Vera - 01.10.2004, Side 17

Vera - 01.10.2004, Side 17
/ KARLMENNSKA OG OFBELDI / » Af hverju nauðga karlar? er spurning sem Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur velti fyrir sér í MA ritgerð sem hún lauk sl. vor og gengur þar út frá þeirri staðreynd að nauðgun sé kynbundið menningarfyrirbæri og eitt skýrasta birt- ingarform karllægra yfirráða í samfélaginu. Fyrir utan fræðilegar kenningar er í rit- gerðinni að finna opinberar tölur um nauðganir á íslandi og vangaveltur um sögu- legt og hugmyndafræðilegt samhengi núgildandi nauðgunarlöggjafar. En það sem vakti mestan áhuga okkar eru kaflarnir um karlmennskuna sem fyrirbæri og tengsl hennar við ofbeldi og nauðganir. VERA ræddi við Guðrúnu um rannsókn hennar og hin karllægu sjónarmið samfélagsins sem hún segir að við sjáum oft ekki frekar en fiskarnir sjá ekki sjóinn sem þeir synda í því sjórinn er tilvera þeirra. „Karlamenningin er stútfull af ofbeldi, mis greinilegu. Við virðumst bara ekki sjá það af því að karllæg hugsun er hlut- laus,” segir Guðrún þegar hún reynir að koma í orð öllum fræðilegu hugsununum sem hún hefur skrifað um í 130 síðna rit- gerð. „Stríð er auðvitað skýrasta dæmið um karllæg svið tilverunnar þar sem of- beldi er normaliserað. En við getum tek- ið einfaldari dæmi, eins og hnefaleika eða fótbolta sem njóta óhemju vinsælda en eru afskaplega ofbeidisfullar íþróttir. Sama er að segja um viðskiptaheiminn, hann er uppfullur af karllægum keppn- isanda og ofbeldi, til að mynda misnotk- un á fólki í þriðja heiminum. Hugmyndina að ritgerðinni segist hún hafa fengið í kringum Eldborgarhátíðina sem var haldin um verslunarmannahelgi fyrir nokkrum árum, þegar í fjölmiðlum var stöðugt verið að ræða um nauðganir sem hrylling en samt væru þær eðlilegur fylgifiskur útihátíða. „Það var aldrei rætt um að hægt væri að koma í veg fyrir nauðganir með því að hafa áhrif á þá sem nauðga, þ.e. karlmenn. Reyndar bentu Stígamót á ábyrgð gerenda en sú umræða vakti reiði margra, það fannst mér skrýtið. Stígamót lögðu einnig á- herslu á að nauðgun hefði ekkert með kynlíf að gera, hún tengdist bara vald- níðslu og löngun til að drottna. Ég var ekki sammála þessu því í raun er þetta náskyld „athöfn” fyrir karlmanninn sem nauðgar þó hún eigi ekkert skylt við kyn- líf fyrir konurnar. Eftir þetta fór mig að langa til að vita hvað færi fram í höfðinu á mönnum sem geta hugsað sér að framkvæma nauðgun og hversu ólíkar þær væru hugmyndum fólks almennt. Þess vegna setti ég fram rannsóknar- spurninguna: Af hverju nauðga karlar?” Hin ósýnilega karllæga hugsun Rannsóknin leiddi Guðrúnu fljótlega að því að skoða menninguna og hug- myndafræði samfélagsins þar sem öll hegðun er félagslega mótuð og stýrt af ómeðvitaðri gerð sem beinir gjörðum fólks í vissan farveg. Hún leitaði í smiðj- ur fræðimanna eins og Pierre Bourdieu, Michel Foucault og Catharine MacK- innon sem öll hafa bent á að karllæg uppbygging samfélagsins hafi áhrif á alla hugsun. „Bourdieu heldur því fram að félags- gerðin sé ósýnilegt afl sem liti alla hugs- un fólks, svo og stofnanir samfélagsins og að þessi hugsun sé karllæg. Félags- gerðin varð til vegna þess að einn hópur fékk vald til að skilgreina veruleikann út frá sínum forsendum og jafnframt vald til að útiloka aðrar skilgreiningar. Frá aldaöðli hafa karlmenn haft vald til að skilgreina tilveruna, þess vegna eru karllæg yfirráð ríkjandi og hugsun um til- veruna karllæg. Sú hugun staðsetur kon- una ávallt sem seinna og ómerkilegra tvenndarparið og er greipt inn í stofnanir eins og kirkjuna, laga- og réttarkerfið, skólakerfið o.s.frv. Bourdieu segist alltaf hafa undrast hollustu fólks við þessa samfélagsskipan og hlýðni við reglur samfélagsins, bæði skráðar og óskráðar, sérstaklega þar sem þar ríki gríðarlegt misrétti gagnvart sumum hópum. Vand- inn sé hins vegar sá að undirokuðu hóp- arnir sjái heiminn með sömu augum og þeir sem valdið hafa og taki því þátt í eigin undirokun. Hann segir að flestar breytingar sem hafi orðið á högum kvenna á síðustu öld séu yfirborðsbreyt- ingar þar sem þær hafi ekki haft áhrif á karllæga gerð samfélagsins. Eina raun- verulega breytingin sé að þessi karllægu yfirráð eru ekki lengur óvéfengd. Mér fannst kenningar Foucault um nýja valdakerfið líka athyglisverðar en hann heldur því fram að valdið komi ekki lengur að ofan heldur felist í samskiptum og að í öllum samskiptum felist vald. Til að greina valdið þarf að rekja það sem ferli upp á við þar til komið er til valdhafa hverju sinni. Við trúum á frelsi einstak- lingsins og rétt fólks til að vera á öðru máli en að hans mati er andóf við ríkj- andi hugmyndir hluti af valdakerfinu því það friðþægir okkur að við skulum hafa rétt til að vera á móti. Ríkjandi vald held- ur einmitt valdi vegna andófs og gerir það einnig ósýnilegt.” Þurfum femínísk gleraugu til að sjá ranglætið í fræðunum er talað um habitus en það er hegðun sem fólk lærir af umhverfinu, m.a. í formi þögulla skipana sem smjúga inn í vitundina án þess að fólk átti sig á þeim. Bourdieu kallar þetta táknræna valdbeitingu en á þennan hátt lærir fólk t.d. hvað er samþykkt kynhegðun. Habitus kvenna setur hömlur og tak- markanir á líkama þeirra sem leiðir til undirgefni og birtist í líkamstjáningu, t.d. því að líta undan þegar karlmaður horfir á þær, láta körlum eftir orðið og að sitja með krosslagða fætur. Á meðan fá karl- menn meira svigrún til að vera háværir og taka pláss og sú táknræna valdbeit- ing festist í sessi vegna hollustunnar vera / 5. tbl. / 2004 /

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.