Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 19
/ KARLMENNSKA OG OFBELDI / í lagalegum skilningi ef kynmök eru höfð við áfengisdauða manneskju, þ.e.a.s. ef hún kom sér sjálf í það ástand, þar sem hún hefur ekki getað sýnt mótþróa og því sé hvorki um ofbeldi né nauðung að ræða. Grundvöllur laganna er karllægur, brotið miðast út frá honum og konan er metin út frá karllægri mælistiku. Þessi staða kvenna gagnvart laga- og réttar- kerfinu afhjúpar raunverulega stöðu þeirra í samfélaginu, að mínu mati. Vald- ið yfir lögum og rétti er í höndum karla og hefur verið frá aldaöðli. Samning laga mótaðist af vísindahyggju þar sem allt er mælanlegt og engar tilfinningar komast að. Á þeim tíma sem stjórnarskrár Vest- urlanda urðu til máttu eiginmenn lemja konur sínar, ef það var ekki gert grimmi- lega og var breidd prikanna tilgreind í lagaskýringum. Einstaklingurinn sem lögin voru búin til fyrir var hvítur borgari sem mátti eiga þræl og beita konu sína ofbeldi.” Guðrún segir Ijóst að mikill skoðana- munur sé milli almennings og dómstóla um meðhöndlun nauðgunarmála en al- mennt er talið að dómar í nauðgunarmál- um séu allt of vægir hér á landi. Ástæð- urnar telur hún m.a. liggja f hugmyndum okkar um karlmennsku þar sem kynferð- islega drottnandi hegðun er sýndur skilningur að vissu marki. Dómarar virð- ast samsama sig betur með ofbeldis- mönnum en fórnarlömbum vegna sam- eiginlegs habitus sem kynbræður. Kven- dómarar virðast hafa svipað viðhorf enda um að ræða rætur valdakerfisins og hin karllæga hugsun talin hlutlaus viðhorf. Karlmennskudýrkun Til að kafa ofan í huglæga gerð samfé- lagsins og skoða nauðganir rannsakaði Guðrún mótun sjálfsmyndar karla sem mótast af viðstöðulausum og gagnvirk- um tengslum við umhverfið frá fæðingu til dauða. Til að fá samþykki annarra á sjálfsmynd sinni er mikilvægt að haga sér í samræmi við kyngervi sem er sam- safn flókinna og mótsagnakenndra skila- boða um rétta kynhegðun og eru skila- boðin ólík milli stétta innan sama lands og á milli landa. „Hugmyndir okkar um karlmennsku eru margvíslegar, dæmi um það eru harði töffarinn, sjómannatýpan, heimsmaður- inn, sveitamaðurinn, sá akademíski, gler- augnaglámurinn eða nördinn en ímynd- irnar eru ekki samþykktar nema á á- kveðnu félagssviði, sjaldan á milli þeirra,” segir Guðrún. „í fræðunum er talað um hegemóniska karlmennsku sem er valdamest. Hún er síbreytileg og næstum ósýnileg og fáir uppfylla skilyrði hennar. Andstæðan er undirgefniskarl- mennska sem flestir hommar eru taldir tilheyra. Síðan er það samsektarkarl- mennska sem á við flesta karla því þeir hagnast af hegemónískri karlmennsku og njóta þess forskots sem karlar hafa vegna undirgefni kvenna almennt. Fjórði flokkurinn er svo jaðarkarlmennska sem er samofin stéttar- og kynþáttabreytum og skilgreind út frá yfirburðastöðu hvfta meirihlutans. Svartir karlmenn eru ýmist álitnir íþróttagarpar eða nauðgarar með óseðjandi kynlífslöngun og verkamenn ódannaðir dugnaðarforkar og drykkju- svolar. Jaðarkarlmennskan er að sjálf- sögðu skilgreind út frá hvítra karla mið- stéttarnormi. Hugmyndir um karl- mennsku eru margvíslegar en þegar ég tala um karlmennskudýrkun á ég við upphafningu á áhættuhegðun, keppnis- skapi og háu sársaukaþoli, kvenfyrirlitn- ingu og kynferðislega drottnandi hegð- un. Konur í ögrandi klæðnaði Ég skipti karlmennsku upp í tvo hluta, þ.e. einstaklingskarlmennsku og karl- mennskudýrkun. Þá hugmynd fékk ég eftir að hafa gert eigindlega rannsókn með viðtölum við átta unga menn á aldr- inum 18 til 23 ára um það hvernig karl- mennskuhugmyndir móta karla og menningu þeirra. Viðmælendur mínir hegðuðu sér hvorki né töluðu í samræmi við skilgreininguna á karlmennskudýrk- un, þeir voru kurteisir og Ijúfir. Karl- mennskudýrkunar tilhneigingin birtist einungis þegar þeir sögðu frá einhverju í gríni, í lýsingum á sjálfum sér á unglings- árum, í hópi með jafnöldrum eða hjá vin- um, kunningjum eða vinnufélögum. Kvenfyrirlitning kom einkum fram hjá þeim þegar þeir ræddu um svokallaðar bombur. Þeir höfðu flestir neikvæðar hugmyndir um bombur og töldu þá tísku að vera í lágum buxum með g-strengs- nærbuxurnar uppúr ekki fallega. Þó sagði einn sem var íþróttaþjálfari að mörgum strákum sem hann þjálfar fynd- ist þetta flott. Um leið og stelpa klæddist hins vegar „örlítið djarfara” væri hún orð- in „djöfulsins drusla”. Talið var að stelp- ur hlytu að vera að senda ákveðin skila- boð með ögrandi klæðnaði og færðu með því völdin í hendur karla sem hefðu það í sínu valdi að túlka skilaboðin. Stelpur/konur byggja sjálfsmynd sína út frá kyngervi sem byggir á undirgefni en karlar út frá kyngervi sem fela í sér yfir- ráð. Að karlar hafi leyfi eða vald til að túlka skilaboð sem stelpur/konur senda með hegðun sinni og klæðnaði var fyrsti vísirinn að svari við rannsóknaspurningu minni,” segir Guðrún. Fórnarkostnaður karlmennskunnar Guðrún fjallar síðan ítarlega um ofbeldis- menningu sem hún segir samofna menningu og reynsluheimi karla. Hún segir að útskýra megi ástæður hinna óteljandi tegunda ofbeldis í menningu karla út frá þremur meginþáttum, að mati Kaufman. í fyrsta lagi út frá yfir- ráðastöðu þeirra sem greipt er í samfé- lagsgerðina, í öðru lagi þeirri trú að þeir eigi að hafa tilkall eða aðgang að valdi og í þriðja lagi vegna hræðslunnar við, eða staðreyndarinnar, að þeir hafi engin völd. Þar sem karlmennska felur í sér til- finningalega fjarlægð frá öðru fólki eigi karlar auðveldara með að særa og meiða fólk og hún talar um „normaliser- ingu” á ofbeldi sem komi fram í karllægu gildismati og birtist í keppnisíþróttum, hermennsku og heimi alþjóðaviðskipta Frá aldaöðli hafa karlmenn haft vald til að skilgreina tilveruna, þess vegna eru karllæg yfirráð ríkjandi og hugsun um tilveruna karllæg. Sú hugsun staðsetur konuna ávallt sem seinna og ómerkilegra tvenndarparið og er greipt inn í stofnanir eins og kirkjuna, laga- og réttarkerfið, skólakerfið o.s.frv. vera / 5. tbl. / 2004 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.