Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 51

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 51
sjálfkrafa inn í hefðina; að una glöð við börn og bú en eiga í stað þess aðra þrá, aðra köllun sem samfélagið er ekki tilbúið að taka alvarlega því það skortir bæði þekkingu og skilning. Þetta er saga um íslenskar konur og sjálfsagt konur alls staðar. Þær eru hinn sterki yfirtónn í hljómkviðunni á meðan karlmenn- irnir eru hinn dimmi undirtónn sem þó sannarlega leiðir verkið. Þetta er saga um samstöðu kvenna og hjálpsemi þegar eitthvað á bjátar, um visku þeirra, hina ævafornu, næstum yfirnáttúrulegu lífsvisku og innsæi kvenleikans. Þetta er dulmögnuð saga sem grípur lesandann frá byrjun og heldur honum föstum til síðustu blaðsíðu. Hún er afar vel skrifuð á málfari sem fellur mjög vel að sögutímanum. Afar vönduð bók. AUÐUR IÓNSDÓTTIR SOFFÍA BJARNADÓTTIR Fólkið f kjallaranum Fólkið í kjallaranum eftir Auöi Jónsdóttur / Mál og Menning Hvað gerir mig að mér? Hún sem er allar manneskjur og allar manneskjur hún en sumar manneskjur sleikja sólina, aðrar neita sér um það. Ómurinn af öllu og hún brosir með sjálfri sér, nývöknuð og allt fyrirsjáanlega ófyrir- sjáanlegt. Þyrstir í vökuna, sýpur á kaffi með fólkinu í kjallaranum (288). Á þann hátt reikar hugur í bókinni Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur, sem er íslensk fjölskyldusaga. Hér er á ferðinni íslensk- ur raunveruleiki beint í æð þar sem sagt er frá Klöru og þeim þráð- um sern að henni liggja allt frá barnsaldri til dagsins í dag. Frásögn- in fléttast saman á milli ólíkra tímabila í lífi Klöru, frá því að hún er ofurábyrgt barn passandi upp á foreldra sína og Emblu litlu systur. - Klara sem unglingur með Ódáðahraun á enninu og hana langar svo mikið að sofa hjá eins og Fjóla sæta vinkona sem var svo heppin að fó Klamydíu og hvaðeina. - Klara rúmlega tvítug og rót- tæki kærastinn hennar sem framdi sjálfsmorð. í dag er Klara rúm- lega þrítug með sínum fallega og karlmannlega Svenna sem sér svo vel um hana og elskar hana meira en hún sjálfa sig, og enn er hún að glíma við fjölskylduna og eigin þanka, og bera ábyrgð á allri vit- leysunni. Rödd hennar og sögumanns flæðir með okkur fram og aftur í vangaveltum tímans þar sem hún reynir að skilja sig sjálfa og fólkið í kringum sig. Öll hlutverkin sem hún leikur í meðvirkni lífsins flækjast saman og hún er þetta fullorðna barn alkóhólista sem siglir milli skers og báru. Með tímanum hverfa skoðanir henn- ar inn í hana sjálfa og hún þegir um það hvað henni finnst, eða veit ekki lengur hvað henni finnst, en sveimhuginn Klara fær útrás fyr- ir vanmáttinn gagnvart veröldinni með því að teikna og treystir á sinn Svenna og þeirra hamingju. Þetta er sagan af henni Klöru og þar með einnig brot af sögunni um Emblu systur hennar sem er í tómu rugli, og sögu Nonna sem er svo óheppinn að eiga mömmu sem er fyllibytta og einstæð móð- ir, cn hins vegar svo heppinn að eiga bjargvættinn Klöru móður- systur að. Og sagan af hjúskap foreldra þeirra Klöru og Emblu er sögð. Þau hanga enn saman þrátt fyrir eilíft fyllerí, franrhjáhöld, barsmíðar, skuldir og óhamingju - en mitt í henni leynist eitthvað sem heldur þeim saman, þessum pabba sem er doktor í norrænum bókmenntum og þessari mörnnru, hinu rneinta ljóðskáldi sem kennir lausbrókuðum pabbanum unr ófarir fortíðar. Klara reynir að skilja þau og skilja þetta allt, hvað það er sem heldur þeirn sam- an í gegnum alla þessa sigra og ósigra lífsins. Þau rífast og slást og síðan er hlegið að öllu saman og jafnvel lesin ljóð, fengið sér neðan í því og gerð enn ein uppreisn þar sem siðferðið er hreint ekki á tæru. Saga ömmunnar fléttast einnig með og sá tíðarandi sent hún elst upp við. Sorgleg örlög Fjólu æskuvinkonu svífa yfir og Barði nágranni er þarna á vappi, klístraður og glottandi, kvartandi yfir tónlist eða hröfnum sem áreita köttinn á milli þess sem hann steikir sér franskar og setur klámmynd í tækið, nema þegar honum leiðist þá fær Easy Rider að rúlla yfir skjáinn. Mitt í öllu þessu dill- ar vinafólk Svenna sér, þau Boggi og Elín, við diskó í hinum mörgu matarboðum sem verða að einu allsherjar eilífu nratarboði lífsins. Já, hvað er það sem gerir okkur að því sem við erum? Sögumað- ur jafnt sem Klara reyna að skilja af hverju fólk er eins og það er, leita í fortíðina, uppeldið, sambúðina, fólkið allt um kring. Og þessi fjölskyldustef, þessar persónur sem verða á vegi lesanda eru kunnar. Við könnumst við eitthvað af þessum skjanaða veruleika og hvernig tíminn leikur fólk. Örlög eða kannski eitthvað allt ann- að. Það eru allir fyllibyttur, segir litla stelpan Klara sem á það til að hvessa augun á pabba sinn eftir að hann hefur hossað sér duglega með nágrannakonunni eða hver það nú er í það skiptið. Hér er ekki verið að finna upp hjólið í efnisvali en frásögnin í Fólkið í kjallaranum líður mjög vel áfram. Auði Jónsdóttur tekst að skapa einkar eðlilega stemningu í huga og aðstæðum Klöru. Lesandi verður fluga á vegg, hvort sem er í rifrildinu inn í eldhúsi eða í einverunni á baðherberginu. Persónusköpun vegur salt milli kaldhæðni og einlægni. Persónan Klara er af holdi og blóði, ltvort sem hún er barn eða fullorðinn einstaklingur þá liggja þræðirnar vera / 5. tbl. / 2004 / 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.