Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 53

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 53
Margt af því sem birtist okkur sem argasta kúgun og kvenfyrir- litning á sér skýringar í rótgrónum hefðum og þungri áherslu araba á f]ölskyldugildin, sem og trúarleg gildi. Mikilvægast í lífinu er að tryggja vöxt og viðhald fjölskyldunnar, með því að eignast mörg börn og hugsa vel um þau (í arabískum samfélögum er það ekkert minna en harmleikur ef hjón eignast ekki börn) - en líka er ofuráhersla lögð á það að hugsa vel um foreldra sína í ellinni. Orð- ið elliheimili er svo mikið skammaryrði í arabaheiminum að það nálgast að vera tabú. Að setja foreldra sína á stofnun eða vanrækja þau með einhverjum hætti er ólýsanleg hneisa. Feðraveldið er enn við lýði, en arabískar konur njóta virðulegr- ar stöðu innan fjölskyldunnar og í þjóðfélaginu. Það er líka flókn- ara en svo að rökin fýrir kúgun kvenna sé að finna í Kóraninum eða orðum Múhameðs spámanns eða hefðum íslams. Ekki virðist heldur bara vera við karlana að sakast - að þeir vilji ekki að konur nái fram sínum réttindum. Konur ganga líka hart fram í að berja niður „óæskilegar hvatir” barna sinna, svo sem að þau giftist þeim sem ekki er hefðum fjölskyldunnar þóknanlegur. I Egyptalandi standa konur t.a.m. fyrir ólöglegum umskurði stúlku- barna, án þess að hafa karlmennina með í ráðum. Sem fyrr segir er ástandið misjafnt eftir löndum og landshlut- um. 1 Jemen, sem Jóhanna kallar olnbogabarn arabaheinrsins þar sem flest er frumstætt og fátækt útbreidd, vinna konur ekki utan heimilis vegna þess að karlar í fjölskyldunni leggjast gegn því. Þar er t.d. konum bannaður aðgangur í kvikmyndahús og það er stór- mál ef stúlka á að fá að læra. Heiðursmorð tíðkast þar enn á ákveðnum svæðum. Vilja ekki að pétur og páll glápi á sig Konurnar hafa líka mjög ákveðnar skoðanir á okkar menningu og viðra þær án feimni. Margar eru þær reiðar okkur Vesturlandabú- um fyrir fáfræði okkar og fordóma um arabaheiminn. Einkum öll lætin eftir 11. september. „Ef múslimi fremur glæp er arabaheimurinn stimplaður á einu bretti (...) Það er reynt að klína á okkur mörgu illvirkinu þó að enginn fótur sé fyrir því. Til að sýna hvað við séunr hættuleg og stödd einhvers staðar í fornöld, frumstætt ofstopa- og öfgafólk.” (67) í Arabíukonum eru hraktar margar mýtur um stöðu kvenna. Það er t.a.m. ekki rétt að kvonarmundurinn (þegar borgað er með konurn við giftingu) sé til að karlmenn geti keypt sér konur eða selt þær. Peningarnir eru séreign konunnar og enginn má snerta þá nema hún. Ef erfiðleikar koma upp síðar á lífsleiðinni getur kvon- armundurinn skipt sköpurn um að konan geti bjargað sér. Þess vegna finnst mörgum konurn þær öðlast fjárhagslegt sjálfstæði við giftingu. Og svo er það þetta með blæjurnar. Þær eru ekki kúgun- artákn heldur merki urn kvenleika og oftast ráða konur því hvort þær nota blæju eða ekki. „Ég kæri mig ekki um að pétur og páll glápi á mig!” segir Fatíma myrrudrottning sem er stífmáluð undir blæjunni. Siðsam- ar konur láta ekki ókunna karlmenn sjá andlitið á sér. Það er bara þannig. Og þannig segjast konurnar vilja hafa það. Haft er fýrir ^ satt að blæjunotkun arabískra kvenna hafi aukist hin síðari ár. Ungt fólk finni hjá sér hvöt til þess að endurvekja hefðirnar. Það sé ekki rétt að ástæða þess sé að bókstafstrúarmönnum sé að vaxa fiskur um hrygg, heldur einfaldlega sú að vestrænar tískusveiflur séu á undanhaldi. Karlmenn trúa því að þeir ráði... Sjálfsvitund Jóhönnu, hinnar vestrænu konu sem rekur úr aust- rænunr viðmælendum sínurn garnirnar, er ákaflega skemmtilega útfærð í bókinni. Jóhanna segir lesendunr frá árekstrum menning- arheima og hlífir sjálfri sér hvergi. Stundum verða spurningar hennar til kvennanna óþægilega nærgöngular - hún fer yfir strik- ið og veit það, en hún kann líka að biðjast afsökunar. Rökræður hennar við viðmælendur sína eru einnig bæði fræðandi, skemmti- legar og stundum sprenghlægilegar. Arabíukonurnar koma sann- arlega á óvart og Jóhanna fær að heyra leyndarmál á borð við það að sýrlenskar konur séu snillingar í því að láta karlmenn trúa því að þeir ráði, þó að þær hafi í raun bæði töglin og hagldirnar! En jafnvel í fyrirmyndarríkjum arabaheimsins (s.s. Óntan) eru svörin sem Jóhanna fær við spurningum sínum oft: „Þið skiljið þetta ekki, en við viljunr hafa þetta svona. Þetta býr í hefðinni.” Og það er rétt. Stundum er erfitt að skilja. Sumt sjá Arabíukonur ekk- ert kvenfjandsamlegt við þó að við sjáum það. Þeirra hlutverk er einfaldlega öðruvísi en karla og þeint finnst sumum bara ekkert at- hugavert við það. Þær sjá um heimilisstörfin í æsku, meðan bræð- ur þeirra leika sér úti. Þær eiga að „geyma sig” fyrir manninn sem þær giftast en maðurinn ekki endilega að geyma sig fyrir þær. Og þegar þær eignast börn þá láta gullið, reykelsið og nryrran á sér standa þar til þeirn fæðist sonur. Er þetta betra hjá okkur? Umhyggja fyrir arabískum konum er landlceg hjá okkur. Þó svo við mcettum huga betur að stöðu kvenna í eigin ranni. Þar sem stúlkur farast úr anorexíu af því umhverfið krefst þess að allar konur séu mjóar og sœtar. Við höfutn kvennaathvarf sem er útúrfullt allan árs- ins hring. íslenskar konur sceta launamisrétti allt upp í 30%. Samt erum við ívið fróðari um kúgun kvenna meðal araba. Það er eins og við höfum að minnsta kosti meiri áhyggjur af þeim. Kannski til að athyglin dreifistfrá því sem er að hjá okkur sjálfum. (15) Sennilega er þetta alveg rétt. Það er líka dálítið kaldhæðnislegt að sumar kvennanna sem Jóhanna talar við hneykslast á vestrænu kynjamisrétti. „Hér þekkist launamunur kynja ekki og mundi aldrei líðast. En hann viðgengst víða á Vesturlöndum. Fyrst þið hafið haft konu sem forseta þá er þetta varla vandamál hjá ykkur,” segir Búþeina Sjaaban ráðherra og rithöfundur í Damaskus (62) við Jóhönnu sem „vefst tunga um höfuð” þegar hún fer að útskýra að þetta sé nú ekki alveg svona einfalt! Kannski dæmum við arabalöndin vegna þess að okkur virðist misréttið á Vesturlöndum vera svo flókið? Hér er a.m.k. leitun að fólki sem vill að konur séu lamdar á heimilum sínum, eða finnst það rétt að konur hafi lægri laun fyrir sömu störf. Það eru flestir á því að jafnrétti eigi að ríkja en samt er langur vegur frá því. Hvar er þá sökudólgurinn? I tilfelli arabaheimsins þykjumst við hafa skýringarnar á reið- unt höndum: „Jah, þessir arabar trúa því að konur séu óæðri körl- unr enda stendur það víst í Kóraninum. Og þeir trúa öllu sem stendur í Kóraninum. Ergo: Þess vegna eru konur þar kúgaðar.” En þegar við veltum fyrir okkur ástæðunum fyrir okkar eigin kúgun, þá vefst okkur „tunga um höfuð”. Arabíukonur er gríðarlega fræðandi bók og hún ætti eiginlega að vera skyldulesning í samtímasögu í menntaskólum. Jóhanna skyggnist undir blæjurnar af forvitni og það sent hún finnur þar hlýtur að koma fordómahlöðnum á óvart. Venjulegar konur. Þær eru ekki fáfróðar og bældar eins og barðir rakkar. Ekki frekar en við hinar. vera / 5. tbl. / 2004 / 5!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.