Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 12

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 12
hluta verðum við að ráða við sjálfar. Það eru skil milli dapurlynd- is og alvarlegs þunglyndis. En hvernig sem þeim er háttað, þá þurf- um við að taka þessi mál í okkar hendur.” sigur í því að við sigruðum ekki, en komumst samt af. Reiðin gekk ekki frá okkur, heldur lifum við áfram og það er mikill sigur. Það er einnig hugsanlegt að við getum geymt reiðina með okk- ur og tekið hana fram þegar hún kemur að notum. Það hefur gerst í kvennabaráttunni. Konur hafa geymt reiðina með sér þar til þær hafa fundið sambaráttukonur og þá reitt sameiginlega til höggs. Þess vegna kemur kvennabaráttan fram í bylgjum. Reiðin og gleð- in vinna saman.” Auður segir að sér hafi þótt full þörf á því að riíja upp kvenna- baráttusöguna, enda fái hún almennt ekki mikið rúm í sögubók- um skólanna. „í kvennabaráttusögunni er fólginn svo mikill styrkur og sigrar. Þar frnnum við umhugsunarefni sem við erum enn að velta fyrir okkur. Við lesum um allar þekktu konurnar, Simone de Beauvoir og Betty Friedan, sem voru algjört æði, og við lesum um alla kvennaguðfræðingana sem ruddu brautina. Þetta voru meira og minna kristnar konur sem börðust í krafti trúar sinnar með styrk kirkjunnar. Að lesa sögu kvennabaráttunnar er okkur til áfram- haldandi hvatningar.” Meðvitundin breytir Þegar við Auður klárum úr kaffibollunum segir hún mér að sál- fræðingurinn Betty McLellan hafi skrifað að tuttugasta öldin hefði verið öld tækifæranna fyrir karla en fyrir konur hefði hún verið öld kvíðans. Auður segist ekki vita hvort það sé rétt en þessi full- yrðing sé þó mikilvæg vegna þess að hún vekur spurningar. Ég skrifa um not kvennaguðfræðinnar í hversdögunum. Þess vegna er ég alltaf að spyrja í bókinni: „Hvernig líður þér?” Guð er ekki bara spari, heldur líka hversdags. Við verðum að skoða ræturnar undir daglegri líðan okkar. Ég tel að það skyldum við ekki gera einar, heldur saman hjá Guði.” Að breyta depurð í reiði Síðustu kaflar bókarinnar eru nokkurs konar yfirlit yfir sögu kvennahreyfmgarinnar. Hvers vegna skrifarðu um það í guð- fræðibók? „Ég fer yfir söguna í lokin til þess að skoða og sýna hvað það er sem við höfum verið að berjast við,” segir Auður. „Þegar við sjáum að við erum enn að berjast við sömu hugmyndirnar aftur og aftur - og þegar við sjáum líka hvað okkur hefur áunnist mikið, þá sjá- um við næstu skref sem við þurfum að taka og við stígum þau með dansandi gleði. Við höldum áfram í gleði okkar og þakklæti.” Verður reiðin í kvennabaráttu ekki að vera fyrirferðarmeiri en gleðin? Fáum við ekki orð á okkur fyrir að vera léttlyndar og heimskar ef við erum síglaðar þrátt fyrir allt? „Þær sem kunna að vera glaðar eru alltaf í veislum,” segir í Orðskviðunum og það eru orð að sönnu. En reiðin í kvennabarátt- unni er hin sterka, athafnasama reiði sem gefur svo rnikla gleði vegna þess að hún leiðir til framfara. Þegar við mætum mótlæti höfum við tvo kosti, að verða daprar eða reiðar. Carol Tavris, am- erísk fræðikona, segir: „Við verðum að blása í glæður depurðar- innar svo að þær verði að eldi reiðinnar.” Depurðin er óvirk, en reiðin er virk og flott! Markmið reiðinnar er að breyta.” En getur reiðin ekki orðið að krabbameini í sálinni og gert okkur illt? „Það er auðvitað margt sem hægt er að gera við reiðina. Við get- um séð reiðina sigra með því að breyta. En við getum líka fundið „Á einum stað í bókinni vitna ég í rannsókn sem segir að ef launamunur kynjanna minnkar áfram með sama hraða og undan- farin ár, þá verði komið launajafnrétti á íslandi eftir 112 ár. Svona fullyrðingar verðum við að skoða og íhuga með sjálfunr okkur. Við verðum að hugsa um það hvort þetta sé rétt, eða hitt, sem sumir segja, að við búum við algert jafnrétti á öllum sviðum. Auðvitað er ekki komið jafnrétti og við verðum að vera meðvitað- ar um það til þess að geta breytt því.” Helstu rökin gegn kvennabaráttunni nú á dögum eru einmitt að hún sé óþörf. Að þetta sé takk - bara komið og kvennabar- áttufólk ekki í tengslum við raunveruleikann. „Já, það kemur alltaf mótvægi við kvennabaráttu,” segir Auður. „Mótvægið er mismunandi eftir tíðarandanum. En kjarnaatriðið er að við höldum áfram, að við finnum okkar eigin hugsjónir og notum þær. Það tekur langan tíma, en það skiptir öllu máli. Við hljótum að fara mismunandi leiðir. Sumar okkar segjast alls ekki sækjast eftir jafnrétti heldur réttinum til að koma fram með okkar eigin hugmyndir og fara eftir þeim. Ég segi það. Og til þess þurfum við að hugsa afar skýrt.” Og að því sögðu set ég blýantinn í töskuna og fer í kápuna, stað- ráðin í að hugsa skýrt á heimleiðinni og finna hvað lífið er óhemjulega skemmtilegt. Ég er eiginlega að vona að Guð vinkona mín sláist í för með mér, þótt ekki verði fyrr en neðar á Laugaveg- inum. 12/5. tbl. / 2004/ vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.