Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 48

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 48
/ BÆKUR / » Ef femínistar hafa einhvern tíma haft ástæöu til aö gleðjast yfir ákvörð- un sænsku Nóbelsakademíunnar þá er það nú í ár þegar austurríski höf- undurinn Elfriede Jelinek hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Jelinek hefur lengi verið trú femínískri köllun sinni og eitt af meginþemunum í verkum hennar er það hversu erfitt er fyrir konur að lifa til fullnustu í veröld sem „málar yfir þær” með steríótýpískum myndum. Hún hefur sagt: „Það er alltaf verið að segja af femínismi sé óþarfur vegna þess að auðvitað hafi konur alveg jafnan rétt á við karla núorðið. En við þurfum ekki annað en að líta á það hversu miklu af auði jarðar konur ráða yfir. Ég get sagt ykkur það: Akkúrat einu prósenti. Það er náttúrlega bara brandari. Og í ofanálag þarftu að réttlæta það að vera femínisti. Eins og maður gæti mögulega ver- ið eitthvað annað!” FÆLNI FEMÍNISTIN - um Nóbelsverðlaunahafann Elfriede Jelinek / þórunn hrefna sigurjónsdóttir Jelinek var áður marxisti en segist ekki vera það lengur heldur lýsir sjálfri sér sem vinstrisinnuðum femínista. „Karlar eru metnir eítir því sem þeir gera en konur af út- liti sínu,” hefur hún sagt. „Ég er ekki á móti körlum heldur er ég á móti því kerfi kvenfyrirlitningarinnar sem metur verðleika kvenna eftir útliti þeirra og unglegum líkama en ekki eftir því sem þær gera.” Elfriede Jelinek fæddist árið 1946, ólst upp í Vínar- borg og þar býr hún og starfar enn. I æsku lærði hún á píanó og orgel og varð fullnuma í orgelleik komin hátt á þrítugsaldur. Hún lærði listasögu og leikhúsfræði í Vín- arháskóla - og hefur síðan hún var tvítug starfað sem rit- höfundur. Hún giftist 1974, Gottfried Hungsberg, sem samdi kvikmyndatónlist en hefur starfað hin síðari ár við upplýsingatækni. Jelinek hefur búið í Vínarborg og í Munchen til skiptis í gegnum tíðina. Fyrsta bók Jelinek var ljóðabókin Lisas Schatten sem kom út árið 1967. Jelinek tengdist stúdentahreyfingunni og næsta bók hennar var þjóðfélagsgagnrýnin skáldsaga sem bar heitið: wir sind lockvögel baby! Hún öðlaðist vinsældir með bókunum The Lieh- haberinnen (1975), Die Ausgesperrten (1980) og hinni sjálfsævisögulegu Die Klavierspielerin (1983) sem síðar var gerð kvikmynd eftir og Michael Haneke leikstýrði, en af öðrum verkum hennar má nefna Lust (1989) og Gier. Ein Unterhaltungsroman (2000) þar sem Jelinek skrifar um uppáhalds viðfangsefni sitt, karlveldið. Skapar tónverk úr tungumálinu Jelinek er afkastamikill rithöfundur, en hægt er að skipta höfundarferli hennar í þrjú tímabil. Fyrstu árin einbeitti hún sér að því að deila á kapítalismann og neysluþjóðfé- lagið en snemma á níunda áratugnum byrjaði hún að beina spjótum sínum að feðraveldinu og kynjamisrétt- inu. Jelinek fjallar í bókum sínum oítar en ekki um kon- ur sem eru fastar í einhverjum aðstæðum, jafnvel ban- vænum, en kvenhetjur eru þar víðs fjarri. Síðan í lok níunda áratugsins hefur Jelinek gagnrýnt fasíska fortíð og and-gyðinglega nútíð Austurríkis og I>ýskalands. Hún er líka slyngur þýðandi og hefur m.a. þýtt verk Thomasar Pynchon og Christophers Marlowe á þýsku. Hin síðari ár hefur Jelinek fært sig frá skáld- sagnaritun yfir í leikritun og t.a.m. skrifað mikið fyrir útvarp. Jelinek er kunn fyrir að brjóta texta annarra til mergj- ar og afbyggja kunna frasa, t.d. úr bókmenntaumíjöllun 48 / 5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.