Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 18
sem konur sýna valdbeiturunum. Holl- ustan hefur þó ekkert með val að gera heldur stjórnast af habitus. „Karlar eru líka þolendur þessa yfir- ráðakerfis þvl forréttindi sem eru eignuð þeim geta haft neikvæðar afleiðingar fyr- ir þá. Þeir þurfa að standa undir ímynd sem miðar að því að öðlast og halda virðingu sinni. Þannig geta forréttindi karla verið gildra því karllæg innræting leggur á þá alls kyns kvaðir sem þeir verða að uppfylla og þær kvaðir tengjast gjarnan ofbeldi. Bourdieu telur stinning- arlyfið Viagra, með öllum sínum auka- verkunum, dæmi um slíka kvöð því innan menningarinnar er rík áhersla lögð á að körlum beri að vera kynferðislega virkir. Til þess að sjá í gegnum þessar við- teknu venjur samfélagsins höfum við femínismann sem hefur innbyggða, gagnrýna sýn á ástandið og býður upp á aðferðir til að skoða á hvaða hátt hinu ríkjandi, karllæga gildismati er viðhaldið. Karl Marx sagði óhugsandi fyrir fólk að koma auga á veruleikann þar sem það væri honum samdauna og líkti þeirri blindu við fisk sem veit ekki að hann syndir í sjónum því sjórinn er veruleiki hans. Það má því segja að feminismi sé einhvers konar gleraugu sem hafa þarf á nefinu til að koma auga á sjóinn eða hið innbyggða ranglæti tilverunnar,” segir Guðrún og bætir við öðru gullkorni úr rit- gerð sinni til að undirstrika mikilvægi þess að við reynum að skyggnast á bak við veruleikann og sjá hvað það er sem stjórnar hugsun okkar í raun og veru. Það er tilvitnun í franskan heimspeking sem sagði að heimskur stjórnmálamaður setti hlekki á þræla sína en sá gáfaði kæmi fjötrunum fyrir í hugum þeirra. Fjötrana væri hægt að festa um leið og búið væri að tryggja hugmyndina um frelsi einstaklingsins í sessi. Karllægt laga- og réttarkerfi Til að sýna fram á hlutbundna gerð sam- félagsins fjallar Guðrún um nauðganir; skilgreiningar á þeim í lögum, um töl- fræði, og tekur fyrir þrjá dóma. Hún gengur út frá því að um kynbundið brot sé að ræða, þ.e. að karlar nauðgi kon- um, en stundum er bent á að konur nauðgi líka. Um það segir hún: „Mér finnst ekki ástæða til að taka það með í reikninginn því tölur sýna að það er varla mælanlegt, þar að auki væri það efni í aðra ritgerð. Af 1047 tilfellum sem bárust Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á ár- unum 1997 til 2003 voru gerendur í eitt skipti par og í eitt skipti stelpa, allir hinir voru karlmenn.” Þegar litið er á raunveruleikann segir Guðrún Ijóst að eitthvað sé að við með- höndlun þeirra í kerfinu. Opinberar tölur í Evrópu sýna að aðeins 1-12% af raun- verulegri tíðni nauðgana eru tilkynntar til lögreglu. Hvernig stendur á þessu?” spyr hún. „Hvað er það sem hamlar kon- um að segja frá slíku ofbeldi? Ég sökkti mér í athugun á lögunum, því þar liggur rót valdsins, og komst að ýmsu merki- legu. Það var t.d. athyglisvert að skoða lögin í sögulegu Ijósi en áður fyrr var nauðgun álitin eignaspjöll þar sem kon- an var eign föður eða eiginmanns, a.m.k. að mati Catharine McKinnon lögfræð- ings og femínista. Verknaðurinn var fyrst skilgreindur í íslenskum lögum árið 1869, fyrir áhrif hugmynda um frelsi ein- staklingsins og frelsi kvenna. í þeim lög- um var vægari refsingu beitt ef konan hafði óorð á sér en sú skilgreining var tekin út 1940. Núgildandi lög eru frá 1992 og í þeim var kynbinding tekin út þannig að karlar geta líka kært nauðgun. Skilgrein- ingunni var líka breytt þannig að ekki þarf lengur að vera um holdlegt samræði að ræða heldur eru önn- ur kynferðismök lögð að jöfnu. Enn er nauðgun talin sam- sett brot þar sem bæði þarf að vera um ofbeldi og nauðung að ræða og hún er tal- in tjónsbrot, sem þýð- ir að brot er talið full- framið þegar gerandi hefur náð kynferðis- legu markmiði. Það telst þó ekki nauðgun Habitus kvenna setur hömlur og takmarkanir á líkama þeirra sem leiðir til undirgefni og birtist í líkamstjáningu, t.d. því að líta undan þegar karlmaður horfir á þær, láta körlum eftir orðið og að sitja með krosslagða fætur. 18/5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.