Vera - 01.10.2004, Page 47

Vera - 01.10.2004, Page 47
Þetta er menningarleg mynd sem gefur sig út fyrir að taka á málum, en til að vera viss um að þessi ‘málefni’ trufli nú engan er allt sett í hæfilega fjarlægð, 1953-4, og áhorfanda er boðið uppá að hugsa með sér: hugsa sér hvað allt var gamaldags þarna, ekki eins og núna! öfugt við tóninn í Magdalenu systrun- um, sem gerist nokkrum árum fyrr en vísar hinsvegar klárlega fram í tímann með því að benda á í lokin að þessum klaustrum hafi ekki verið lokað fyrr en árið 1996. Ella Enchanted (Tommy O’Haver 2004) En svo kom ævintýrið og bjarg- aði öllu. Ella í álögum er mynd fyrir allar þær stelpur sem sátu með grimmsævintýrabókina sína og urruðu pirraðar á kvenhetj- una: afhverju gerirðu ekkert í málinu! Hér er Þyrnirós sem bíð- ur ekki eftir að prinsinn veki hana úr álögum heldur drífur sig og gerir eitthvað í málinu sjálf, Öskubuska sem gefst upp á að láta ráðskast með sig, Ófelía sem verður ekki geðveik þegar öll von um ást prinsins virðist úti. Ella Enchanted er ævintýramynd um ævintýri og álög þeirra, fremur vafasöm álfkona gefur nýfæddri stúlkunni hlýðni í gjöf, en slíkt er henni skeinuhætt þegar stjúpan og stjúpsysturnar fara að skipa henni fyrir. Svo hún leggur upp í ferð að finna guðmóðurina óheppilegu og fá hana til að lyfta álögunum. í millitíðinni hefur hún auðvitað hitt prins sem hún rekst á aftur á leiðinni, auk þess að vingast við lágvaxinn álf og í Ijós kemur að í þessu ævintýri ríkir aðskilnaðarstefna, álfar, tröll og risar, sem áður bjuggu í sátt og samlyndi með mönnum hafa nú verið gerðir að þjónum og þrælum manna, undir styrkri en gerræðis- legri stjórn föðurbróður prinsins unga (sem er nýkominn úr námi erlendis...). Barátta stúlkunnar fyrir sjálfstæði er því spegluð í kyn- þáttaumræðu en án þess að nokkurntíma komi predikun að hætti Júlíu Roberts. Þvert á móti, hér er ekkert tekið of alvar- lega, allt er létt og skemmtilegt, myndin er að því virðist hrein og bein afþreyingarframleiðsla sem ekki reynir neitt á áhorfand- ann og gerir ekki neinar kröfur - en er í raun full af glúrnum boð- skap. Einmitt mynd að mínu skapi og dæmi um þá mörgu möguleika sem búa í afþreyingunni. FULLORÐINSFRÆÐSLA I 65 AR MORGUN-, SIÐDEGIS- OG KVÖLDNÁMSKEIÐ PROFADEILD - OLDUNGADEILD Grunnskólastig Framhaldsskólastig: (íslenska, danska, enska, stæröfræöi) grunnnám, fornám - upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskólanám. sjúkraliða-, nudd- og félagsliöanám. Almennur kjarni fyrstu þriggja anna framhaldsskóia og sérgreinar á heilbrigöissviöi. Fjarnám i sérgreinum á heilbrigöissviöi. Félagsliöanám - brú fyrir starfsfólk i umönnun aldraöra og fatlaöra. Sérkennsla í lestri og ritun. íslenska: aukin lestrarfærni, stafsetning og málfræöi. INNRITUN: 7. - 12. janúar. Kennsla hefst 17. janúar ALMENNIR FLOKKAR - FRISTUNDANAM Fjölbreytt tunguniálanám: Byrjenda- og framhaldsflokkar, Norska, sænska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, pólska, tékkneska, arabíska og tælenska. Myndlist og handverk: Fatasaumur, skrautskrift - byrjenda- og framhaldsnámskeiö, glerlist, mósaík, listasaga, teikning, vatnslitamálun, olíumálun, skopmyndateikning, prjón. Önnur námskeiö: Fjármál heimilanna, húsgagnaviðgeröir matreiösla fyrir karlmenn - byrjenda- og framhaldsnámskeiö, viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum, trúarbrögö heims. Stærðfræðiaöstoö og tungumálanámskeið fyrir börn og unglinga. íslenska fyrir útlendinga Morgun-, síödegis- og kvöldkennsla fyrir byrjendur og lengra komna (stig 1-5). íslenska talflokkar og ritun. Fjarnám í íslensku. INNRITUN: 13.-20.janúar kl. 09-21. Kennsla hefst 24.janúar Innritun fer fram í Miöbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma: 551 2992 Netfang: nfr@namsflokkar.is Vefsíða: www.namsflokkar.is Kennt er í Miöbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4. vera / 5. tbl. / 2004 / 4

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.