Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 39

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 39
„Þetta byrjaði allt í desember 2001 en þá héldum við tíu konur við Kennaraháskólann lítinn aðventufund,” segir Steinunn sem er greindarleg kona á miðjum aldri með prakkaralegt og smitandi bros. „Við Arna Jónsdóttir, samstarfskona mín, höfðum oft rætt um stöðu jafnréttismála innan Kennaraháskólans og utan og fannst kominn tími til að hóa saman þeim konum við stofnunina sem við töldum okkar vita að deildu áhuga okkar á jafnréttismál- um. Þetta varð mikill hugarflugsfundur, við bárum saman bækur og miðluðum reynslu okkar af því að fjalla um jafnréttismál í kennslu og fræðastörfum og af því að vera konur í akademíunni. I framhaldi af þessum „neista” hittumst við nokkrum sinnum á ár- inu 2002.” Vanlíðan drengja - óvirkni stúlkna Þetta frumkvæði Steinunnar varð til þess að samstilltur hópur kvenna á breiðu aldursbili ákvað að bjóða þverfaglegt valnámskeið „Kyngervi, menntun og lífsstíll” sem kennt var á vormisseri 2004 í KHÍ. Eftir talsvert þróunarstarf varð námskeiðslýsing til og styrkti Kennsluþróunarsjóður KHl verkefnið og varð það aðstandendum þess bæði hvatning og viðurkenning. Þórdís tók að sér umsjón námskeiðsins en á því kenndu níu konur og sumar kauplaust, ein- ungis af áhuga. Þau 30 pláss sent í boði voru á námskeiðinu fyllt- ust fljótt en eftir fyrstu kennslustundina, þar sem Þórdís ræddi um uppruna kynjafræðinnar, strunsuðu nokkrir kvennemendur beint inn á skrifstofu Nemendaskrár skólans til að „skrá sig úr þessu femínistakjaftæði”. Fljótlega kom í ljós að margir höfðu skráð sig á námskeiðið vegna þess að þeir töldu að fjallað yrði um hvernig mætti koma ungum skóladrengjum til bjargar því rannsóknir sýndu að þeim liði illa í skóla. Þórdís er skelegg, rökföst og virðist búa yfir góðri þekkingu á rannsóknum og fræðum tengdum kennslu. Hún telur að það sé minna talað um stúlkur og líðan þeirra í skólum heldur en líðan drengja. I íslenskum skólum eru drengir í meirihluta þeirra barna sent njóta sérkennslu, líklega um 70-80%. En hugsanlega eru vandamál stelpna öðruvísi en vandamál drengja og rná þá nefna í því sambandi að óvirkni, sem er andstæða ofvirkni, gæti hrjáð stelpur án þess að eftir því sé tekið vegna þess að þær eru oftar stilltari í skóla en drengir. Segja má að stelpur rekist betur í skóla vegna þess að þær eru síður til vandræða. Þær fá hrós fyrir að vera prúðar og iðnar þegar þær standa sig vel en drengir í sömu stöðu fá hrós fyrir að vera klárir. Tungumálið hefur mótandi áhrif á hegðun barna. í stað þess að tala um að báðum kynjum líði illa í skóla, sem er verulegt áhyggjuefni út af fýrir sig, er sjónum meira beint að van- líðan drengja. Þetta var þó ekki efni sem nemendur á námskeiðinu völdu sér til umfjöllunar. Nemendur köfuðu í efni eins og fæðing- arorlof feðra, birtingarmynd kvenna og karla í fjölmiðlum, kynjað tungumál, upplýsingatækni og kyngervi, konur í vísindum og skólum, ólíka hollustuhætti og hreyfingu kynjanna, klámvæðingu í tónlistarmyndböndum og fleira. Að sporna við staðalímyndum Námskeiðinu luku 20 konur og einn karl. I mati nemenda á því kom fram að flestir töldu námskeiðið mjög gott og margir töldu að auka þyrfti vægi kynjafræðinnar í almennu kennaranámi. Þórdís segir að nemendum hafi stundum þótt erfitt að horfast í augu við blákaldan veruleikann í sambandi við misrétti í þjóðfélaginu en það hefur reyndar einnig gerst á öðrum námskeiðum um kvenna- vinnustaði á vegum Símenntunar Kennaraháskóla íslands. „Rannsóknaniðurstöður um ólíka valdastöðu kynjanna valda stundum sársauka og vanmætti hjá þeimi sem ekki hafa kynnt sér kynjafræði, vegna þess að þær eru oft sláandi og enginn sökudólg- ur fyrirfmnst annar en boðberi tíðindanna. Ég minnist þess hversu undrandi ég var sjálf þegar ég sat mín fýrstu námskeið í kynja- fræðurn 1993. Við sem kenndum á námskeiðinu vorum ánægðar og það var okkur ómetanleg reynsla að hlusta hver á aðra kenna. Við töldum okkur læra mikið af því að heyra um jafnrétti út frá sjónarhorni mismunandi fræðigreina,” segir Þórdís. Hún segir að námskeið um áhrif kyngervis á nám, störf og lífs- stíl fólks (m.a. hvernig horfa má gagnrýnum augurn á námsefni) séu gífurlega mikilvæg í kennaramenntunarstofnunum. „Það er ekki síst mikilvægt að útskýra staðalímyndir fyrir börnum þannig að þau geti spornað við þeim. Nú eru að konta jól og enn syngjum við: „Hann fékk bók og hún fékk nál og tvinna”. I líffræðibókum eru sáðfrumur hetjur sent brjóta sér leið inn í eggið sem bíður í eftirvæntingu en vísindin sýna að eggið er mun meiri gerandi en sáðfruman í getnaði. Það er kynjað orðfæri í líffræði sem og ann- ars staðar. Um þetta efni hefur Berglind Rós Magnúsdóttir fjallað ítarlega í ræðu og riti,” segir Þórdís. Jafnréttisfræðsla samkvæmt lögum „KHÍ er í lykilstöðu og á stofnuninni hvílir sú ábyrgð að útskrifa kennara sem geta sett upp gagnrýnisgleraugu og greint námsefni og kennsluaðferðir sínar út frá jafnréttissjónarmiðum og mennt- unarlegu gildi þeirra. Við þurfum að efla okkur enn frekar á þessu sviði,” segir Steinunn. „Það eru 30 - 40 ár síðan að rannsóknir sýndu fram á að kynin nálgast efni nteð ólíkum hætti. Einhvern veginn er eins og þær niðurstöður hafi fallið á milli fræðigreina og ekki orðið rnjög sýnilegar í skipulagningu kennaranámsins. Um þetta eru líka ákvæði í lögum en í lögunt um jafnan rétt kynjanna frá 1985 segir í III. kafla, 10. grein: / skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skal veita frœðslu um jafnréttismál. Kennslutœki og kennslubœkur skulu vera þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Við náms- og starfsfrœðslu í skólum skal leitast við að breyta hinu venjubundna starfs- og námsvali kvenna og karla til samræmis við tilgang laga þessara. Menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd þessa á- kvæðis í samráði við jafnréttisráð. Mjög svipaða klausu er að finna í lögum nr. 96 urn jafna stöðu og rétt kynjanna frá árinu 2000 nema þá hefur menntamálaráðu- neytið ákveðið að firra sig ábyrgðinni en ætlar sér í staðinn að fylgjast með úr öruggri fjarlægð. í 19. grein laganna um menntun og skólastarf segir: Á öllum skólastigum skal veita frœðslu um jafnréttismál... Menntamálaráðuneytið skal fylgjast með þrótin jafnréttismála í skóla- og uppeldisstarfi og að jafnréttis kynja sé gœtt í íþrótta- og tómstundastarf. Einnig skal ráðuneytið fylgjast með rannsóknum á sviði jafnréttismála, sbr. 4. mgr.” Jafnrétti ekki forgangsmál Þrátt fyrir að lagaákvæði síðustu 19 ára hafi kveðið á um að á öll- um skólastigum skuli veita fræðslu urn jafnréttismál má ætla að langt sé í land í þeim efnum, innan Kennaraháskólans sem annars staðar. „Við endurspeglum þá þöggun og kynjablindu sem er í þjóðfé- laginu. Þetta er einfaldlega ekki forgangsmál hér. Samt eru allir hér innanhúss húmanistar, fólk sem vill láta gott af sér leiða. Það vant- ar bara slagkraft og sameiginlegt átak,” segir Þórdís. „Við undrumst að ekki sé jafnrétti í þjóðfélaginu en við tökum ekki á þessu í skólum og á heimilum þrátt fyrir það,” bætir Stein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.