Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 28
/ AÐ UTAN / GUÐRÚN HARALDSDOTTIR MAMA MITI -Konan sem neitar að láta segja sér fyrir verkum » Wangari Maathai, keníska baráttukonan sem hlýtur friöarverölaun Nóbels í ár, fagn- aöi tíðindunum um verölaunin með því að gróðursetja tré og hvatti aöra til aö gera hiö sama: „Tökum höndum saman. Þvílíkan alheimsskóg sem viö mundum skapa.”1 í Kenýa er Maathai þekkt undir nafninu Mama Miti, eöa trjámóðirin. Hún er fyrsta konan frá Afr- íku og fyrsta baráttumanneskjan fyrir umhverfismálum til aö hljóta friðarverðlaun Nóbels. í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar segir aö Maathai hljóti verðlaunin fyrir heil- steypta sýn sína á sjálfbæra þróun, sem feli í sér umhverfisvernd, þróun lýðræðis og viröingu fyrir mannréttindum og réttindum kvenna, sem allt séu skilyrði fyrir friði í heim- inum. Undir þetta sjónarhorn nefndarinnar tók Kofi Annan aöalritari Sameinuðu þjóö- anna í fréttatilkynningu 8. október þar sem hann óskar Maathai til hamingju meö þessa mikilvægu viöurkenningu. En hver er þessi kona? Wangari Muta Maathai fæddist í Nyeri héraði í Kenýa árið 1940. Hún stundaði nám í líffræði í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kenýa og varð fyrsta konan í Mið- og Austur Afríku til að hljóta doktorsgráðu árið 1971. Hún varð dósent í dýralækning- um og deildarforseti dýralækningadeildar Nairobi háskóla í Kenýa á árunum 1976-77 og varð einnig fyrsta konan í þeim hluta Afríku til að gegna slíkum stöðum. Maathai er fráskilin, þriggja barna móðir sem hefur um áratuga skeið verið at- kvæðamikil í kenísku þjóðlífi og setið í nefndum á vegum ým- issa alþjóðlegra stofnana, þ.á.m. í ráðgjafanefnd Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnun. Árið 1977 stofnaði Maat- hai kvennahreyfingu í Kenýa sem hún nefndi Grænabeltishreyf- inguna og er markmið hennar að vinna gegn eyðingu skóga og auka pólitíska þátttöku almennings, einkum fátækra kvenna. í upphafi var hlegið að hugmyndum hennar um að ómenntaðar þorpskonur gætu orðið mikilvægt afl í umhverfisvernd landsins en Grænabeltishreyfingin þróaðist fljótlega í kröftuga grasrót- arhreyfingu sem nú starfar víða í Afríku og hefur staðið fyrir 28 / 5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.