Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 3

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 3
/ LEIÐARI / REYKJAVÍKURLISTINN fyrir að ráða Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem borgarstjóra Reykjavíkur til loka kjörtímabilsins. Steinunn hefur tvímælalaust mestu reynsluna innan borgarstjórnarhópsins og er sannarlega góður kost- ur í embættið. Til hamingju, Steinunn! 16 DAGA ÁTAK GEGN KYNBUNDNU OFBELDI sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Sannarlega verðugt að safna svo mörgum samtök- um saman til að minna á málefnið og vinna að því að fræða fólk um orsakir þess og afleiðingar. KARLAR TIL ÁBYRGÐAR stuðningur við karla sem hafa beitt konur sínar of- beldi þar sem þeir hjálpa sér sjálfir og hver öðrum til að taka ábyrgð á gerðum sínum. Verkefnið var í gangi fyrir nokkrum árum með góðum árangri og nú er unnið að því að það verði sett í gang aftur. Von- andi tekst það. DÓMSKERFIÐ sem hvað eftir annað hefur sýnt að það virkar ekki rétt þegar kemur að kynferðisbrotamálum eða brotum sem hafa átt sér stað inni á heimilum. Er þar skemmst að minnast niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness þar sem manninum var talið það til tekna að konan hefði reitt hann til reiði. HLUTUR KVENNA í STJÓRNUM fyrirtækja sem er mun minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.samkvæmt nýlegri könnun Nordic 500. Fleiri konur í stjórnum fyrirtækja er ekki aðeins talin pólitísk rétthugsun heldur nauðsynleg ráðstöfun til að auka hagnað fyrirtækja því þar getur fjölbreytni skipt sköpum. MENNTASKÓLINN í REYKJAVÍK sem efndi til lagasamkeppni vegna árshátíðar sinnar og valdi lag með texta þar sem óheyrileg kvenfyrirlit- ining veður uppi. Krakkarnir í skólanum fá mínus fyr- ir að velja þetta lag og stjórn nemendafélagsins fyrir að hafa ekki kjark til að hafna laginu og koma í veg fyrir að það væri sett á netið. Við ráðum hvernig við hugsum Jólin nálgast og bjóða okkur friðarboðskap sinn, hvort sem við viljum þiggja hann eða ekki. Við vit- um um allt áreitið sem dynur á okkur í desember en það er í okkar valdi að verjast því - ef við viljum það. Það er sagt að jólin búi innra með okkur en ekki í öllum ytri glæsileikanum sem okkur er boðið að taka þátt í. Til þess að finna jólin hið innra verð- um við líka að vera í góðu sambandi við sjálf okk- ur, vita hvernig okkur líður og hvað færir okkur mesta hamingju. Ekki trúa því að við getum keypt hamingjuna með greiðslukortinu, það kemur að skuldadögum í byrjun febrúar. Það er líklega svipað sem verður að gerast innra með okkur ef við ætlum að breyta heiminum til hins betra og sporna gegn eyðileggjandi hugsun- arhætti ofbeldis og valdafíknar sem er hluti af karllægri hugsun heimsins. Guðrún M. Guð- mundsdóttir mannfræðingur hefur reynt að skyggnast að baki hugmyndafræði karlmennsk- unnar og segir frá athugunum sínum í viðtali í blaðinu. Hugmyndir um karlmennsku og kvenleika eru samofnar hugsunum okkar og hafa mikil áhrif á hegðun okkar og framkomu. Það er því athyglis- vert að fólkið sem við báðum að svara því hvað því finnist vera karlmennska og kvenleiki hefur aðrar hugmyndir um það - vill frekar að sammann- legir eiginleikar móti bæði kynin. Þau viðhorf auka bjartsýni á að með tímanum verði hægt að snúa af braut hinnar forræðislegu karlmennsku sem stjórnað hefur heiminum fram að þessu og gerir enn - ekki eru mörg merki um að valdamenn heimsins vilji snúa af þeirri braut. En ef við erum nógu mörg í andófinu getum við breytt heiminum. Það er bráðnauðsynlegt að við berum ábyrð á hugsunum okkar en látum ekki stjórnast af hugmyndafræði sem okkur líkar ekki. Nýlega kom fram ákaflega sorglegt dæmi um slíkt ábyrgð- arleysi. Það var hjá ungum mönnum í stjórn nem- endafélags Menntaskólans í Reykjavík sem vildu ekki „sýna forræðishyggju” og koma í veg fyrir að árshátíðarlag væri birt á vef skólans, en í texta lagsins kemur fram botnlaus kvenfyrirlitning af verstu sort. Svar drengjanna við gagnrýni var að textinn væri „eðlileg afurð þess samfélags sem við búum í.” Það er kannski eitthvað til í því - en verð- um við ekki að reyna að sporna gegn slíkum óhugnaði og sýna ábyrgð? Við ráðum sjálf hvernig við hugsum. Við getum fundið jólin innra með okk- ur ef við viljum, í stað þess að stjórnast af „kröfum samfélagsins” um þau. frvrt&Ó £f>f vera / 5. tbl. / 2004 / 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.