Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 43
Það var ekið með okkur í vagni niður Lauga-
veginn eins og gripi sem á að fara að selja. Við
vorum bara venjulega klæddar en hengdum á
okkur borða; ein var ungfrú Verkakona, ég
held að við höfum hengt utan á hana krakk-
ana hennar tvo, svo var ungfrú Fiskverkakona,
ég man að ég var ungfrú Bílasala Graðfinns...
á hverfaskrifstofu í Austurbæ, síðan var ég
með annarri konu forstöðumaður hverfa-
skrifstofu í Breiðholti í fimm ár, næst var
ég forstöðumaður á fjölskylduheimili fyrir
unglinga í sex ár, síðan vann ég í fóstur-,
ættleiðingar- og umgengnismálum í um
íjögur ár og endaði með því að vera for-
stöðumaður á hverfaskrifstofunni í Breið-
holti. Meðfram þessu hef ég gert ýmislegt,
var félagsráðgjafi í Kjarvalshúsi, sinnti
kennslu, var með útvarpsþátt um réttar-
stöðu fjölskyldunnar og í ýmsum ígripa-
verkefnum. Svo lauk ég tveimur árunt í
lagadeildinni með vinnu en hætti. Ég átti
aðallega eftir hin ýmsu afbrigði eignarrétt-
arins sem ég hafði engan sérstakan áhuga á
enda hafði ég aldrei stefnt að því að starfa
sem lögfræðingur. Ég vissi að ég mundi
aldrei geta látið fólk borga.
Svo flyturðu út á land.
]á, ég fór á móti straumnum og flutti
norður á Hvammstanga. Ég var félagsmála-
stjóri í Húnaþingi vestra og starfsmaður
Svæðisskrifstofu fatlaðra á Norðurlandi
vestra þar til sveitarfélögin tóku yfir þjón-
ustu við fatlaða. Þetta var frá 1995 til 2000
þegar ég kom í Borgarnes. Þó ég hafi kornið
víða við hef ég alltaf verið að fást við svipuð
verkefni.
Manstu hvenær áhugi þinn á jafnrétt-
ismálum kviknaði og af hvaða tilefni?
Ég var ekki jafnréttissinni sem barn, án
mótmæla prjónaði ég sokka á bræður mína
og bakaði á meðan þeir fengu að keyra
traktorana, en ég sáröfundaði þá. Eina al-
mennilega jafnréttisbaráttan sem ég háði
sem krakki var að ég harðneitaði að vera í
pilsi og lék mér ekki að dúkkum. Mér er
það minnisstætt þegar ég var 5 ára að setja
átti mér mörk og sýna mér í eitt skipti fyr-
ir öll hver réði og ég var klædd í pilsið með
valdi. Ég eyðilagði pilsið, klippti það,
þannig að ég var ekki sett í það aftur. En ég
veit alveg hvenær ég varð friðarsinni og
herstöðvaandstæðingur. Það var þegar ég
las bókina Höggvið í sama knérunn. Ég var
mjög lítil þegar ég las hana, svona 10-11
ára. Þetta er bók um andspyrnuhreyfing-
una í Noregi og um það hvernig Þjóðverjar
fóru með fólk. Við leslur þessarar bókar
varð ég friðarsinni og andstæðingur allra
herja og herstöðva og hef ekkert látið af
> þeirri skoðun síðan.
En jafnréttismálin, það var ekkert eitt
heldur bara þegar ég fór að átta mig meira
á samfélaginu, þá kont það. Það var tölu-
verð hreyfmg meðal kvenna, og töluverð
vitundarvakning þegar ég var á táningsár-
um og um tvítugt. Heilmikið var líka að
gerast í Danmörku á námsárunum, reynd-
ar ekki í skólanum heldur í samfélaginu, og
maður fór að velta þessum málum fyrir sér.
Og þú verður Rauðsokka?
Ég byrjaði að starfa með Rauðsokka-
hreyfmgunni mjög fljótlega eftir að ég kom
heint úr nárni og starfaði með henni alveg
þar til starfsemin lognaðist útaf. Ég starfaði
svolítið í miðstöð sent hélt utan um starfið
og var um tíma í hópi sem hélt úti síðu í
Þjóðviljanum um jafnréttismál. Ég var að
rótast í þessu alveg fram yfír 1980.
Segðu mér frá einhverju sem þið gerðuð.
Árið 1980, árið sem Vigdís var kosin
forseti, vorum við með ákaflega skemmti-
lega uppákomu sent tengdist kosningun-
um ekkert. Á þeim tíma var alltaf verið
með einhver kvöld þar sent verið var að
kjósa ungfrú þetta eða hitt, ungfrú allt
mögulegt og þegar nýir bílar komu á
markaðinn voru þeir auglýstir með fá-
klæddar konur ofan á húddinu. Þetta var
búið að ergja okkur Rauðsokkur í tölu-
verðan tíma og okkur var nóg boðið. Það
hafði ekki fullnægt þörf okkar fyrir breyt-
ingar í jafnréttisátt að Vigdís hefði verið
kosin forseti svo við héldunt uppboð á
konum. Við vorum 6-8 konur og var ekið
með okkur í vagni niður Laugaveginn, eins
og gripi sem á að fara að selja. Við vorum
bara venjulega klæddar en hengdum á
okkur borða; ein var ungfrú Verkakona, ég
held að við höfum hengt utan á hana
krakkana hennar tvo, svo var ungfrú Fisk-
verkakona, ég man að ég var ungfrú Bíla-
sala Graðflnns, og þarna voru ungfrúr
þetta og hitt. Svo var haldið uppboð við
Bernhöftstorfuna þar sem Karl Ágúst Úlfs-
son, sem við fengunt sem uppboðshaldara,
lýsti fjálglega öllum okkar kostum eins og
tíðkast nteð söluvarning. Þarna safnaðist
saman fullt af fólki og áttuðu sig ekki allir
á að þetta væru mótmæli. Það var ntikil
spenna í lofti og þarna vorum við allar
slegnar hæstbjóðanda.
Varst þú ekki dýrast selda konan?
Jú, ég man að kunningi minn lifði sig
svo inn í þetta þegar hann sá að einhver
maður sem honum fannst hálf ófrýnilegur
bauð grimmt í mig. Kunningi minn bauð
alltaf á móti honurn því hann vildi ekki að
ég færi í klærnar á þessum manni. Og ég
var seld alveg óheyrilega dýrt. Ég man ekki
hvort þetta var fyrir eða eftir myntbreyt-
ingu en ég var slegin á þrjár komma eitt-
vera / 5. tbl. / 2004 /