Vera - 01.10.2004, Qupperneq 6

Vera - 01.10.2004, Qupperneq 6
HVAÐ KEMUR ÞÉR í JÓLASKAP? » VERA fékk nokkrar konur til að lýsa því hvernig þær kom- ast í jólastemningu. Margar konur hafa létt af sér byrðum sem kváðu á um smákökubakstur, hreingerningar, saumaskap og annan myndarskap fyrir jólin. Jólin koma samt og þeim fylgja töfrar sem gott er að fanga og fylla sig af. EyJódfisdóttÍK-, {jyr-r-u-wandi'sdódcLstJór-i Bortfarbodtss&óda otj sta/ýsttraóur íittcKntaiuá.daráSaKe-^tiita Jólin koma að innan? í október er byrjað að kynda undir jólastemmingu með auglýs- ingum. Fólki er bent á þénugar jólagardínur og snilldarlega skrifaðar jólabækur. Ég fer í vandlætingarham og mótmæli því að jólahátíðin sé útvötnuð með þessum hætti. Á þessu mót- þróatímabili verð ég hálfgerður Trölli sem stal jólunum og horfi með fýlusvip á stúss hinna. Ég einset mér að líta ekki á jóla- auglýsingar og gæta þess að láta ekki fallerast og fara í jóla- skap. Jólagardínur eru bara fyrir þær húslegu og hefðbundnu og jólabækurnar eru sjálfsagt óttalegt léttmeti. Nei, í ár skulu hófsemi og ró einkenna mitt jólahald, gjafir vera í lágmarki og engin bók keypt. Þetta hugarástand ríkir fram í desember. Fyrsta sunnudag í aðventu kíki ég samt í geymsluna. Efst í jóladótinu er aðventu- kransinn fallegi sem samstarfsmaður minn bjó til um árið úr smíðajárni. Ég skreyti kransinn, set á hann kerti og um kvöldið er kveikt á einu þeirra. Við kertaljósið gerist eitthvað í hugar- heimi Trölla. Hann mýkist allur upp og hrífst af nálægð jólanna. Næsta virki fellur þegar hann rekst óvart á jólagardínurnar og sér hvað þær eru Ijómandi rauðar og hvað birtan verður falleg gegnum þær. Svona kemur jólastemmingin til mín, fyrst hægt en sækir svo æ fastar á. Hún vekur mann í dögun, hún seytlar inn milli svefns og vöku, hún fylgir manni allan daginn og á kvöldin er skrifað á blað hvað á að kaupa, hvað á að baka, hvað á að gefa, gera. Hún nýtur jólalaganna, hún æsist upp við snjókomu og myrkur, hún nærist á minningum frá bernskujólunum; hún tekur hug manns allan. Að lokum er uppgjöfin alger; hugurinn snýst um jólin, hann er altekinn gjafmildi og kaupgleði; inn- kaupakarfan fyllist af bókum, varnirnar falla. Trölli er kominn til manna. Svo hringja klukkurnar inn hátíðina, ástvinir faðmast með óskum um gleðileg jól og aftansöngurinn fullvissar þá um að í dag sé glatt í döprum hjörtum. Þá gerist skyndilega eitthvert undur. Jólastemmingin sem hefur læðst að mér og eflst og aukist með hverri innkaupaferð, tekur á sig nýja mynd og breytist úr umgjörð í inntak. Skyndi- lega víkur allt hið ytra fyrir raunverulegri jólastemmingu, ein- hvers konar upphafningu hugans. Hátíðin er komin, hún kemur hvort sem við undibúum hana meira eða minna. Jólin koma, hljóð og góð, því þau eru innra með okkur. Hughrifin koma, jólanóttin kemur með frið og íhugun. Gleðin kemur, gleðin yfir nýju lífi og þeim hugsjónum sem fæðing lítils barns fyrir 2000 árum færði okkur. Þakklætið kemur og vonin kemur og auð- mýktin kemur gagnvart því mikla og stóra sem við skiljum ekki en hljótum að lúta. Og framundan er hækkandi sól. SíK-a dfUðíJ'ÖKIf' (Já/oaKKCsdáttÍK, /OK-cstur á SaaðárdK-óíi Komin inn í vonina Litlu stelpurnar tvær hlupu samsíða eftir ganginum. „Komdu, komdu það er að koma,” sögðu þær hvor við aðra, lafmóðar á hlaupum og hentust inn í her- bergið. Þegar þær höfðu náð andanum sagði önnur : „Nú er þetta allt í lagi, nú erum við komnar inn í vonina.” Um daginn, þar sem ég sat einu sinni sem oftar fyrir framan

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.