. Það má velta því fyrir sér hvernig það gerðist því til að afköst fólksins gætu aukist svona mikið hlaut fleira að koma til. Þegar búið var að efna til samkeppni innan húsanna og konurnar sáu að þær gátu hækkað kaupið sitt svo og svo mikið með því að leggja meira á sig þá gerðu þær auðvitað líka meiri kröfur um betri þjónustu og vinnuaðstæður. Það hefur enda orðið mikil breyting á vera/4. tbl./2003/47

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.