Vera - 01.10.2004, Síða 49

Vera - 01.10.2004, Síða 49
og guðfræðiþrætum, til þess að skapa úr því eigin texta- vef sem eyðir og sundrar en er líka uppbyggilegur. Skilin milli sögu, leikrits og ljóðs eru heldur ekki alltaf skýr þegar Jelinek á í hlut. „Hún skapar tónverk úr tungumálinu,” hafa hrifnir lesendur hennar sagt og flestir þeirra eru sammála um að Jelinek sé umfram allt höfundur sem skeytir ekki um landamæri í skrifum sín- um og að hún sé alls óhrædd við að gera tilraunir. Það sem geri Jelinek einstaka sé pólitískur sprengikraftur verka hennar og fagurfræðilegt afl textans. Jelinek er einn af þekktustu höfundum sem nú skrifa á þýska tungu en hún er líka einn af þeim allra umdeild- ustu. Hin síðari ár hefur hún gagnrýnt austurrísk stjórnvöld harðlega, þar sem henni líkar hreint ekki sú hægri sveifla sem þar hefur verið uppi á teningnum. Að einhverju leyti hefur hún sagt sig úr lögum við þjóðfé- lagið og m.a. bannað uppsetningu á leikritum sínum í ríkisleikhúsunum. „Ég tók leikritin aftur vegna þess að þau höfðu engin áhrif,” sagði hún aðspurð um þetta. Kaldhæðin og miskunnarlaus Sagt er að fagurfræðilegt gildi verka Jelinek hafi verið vanmetið og verkin misskilin af mörgum. Krítíkerum hafi jafnvel þótt kvöl að lesa texta hennar (sem oft þyk- ir klámfenginn með afbrigðum) og almenningur virðist rugla saman grimmd textans við meinta grimnrd höf- undarins. Einhverjir telja Jelinek því bæði kaldhæðna, kaldlynda og miskunnarlausa vegna þess að henni lætur svo vel að skrifa af kaldhæðni um kaldlyndi og mis- kunnarleysi. Til þess að sannfærast um þetta þarf ekki annað en að Jíta inn á Internet Movie Database og skoða umræð- ur um kvikmyndina Píanóleikarann sem gerð er eftir sögu Jelinek og er til á myndbandi. Sumir áhorfendur nota stór orð; „Viðbjóðslegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð!” og „Þvílík úrkynjun!” meðan aðrir tala um sanna list og mikla upplifun. Sú sem hér hripar getur tekið undir þetta allt saman. Myndin fjallar um píanókennara sem dundar sér m.a. við það að skera í kynfæri sín með rakvélablöðum og þefa af brundi í gægjuklefum. Það er þó eleki það versta, heldur ofboðslegt sjálfshatrið og sársaukinn sem aðal- söguhetjan er föst í, og eitt er víst, að áhorfendur standa eleki upp frá myndinni án þess að hugsa um hana lengi á eftir. Það er kaldhæðnislegt að konan sem skrifar um það hvernig konum er haldið niðri og um konur sem eru fastar í óbærilegum aðstæðum, skuli líða svo illa innan um fólle að hún treystir sér varla út úr húsi. Alkunna er að Jelinek ætlar ekki að mæta á hina virðulega sam- komu Nóbelsakademíunnar en hefur beðið um að fá að skrifa eitthvað handa samkomunni í staðinn. Enda sagði fróður hugsuður eitt sinn: „Maður á að lesa það sem rit- höfundar skrifa en hvorki að þurfa að sjá þá eða heyra.” Þá speki getur Jelinek áreiðanlega tekið undir heima í stofu meðan sænski kóngurinn veltir verðlaunapen- ingnum hennar á milli handanna. EXPRESSO - CAPPUCCINO kaffivélarnar mala og laga alla vin- sælustu kaffidrykkina á augabragði eins og á bestu kaffihúsum. VIENNA Úrval fylgihluta SUPERIDEA JHF **J| Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 • Símar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is Vertu með og styrktu gott málefni Krabbameinsfélagið www.krabb.is 7K 'dtto Krabbameinsfélagsins (fltC'difet/ir , /ouu \>uuunjar: 1 Audi A3 Sportback. Verðmæti 2.490.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. 168 Úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver aö verömæti 100.000 kr. Upplýsingar um vinningsnúmer í símum 5401918 (símsvari) og 5401900 og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins www.krabb.is/happ 170 skattfrjálsir vinningar aðverðmæti 20.290.000 kr. /Órrýu) zq.. Sk?)e»tJier- zooq. „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ |u\wtj Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði s. 483 0300 - www.hnlfi.is

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.