Vera - 01.10.2004, Page 29

Vera - 01.10.2004, Page 29
I Kenýa hefur Maathai alltaf verið umdeild, bæði fyrir bjargfasta trú sína á réttindi kvenna til að láta til sín taka í þjóðfélagsmálum og vegna þess að í Kenýa er trjárækt og verndun skóga langt frá því að vera saklaus tómstunda- iðja. Sagt er að fýrrverandi eiginmaður Maathai hafi fengið skilnað á þeim forsendum að hún væri of menntuð, of sterk, of happasæl, of þrjósk og of erf- ið að stjórna. gróðursetningu á um 30 milljónum trjáa. Fyrir störf sín að um- hverfismálum og baráttu fyrir málefnum fátækra í Kenýa hefur Maathai hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal afrísku leið- togaverðlaun Sameinuðu þjóðanna árið 1991 og heiðursdokt- orsgráðu við Yale háskóla árið 2004. Grasrót Grænabeltis- hreyfingarinnar hefur verið sterkur bakhjarl fyrir Maathai I póli- tískri baráttu hennar og átti m.a. þátt í að endurheimta fjöl- flokka pólitískt kerfi í Kenýa árið 1992 og frjálsar kosningar I landinu árið 2002. í þeim kosningum var Wangari Maathai kos- in á þing fyrir heimahérað sitt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og hefur frá árinu 2003 gegnt embætti aðstoðarum- hverfisráðherra Kenýa. Óhrædd við að mótmæla í Kenýa hefur Maathai alltaf verið umdeild, bæði fyrir bjargfasta trú sína á réttindi kvenna til að láta til sín taka í þjóðfélagsmál- um og vegna þess að í Kenýa er trjárækt og verndun skóga langt frá því að vera saklaus tómstundaiðja. Sagt er að fyrrver- andi eiginmaður Maathai hafi fengið skilnað á þeim forsendum að hún væri of menntuð, of sterk, of happasæl, of þrjósk og of erfið að stjórna. Víst er að Maathai er sterk kona og lætur fátt aftra sér frá því að berjast fyrir hugsjónum sínum. Hún hefur oft lent í alvarlegum útistöðum við kenísk stjórnvöld en er frægust fyrir að standa fyrir mótmælum sem komu í veg fyrir byggingu skýjakljúfs í stærsta almenningsgarði Nairóbí borgar, Frelsis- garðinum (Uhuru Park), snemma á tíunda áratugnum. Bygging- in hefði eyðilagt garðinn og kostað um 200 milljónir bandaríkja- dollara sem Maathai taldi skynsamlegra að nota til að auka menntun í landinu, bæta fæðuöryggi og aðgang almennings að heilsugæslu. Sem leiðtogi mótmælanna varð Maathai að sæta opinberum niðurlægingum, barsmíðum og fangelsun og varð um tíma að flýja land vegna ofsókna. Nokkrum árum síðar komst hún aftur í heimsfréttirnar þegar henni og Grænabeltis- hreyfingunni tókst að koma í veg fyrir að kenísk stjórnvöld seldu einkaaðilum Karuru skógarsvæðið nálægt Nairobí undir byggingaframkvæmdir. Sú barátta kostaði þriggja daga óeirðir í borginni þar sem ofbeldi óeirðalögreglunnar gegn mótmæl- endum vakti heimsathygli og aflaði málstaðnum víðtæks stuðnings, m.a. frá aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Pólitískir andstæðingar Maathai hafa beitt ýmsum ráðum til að reyna að þagga niður í henni. Þegar baráttan gegn eyði- leggingu Uhuru garðs stóð sem hæst lýsti þáverandi forseti landsins, Daniel arap Moi, Maathai sem brjálaðri konu sem væri ógn við öryggi landsins. Ráðherrar kölluðu hana óvætti og fávísa leikbrúðu erlendra afla. Einn þingmaður hótaði að láta umskera hana ef hún stigi fæti inn í kjördæmið hans. Jafnvel kvennasamtök tengd stjórnvöldum hafa úthrópað Maathai fyr- ir að vanhelga ‘hefðir’ Afríku með ‘ókvenlegri’ hegðun og þvl hefur verið lýst yfir að hún hafi ekki siðferðilegan rétt til að láta til sín taka í þjóðfélaginu þar sem hún sé fráskilin kona. Hlustar á sína innri rödd Það vekur athygli hve oft gagnrýni á Maathai hefur byggst á að gera lítið úr kvenleika hennar og hún hefur viðurkennt að það taki á að verða fyrir sllkum árásum - en bætt við að það muni aldrei þagga niður í henni. í viðtali árið 1991 var hún spurð að því hvernig hún finni styrk til að halda alltaf áfram þrátt fyrir svo kröftugan mótbyr og hún svaraði: „Það er eitthvað í mér sem segir mér að eitthvað sé að og að ég þurfi að gera eitthvað í því. Ég held að ég myndi kalla það minn innri Guð. Við höfum öll Guð innra með okkur og Guð er sá kraftur sem sameinar allt líf, allt á þessari jörð. Það hlýtur að vera þessi rödd sem hvet- ur mig til að gera eitthvað í málunum, og ég er sannfærð um að sama röddin talar til allra sem búa á þessari jörð.J leit minni að réttu leiðinni hef ég oft hrasað og fallið. ‘Af hverju?’ hef ég þá spurt sjálfa mig. Nú tel ég að ég hafi alltaf verið á réttri leið, einkum með Grænabeltishreyfinguna, jafnvel þó að fólk hafi keppst við að segja mér að ég ætti ekki að fást um starfsframa, að ég ætti ekki að brýna raust mína, að konur eigi að lúta valdi yfirboðara. Að ég þurfi að vera einhver önnur en ég er. Að lok- um sá ég að ef það var eitthvað sem ég vildi gera yrði ég bara að láta slag standa hvað sem aðrir segðu. [Ég sá] að ég var allt í lagi eins og ég var. Að það er í lagi að vera sterk.”" Wangari Maathai og grasrótarhreyfingin hennar eru afger- andi sönnun um að baráttan gegn eyðingu skóga og upp- blæstri lands í heiminum snýst ekki bara um að planta trjám heldur einnig að bjóða valdamiklum pólitískum og efnahags- legum öflum birginn. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna valið á Maathai sem friðarverlaunahafa Nóbels og spurt um tengsl umhverfisverndar og friðar í heiminum. Maathai sjálf er ekki í vandræðum með að svara slíkri gagnrýni og bendir á að póli- tískur óstöðugleiki og stríð i Afríku séu gjarnan tengd baráttu um þverrandi auðlindir álfunnar, og það að stöðva eyðilegg- ingu þessara auðlinda sé þannig ein leið til að draga úr líkum á átökum og stríði. í þessu samhengi er hægt að minna á að margir telja að yfirstandandi stríð í írak tengist einmitt átökum um náttúrulega auðlind, olíuna. Nú hafa friðarverðlaun Nóbels gefið Wangari Maathai aukinn trúverðugleika og ákveðna póli- tíska vernd í heimalandi hennar. Sagt er að hún muni m.a. nota þessa nýju stöðu til að berjast gegn þrýstingi á Afríku að taka við erfðabreyttum matvælum í formi þróunar- og neyðarhjálpar. Helstu heimildir: www.nobelprize.org www.un.org www.guardian.co.uk www.bbc.co.uk www.context.org www.greenbeltmovement.org i The Guardian Weekly November 12-18 2004, bls. 32. ii In Context: A Quarterly of Humane Sustainable Culture #28, vor 1991, sem finna má á vefsíðunni www.context.org. vera / 5. tbl. / 2004 /

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.