Vera - 01.08.2003, Síða 64
/ FRÁ FEMÍNISTAFÉLAGI ÍSLANDS
VIÐ LEGGJUM ÁHERSLU Á SAMFÉLAGSLEGA
ÁBYRGO EN TIL ÞESS AÐ ÞAÐ GANGI ÞARF AÐ
DRAGA OFBELDIÐ ÚT ÚR SKÁPNUM OG
UPPLÝSA FÓLKUM ÞAÐ
heimi þar sem allt er falt. Aðrir sögðu
okkur heimskar og að við vissum
ekkert hvað færi fram innan dyra
Goldfinger.
Einn maður spurði hvort eigin-
menn okkar væru að kaupa okkur
þegar við strippuðum fyrir þá. Það
var að okkar mati ekki svo, nema
eiginmaðurinn þyrfti að borga fyrir
strippið. Þetta viðhorf er hinsvegar
umhugsunarefni, þ.e að gera ráð fyrir
því að konur haldi srippsýningar fyrir
eiginmenn sína. Sumir starfmenn
Goldfinger vildu kaupa merki fyrir alla
fjölskylduna og fannst ekkert athuga-
vert við að dætur þeirra og synir
bæru slfk barmmerki. „Við erum nú
öll að selja okkur," sagði einn. Annar
svaraði því, aðspurður hvort dóttir
hans væri til sölu, „jú, þegar hún giftir
sig er eiginmaður hennar að kaupa
hana á raðgreiðslum." Ungur piltur
mætti á svæðið og upplýsti okkur,
nokkuð þvöglu-mæltur, að konurnar
gerðu þetta af „fúsum og frjálsum
vilja."
Sjónvarpsvélin hræddi
Sjónvarpið mætti á staðinn með
myndatökuvél. Það var mjög sláandi
að sjá dansarana sem voru að mæta
til vinnu sinnar snúast á hæli og taka
fyrir andlit sitt um leið og þær komu
auga á myndavélina. Þessar sömu
konur og dansa berar og brosandi
uppi á sviði fyrir framan fréttamenn,
þessar sömu konur og völdu þessa
vinnu af „fúsum og frjálsum vilja",
þessar sömu konur og fá „gríðarhá
laun fyrir að gera það sem þeim
finnst gaman," þessar sömu konur og
eru svo „stoltar af vinnunni sinni". Já,
þessar sömu konur sneru við í upp-
námi þegar þær sáu myndatöku-
vélina.
Dans þeirra fyrir myndatökumenn
fréttastofanna er víst samnings-
bundinn. Hvert var þeirra val þegar
þær fengu að ráða? Það var að fela
sig. Við þurftum að ræða við frétta-
manninn og biðja hann að taka ekki
myndiraf dönsurunum þvívið vorum
ekki komnar þangað til að sýna þær,
við vorum komnar til að vekja athygli
á kúnnunum. Þærhlupu inn um aðrar
dyr lengra frá myndavélinni enda
treystu þær okkur ekki, sem mér
finnst ekki skrýtið.
Einnig var forvitnilegt að sjá
leigubíla fulla að karlmönnum snúa
við í snarheitum og farþegana taka
fyrir andlit sitt þegar þeir sáu
sjónvarpsvélina. Ætli þetta hafi verið
þessir sömu menn sem segja ekkert
eðlilegra en að fara á „strippstaði"?
Af hverju voru þeir að fela sig? Er
einhver skömm að því að stunda
þessa staði?
Fimm barna faðir mætti á svæðið
og lýsti því hróðugur að hann hefði
keypt konur um allan heim. Hann
keypti merki og boli sem á stóð
„Vændi er ofbeldi" fyrir tíu þúsund
krónur.
Kona nokkur skyldi ekkert í því að
við vildum ekki að eiginmenn okkar
færu á slíka staði. „Það er bara ekkert
traust í sambandinu," voru hennar
orð. Þessi sama kona upplýsti okkur
um það að sex ára gömul dóttir
hennar ætlaði að verða nektar-
dansmey og henni fannst það frábær
ákvörðun. Okkur fannst hinsvegar
skrýtið að sex ára gamalt barn vissi
hvað nektardansmey er.
Mikið var af forvitnu fólki sem
gerði sér rúnt í Kópavoginn bara til að
skoða hvað við værum að gera. Sumir
stoppuðu og spjölluðu við okkur og
var það hið besta mál. Nokkuð var um
að ungir menn kæmu bara til að
kaupa merki og stuða okkur en
ákvæðu svo, eftir að hafa rætt við
okkur, að kaupa frekar bol með
„Vændi er ofbeldi" áletruninni. Það
þótti okkur skemmtilegt. Síðasti
kúnninn sem við buðum merki sagði
okkur ómerkilegar. Við gáfum
dyravörðum staðarins boli og
héldum svo heim á leið með 14.500
krónur í gróða. Ágóðinn rennur í
Kristínarsjóð en öliu sem safnast í
Krístínarsjóð er varið til að hjálpa
vændiskonum á íslandi að komast út
úr vændinu.
Tölulegarstaðreyndir
• Þriðja hver kona í heiminum verður fyrir ofbeldi.
• 23% stúlkna og 8% drengja eru misnotuð sem börn.
• Þegar kynferðislegt ofbeldi á sér stað eru ofbeldismennirnir í allt að 99% tilvika karlar og
þolendur oftast konur og börn.
• 92,2% þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2002 lýsa skömm sem einni af afleiðingum
kynferðislegs ofbeldis og 80% lýsa sektarkennd. 58% hafa haft sjálfsvígshugleiðingar.
• 8,3% nauðgana sem komu inn á borð Stígamóta árið 2002 voru kærðar til lögreglu.
• 2,3% nauðgana sem komu inn á borð Stígamóta árið 2002 enduðu með dómi, sum málanna
voru þó enn í vinnslu þegar ársskýrlan var gefin út.
64 / 4. tbl. / 2003 / vera