Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 11

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 11
Það styrkir feðraveldið að tala alltaf um Guð í karlkyni. Og ég tel að afstaða okkar til Guðs sé höfuðatriði. Það skiptir öllu að hafa Guð í sínum hópi. Kirkjan boðar körlum annan Guð en konum. Hún boðar Guð sem er í hópi karla og mér finnst að hún hafi ekki rétt til þess. Hún á bara að hætta því. Auður Eir hefur verið í mörg ár að skrifa Gleði Guðs. Bókina sem er ennþá volg úr prentsmiðjunni. Hún er spurð að því hvort Gleði Guðs sé „sjálfstætt framhald” af Vináttu Guðs sem kom út fyrir tíu árum. „Já, það má alveg segja það,” segir Auður, „síðustu kaflarnir í Vináttu Guðs fjalla um sektarkenndina, kvíðann, einmanaleikann og reiðina. Ég ætlaði að skrifa meira um þessar tilfmningar í Vin- áttu Guðs en fór þá óvart að skrifa um femínisma. En þetta helst allt í hendur. Megin viðfangsefni femínismans og kvennahreyfing- arinnar er að hjálpa okkur til að ná taki á tilfinningum okkar og hugsunum. Ég held að öll kvennabarátta sé fólgin í að við gerum okkur grein fyrir því hvernig við hugsum um okkur.” Það er eðlilegt að lífið sé flókið Þegar ég spyr Auði hvort Gleði Guðs sé ekki meira femínistarit heldur en guðfræðirit, þá segir hún að þessir þættir tengist í bók- inni órjúfanlegum böndum. Guðfræði og femínismi verða kvennaguðfræði, sem verður síðan Gleði Guðs. „Vináttan er það sem Guð gefur okkur og við breiðum um sjálfar okkur og aðrar manneskjur. Gleði Guðs er gleði hennar yfir okkur og gleði okkar yfir henni. Ég tel að nauðsyn gleðinnar í lífi okkar sé vanmetin. Það skiptir svo miklu máli að við séum glað- værar. Gleðin er svo mikill drifkraftur. Hún gefur okkur vellíðan og frið. Ég held að lífið eigi að vera skemmtilegt,” segir Auður. „Og ekki bara friðsælt og viðkunnanlegt, heldur stórskemmtilegt. Til þess þurfum við sjálfar að skrifa okkar eigin skemmtidagskrá.” En í bókinni ferðu ekki í grafgötur um að lífið sé vissulega flókið og erfitt... „Það er hluti af því að geta gert lífið skemmtilegt að vita að það er gjörsamlega eðlilegt að lífið sé flókið. Og við finnum ekki alltaf flækjurnar. En þegar flóknir dagar taka við af einföldum dögum, þá kemur það okkur ekki eins mikið á óvart ef við erum búnar að búa okkur undir það.” Eigum við samt alltaf að geta fundið fyrir gleðinni? „Ég held að gleðin sé raunveruleiki sem er fólginn í því að eiga Guð,” segir Auður. „Þess vegna getum við orðið okkur til skamm- ar, verið I standandi vandræðum með sjálfar okkur og allt annað - og jafnvel gefist upp. Við vitum að það lagast og við vitum að við náum okkur vegna þess að við treystum Guði. Stundum linnir vandræðunum seint, en það er eitt af því flókna. Við fáurn ekki svörin við öllum flækjum lífsins og við sjáum ekki alltaf að flækj- urnar leysist. En stundum sjáum við ótrúlegustu flækjur leysast þó að við getum engan veginn skilið hvernig þær leystust eða hvers vegna.” Er lykilatriðið þá að treysta Guði? „Já, það er óhætt að treysta Guði og svo held ég að fyrirgefning- in sé lykilatriði. Að við játum fyrirgefninguna og notum hana. Guð hefur fyrirgefið okkur og við megum líka fyrirgefa sjálfum okkur. Það er stundum sagt um okkur konur að við séum gang- andi sektarkennd. Ég held ekki að við séum það. Ég hcld að við höfum sektarkennd vegna þess að við erum ásakaðar. Samfélagið ásakar okkur um að bregðast skyldum sem við höfum til um- hyggju. Veröldin krefst af okkur umhyggju en neitar að gefa okkur aðstæður þar sem við getum sinnt umhyggjustörfum okkar án þess að hafa sektarkennd. Við vinnum bæði heima og heiman og höfum of lítinn tíma til að ráða sjálfar hvernig við eigum að skipu- leggja þetta,” segir Auður sem fullyrðir í bókinni að megnið af heimilisstörfum sé enn unnið af konum. En hún bætir jafnframt við að hvert það heimili sem jafnar störfin sé til fyrirmyndar. Að vera umhyggjusamar og valdamiklar - eins og Guð Og þá komum við að því sem Auður er alltaf spurð um í viðtölum. Engin ástæða er til að bregða út af þeirri venju hér. Guð í kven- kyni. Skiptir það einhverju máli í hvaða kyni við tölum um Guð? „Það skiptir höfuðmáli,” segir Auður ákveðin. „Það styrkir feðraveldið að tala alltaf um Guð í karlkyni. Og ég tel að afstaða okkar til Guðs sé höfuðatriði. Það skiptir öllu að hafa Guð í sínum hópi. Kirkjan boðar körlum annan Guð en konum. Hún boðar Guð sem er í hópi karla og mér finnst að hún hafi ekki rétt til þess. Hún á bara að hætta því. Við eigum ekki að gangast undir orðaval sem er bara körlum í hag. Heir eru það sem allt miðast við, líka karlkynsorðin sem við þurfum síðan að taka upp. Ég vil það ekki og alls ekki með Guð. Við verðum að tala um Guð í kvenkyni til þess að sjá í Guði fyrirmyndina að því að eiga bæði umhyggjuna og valdið. Við lær- um hjá Guði að vera umhyggjusamar og valdamiklar. Eða eins og við segjum í Kvennakirkjunni: Mildar og máttugar eins og Guð.” Við Auður tölum aðeins meira um orð og erum alls ekki sam- mála. Auður talar um konur og menn í bókinni sinni en ég vil tala um konur og karla. En það er endalaust hægt að velta þessu fyrir sér. Við Auður tölurn t.d. um að það þyki sæmdarheiti fyrir konur að vera nefndar drengir góðir og góðir félagar eða góðir vinir, en karlar eru aldrei kallaðir góðar vinkonur eða góðar stúlkur. Það þætti hlægilegt og niðurlægjandi. Eins og mörgum þykir niður- lægjandi fyrir Guð að tala um Imnn í kvenkyni. Púff, þar fann ég fyrir reiðinni. En ef þú reynir að skilgreina bókina þína Gleði Guðs. Hvers konar bók er þetta? „Ég skrifaði hana til þess að hvetja konur til að hugsa sínar eig- in hugsanir um það sem ég er að skrifa. Ég skrifa um not kvenna- guðfræðinnar í hversdögunum. Þess vegna er ég alltaf að spyrja í bókinni: „Hvernig líður þér?” Guð er ekki bara spari, heldur líka hversdags. Við verðum að skoða ræturnar undir daglegri líðan okkar. Ég tel að það skyldum við ekki gera einar, heldur saman hjá Guði.” Enda lífið samansett úr tómum venjulegum dögum... „Já, þeir eru svipaðir margir og að baki tilfinningum okkar er mikið það sarna. Við skulum gá að þessu svo að það verði ekki til vandræða heldur gleði. Við ættum að taka eftir margvíslegri gleði daganna, morgunkaffinu og sólarlaginu.” Þú talar inikið um þunglyndi í bókinni. Þunglyndið er and- stæða gleðinnar sem þú boðar, hvers vegna er þér þunglyndið svo hugleikið? „Þunglyndi verður sjúkdómur þessarar aldar, er sagt svo oft. Og við verðum við að takast á við það. Hvað er að? Og af hverju? Ég geri greinarmun á því sem ég kalla roluköst eða depurð og svo alvarlegu þunglyndi. En þunglyndi er alltaf vandi huga okkar. Við erum bæði fanginn og fangavörðurinn. Við ættum að taka þunglyndið og skoða ræturnar hjá sjálfum okkur, skoða okkar dapurlegu hugsanir. Hluti þunglyndis er sjúkdómur, en annan vera / 5. tbl. / 2004 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.