Vera - 01.08.2003, Side 72

Vera - 01.08.2003, Side 72
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Menning, umgjörð og umhyggja Evrópuverkefni um möguleika karla og kvenna til foreldraorlofs »Taka evrópskir feður fæðingar- og foreldraorlof og þar með þátt í umönnun barna sinna? Hvaða áhrif hefur löggjöf um fæðingar- og foreldraorlof á það hvernig foreldrum tekst að samræma fjölskyldulíf og atvinnu? Hvað geta Evrópuþjóðir lært hver af annarri í þessum efnum? Spurningum sem þessum er leitast við að svara í Evrópuverkefninu Menning, umgjörð og umhyggja - möguleikar karla og kvenna til foreldraorlofs (Culture, custom and caring - Mens's and Women's Possibilities to Parental Leave) sem Jafnráttisstofa leiðir og vinnur í samstarfi við rannsóknastofnanir hér á landi, í Noregi, Þýskalandi og á Spáni. Verkefnið hlaut styrk frá Evrópusambandinu haustið 2002. Áætlaður kostnaður er um 25 milljónir og nemur styrkurinn um 80% kostnaðar. Gert er ráð fyrir að verkefninu Ijúki á fyrri hluta árs 2004. 72 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.