Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 45

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 45
Það átti að tala um hjónabandið og ég hugsa að hann hafi viljað fá mig af því ég var ekki gift. Ég neitaði að koma nema sem formaður Pipar- meyjafélags Reykjavíkur og nágrennis, skammstafað PRON. í fram- haldi að þessu kom nafnið mitt á skjánum með þessum titli og það fara að elta mig blaðamenn og vilja taka við mig viðtöl komu þarna á undan, sérstaklega vegna þess að þetta voru svo ungar stelpur. Öll kvennabarátta er af hinu góða en ég vildi svo sannarlega sjá hana öflugri og þá er ég ekki síst að hugsa um láglaunakonur og konur sem ekki hafa menntun. í fréttum um daginn kom fram að konur hafa 62% af launum karla hér á landi, þetta hefur ekkert lagast. Ennþá er verið að skoða og kanna og ekkert breytist. Ég man ekki ná- kvæmlega hver hlutföllin voru fyrir 30 árum en það hefur fjandakornið ekkert gerst. Mínar jafnréttishugmyndir ganga ekki bara út á að konur verði þingmenn eða borgarstjórar eða fái „karlalaun” fyrir „karlastörf”, heldur að hefðbundin kvennastörf séu metin og virt. Það hefur ekki gerst og ég leyfi mér að fullyrða að munurinn hafi aukist. Það er verið að borga konum á besta aldri, ófaglærðum starfskonum á sjúkrahúsum og þeim sem vinna við umönnun aldraðra eða sjá um börnin, svona 104 til 110 þúsund krónur á mánuði. En heldurðu ekki að konur á besta aldri séu orðnar verðmætasti starfskraft- urinn af því þær fara ekki í fæðingaror- lof? Ég veit það ekki, þær njóta þess alla vega ekki í hefðbundnum kvennastörfum. Ég var svo barnaleg að halda alltaf að okkur væri öllum alvara í því að bæta kjör kvenna. Skömmu eftir að R-listinn komst til valda, þar sem í voru leifarnar af Kvennalistanum og náttúrulega Alþýðu- bandalaginu, var sjúkraliðaverkfall. Mér datt ekki annað í hug en að R- listinn, nteð göntlu vinkonurnar mínar úr Rauðsokka- hreyfingunni innanborðs, myndi grípa þetta tækifæri til að endurmeta hefðbund- ið kvennastarf, búinn að ryðja burt íhald- inu eftir öll þessi ár. Nú hélt ég að yrðu breytingar. En R-listinn hélt alveg að sér höndum. Hjördís, ert þú piparmey nr. 1 á Is- landi? Formaður Piparmeyjafélags íslands, já. Það byrjaði nú þannig að verið var að halda einhverjar piparsveinahelgar á Akur- eyri senr voru mikið auglýstar. Við fórum að fíflast nreð það nokkrar að stofna pipar- meyjafélag og vekja sömu athygli. Vegna persónulegra hagsmuna hafði ég notað þetta talsvert. Það var nú þannig þegar ég var yngri að ef ég þurfti að leita ásjár, t.d. á bílaverkstæði, þá fór ég í svarta jakkann, setti á mig varalit og gerði mig svolítið fákunnandi eða kannski frekar hjálparvana og það virkaði. En svo varð ég fyrir því að ég óx upp úr svarta jakkanum og þá fór mér að duga svo skolli vel að segja: „Hvað heldurðu að ég skilji þetta, miðaldra pipar- mey,” og fékk undantekingarlaust alveg frábæra þjónustu, var bara borin á hönd- um. Kannski er þetta vorkunnsemi við hjálparvana, miðaldra konur sem ekkert kunna og ekkert geta. Ég nota þetta alveg hiklaust enn. En þetta með félagið, það kom til vegna þáttar í sjónvarpinu sem Ævar Kjartansson stýrði. Það átti að tala um hjónabandið og ég hugsa að hann hafi viljað fá ntig af því ég var ekki gift. Ég neitaði að koma nema sem formaður Piparmeyjafélags Reykja- víkur og nágrennis, skammstafað PRON. í framhaldi að þessu kom nafnið mitt á skjánum með þessum titli og það fara að elta mig blaðamenn og vilja taka við mig viðtöl. Ég veitti Mogganum viðtal og þeir vildu fá myndir af fundi hjá Piparmeyjafé- laginu. Ég hóaði saman nokkrum konum í hádegismat á Sögu. Á sama tíma var þar Norðurlandaráðsþing og helstu ráðherrar Norðurlandanna á næstu borðum. Svo kemur ljósmyndari og tekur fullt af mynd- um af okkur en virðir ráðherrana ekki við- lits. Þegar við erum að fara spyr fréttamað- ur útvarps hverjar við séum og þegar við sögðumst vera Piparmeyjafélag Islands var svarað: „Nei í alvöru, hverjar eruð þið?” Þetta fór af stað sem grín en svo hringdu í mig fullt af konum og þökkuðu mér fyrir. Konur sem voru ógiftar upplifðu að það væri verið að breyta ímynd piparmeyja á jákvæðan hátt. Svo hringdu aðrar og vildu ganga í félagið, vildu leggja sitt af mörkum. Þannig að svona óvart þá varð þetta heil- mikil piparmeyjapólitísk aðgerð. í félaginu eru fráskildar konur og allavega konur, því okkur í Piparmeyjafélaginu finnst þetta ekki spurning um fortíð heldur um við- horf til þess að vera ein. Og það er allt í lagi að vera ein, þú ert alveg licil þótt þú sért ein. Við höfum ekkert á móti karlmönnum eða hjónabandinu en höfum valið það að vera einar. Við erum ekki konur sem eng- inn hefur viljað eiga. Mér finnst að ég hafi heyrt að þú vær- ir leikritahöfundur, er það rétt? Ég tók þátt í öðruvísi jafnréttismálum í Reykjavík og var með í áhugaleikfélaginu Hugleik, en tilgangurinn var að aðrir en bara lærðir leikarar fengju að leika í Reykjavík eins og úti á landi. I samvinnu við aðra hef ég skrifað a.m.k. sex leikrit. Ég hripa niður hugmyndir en er löt að full- vinna og þarf því aðhaldið sem það veitir að vinna í hópi. Að taka þátt í áhugaleik- húsi er ólýsanlega skemmtilegt og jafn- framt leið til að koma ákveðnum hlutum á framfæri. Að lokum, hvað liggur þér þyngst á hjarta? Það er hvað staða kvenna hefur lítið breyst, efnahagsleg staða þcirra hefur lítið eða ekkert lagast og hefðbundin kvenna- störf eru jafn vanmetin og áður, ef ekki ennþá minna metin, a.m.k. ef maður horf- ir á hvað launamunurinn hefur aukist. Konur ganga kaupum og sölum, klám og ofbeldi veður uppi. Kvennabaráttan hefur fleytt fullt af konum í valdastóla án þess að það hafi skilað sér á nokkurn hátt til kvenna almennt. Fjölgun kvenna á Alþingi og í ráðherrastólum hefur engu breytt. Ég sé það ekki sem neinn áfanga í kvenfrels- isátt að konur komist í aðstöðu til að standa að vondum ákvörðunum. Það var jú sagt í Rauðsokkahreyfmgunni í gamla daga að það breytti engu að setja brjóst á í- haldið, en það er helvíti hart að það breyti engu fyrir konur að koma rómuðum kvennabaráttukonum til valda. Nú svo er auðvitað sorglegra en orð fá lýst hvernig þessir Kanadindlar hafa gert fsland að þátttakanda í árásarstríðum, bæði í Júgóslavíu og írak. Það er bara hræðilegt og mesta niðurlæging íslensku þjóðarinnar svo lengi sem ég man.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.