Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 8
/ HVAÐ KEMUR ÞÉR í JÓLASKAP /
dags- eða jóladagsmorgun. Snjórinn hefur sem sagt mikla
þýðingu fyrir mig á jólaföstunni, ég held að það sé hreinleikinn
og birtan sem honum fylgir sem kallar fram jólin í mínum huga.
Svo eru það kertaljósin. Ég er mjög mikil kertakona.
Það er einhver vellíðunartilfinning við kertalogann, svo ég
tali nú ekki um arineld. Einhver tilfinning sem erfitt er að út-
skýra og þegar jólin nálgast er kertaljósið enn fegurra, hlýrra
og sterkara en á öðrum árstimum. Það skapar líka andstæðu
við dimmuna. Ég er mikil stemningskona og elska allar árstíð-
ir og nýt umbreytinganna og hlakka alltaf til þeirrar næstu. Ég
get fundið til með þeim sem finnst skammdegið erfiður tími en
sjálf finn ég hvíld í skammdeginu og mér finnst myrkrið hlýtt og
umvefjandi eins og jólin. Síðast en ekki síst er ég mikið fyrir að
lesa falleg Ijóð og sálma, þeim fylgir hátíðleikinn og alheims-
hugsunin um jólin allsstaðar á jörðinni. Mig langar að enda
þessa hugleiðingu mína á einu af eftirlætis Ijóðunum mínum,
/Cotfírú.n /fyör/cifo'sdóttin, s&i/ostjórií l/ií ftlý'rda.Z
Nýfallin mjöll á aðfangadag
Ó, Jesú, barn, þú kemur nú í nótt,
og nálægð þína ég í hjarta finn.
Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt,
í kotin jafnt og hallir fer þú inn.
Þegar ég fór að hugleiða hvað kemur mér í jólaskap kom mjög
margt upp í hugann, svo sem eins og piparkökulykt, jólalög,
jólaföndur, kortagerð, jólagjafakaup og fleira í þessum dúr en
þegar ég fór að hugleiða málið betur er allt þetta kannski frek-
ar til að vekja eftirvæntinguna og skapa skemmtilega stemn-
ingu á aðventunni en hið raunverulega jólaskap er síðan annað.
Eitt af því sem ég nýt mjög þegar styttist í jólin er að fá mér
góðan göngutúr í nýföllnum snjó, sérstaklega þegar halla tekur
degi og samspil vetrarsólarinnar og Ijósanna er fallegast, svo
ég tali nú ekki um þau fáu skipti sem maður getur gengið úti í
logndrífu á þessum tíma árs. Svo ég haldi mig við snjóinn þá
bíð ég alltaf eftir að vakna upp við nýfallna mjöll á aðfanga-
Þú kemur enn til þjáðra í heimi hér
með huggun kærleiks þíns og æðsta von.
í gluggaleysið geisla inn þú ber,
því guðdómsljóminn skín um Mannsins son.
Sem Ijós og hlýja í hreysi dimmt og kalt
þitt himneskt orð burt máir skugga og synd.
þín heilög návist helgar mannlegt allt,
í hverju barni sé ég þína mynd.
Jakob Jóh. Smári
Með góðri jólakveðju til allra
Hugmyndaríkar konur...
... athugið!
©
BRAUTARGENGI
impra nýsköpunarmiðstöð
Iðntæknistof nun
Impra - nýsköpunarmiðstöð heldur námskeiðið
Brautargengi
fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja
eigin atvinnurekstur.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:
• skrifi viðskiptaáætlun
• kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis
• öðlist hagnýta þekkingu á fyrirtækjarekstri,
s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun.
Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og persónulegri handleiðslu.
Tímabil: 26.janúar til 11. maí 2005.
Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Impru, Iðntæknistofnun, í símum 570 7267,
570 7100 eða á innritun@iti.is. Skráningu lýkur 12.janúar n.k. Takmarkaður fjöldi.
Þátttakendur á Brautargengi eru styrktir af eftirfarandi sveitarfélögum:
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Bessastaðahreppi og Seltjarnarnesi.
i
8/5. tbl. / 2004 / vera