Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 50
/ BÆKURI /
ÞORBJÖRG DANÍELSDÓTTIR
Karítas án titils
Karitas-
Kristín Marja Baldursdóttir
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur / Mál og Menning
Saga um íslenskar konur
Hafís, sjór, fjöll, jöklar, eldur undir jökli. Náttúran og duldar vætt-
ir. Þetta er sú umgjörð sem sagan um Karítas, íjölskyldu hennar og
allt hitt fólkið sem við sögu kemur gerist innan. Þjóðin er að
rumska eftir aldalanga kyrrstöðu. Konur í tandinu eru nýbúnar að
öðlast kosningarétt í fyrsta sinn, þó með takmörkunum væri. Von-
ir vakna um aukið jafnræði. Kaupstaðir eru að fá á sig mynd með
tilheyrandi stéttaskiptingu milli ríkra og fátækra og munurinn er
mikill. En vonir vakna líka hjá ungum mönnum um möguleika á
að efnast. Þeir kaupa sér stærri báta með stærri vélum til að geta
róið lengra og veitt þorsk. En svo kemur síldin, þetta silfur hafsins
sem kveikti auraglóðina í hjörtum bæði manna og kvenna. Sumir
sjá leið til að komast til mennta, aðrir til að koma undir sig fótun-
um fljótt, komast úr skuldum og jafnvel að eignast hús.
Sagan er byggð upp eins og hljómkviða þar sem skiptast á ein-
leiksstef og blönduð hljóðfæraskipan. í einleikssteíjunum segir að-
alsögupersónan frá í 1. persónu, jafnan stutt og hnitmiðað. í hin-
um köflunum er það þriðja persóna sem lýsir atburðum utanfrá
og frásögnin er flóknari og fjölþættari. Jafnframt notar höfundur
myndlistarmál sem fyrirsögn á hverjum kafla, eins og þegar málari
gefur myndum sínum heiti og merkir þær með ártali. Þannig gefa
heitin vísbendingu um efni hvers kafla, sem er á einhvern hátt
annað en það sem var í kaflanum á undan. Breyting hefur átt sér
stað, annað hvort í ytra umhverfi eða á hugarástandi aðalpersón-
unnar. Stöku sinnum bregður þó fyrir endurtekningum, jafnvel
þræði sem eins og rekur sig í gegn um allt verkið; þvottur á snúru,
þvottur í bala. Stundum aðeins stuttum strófum; kona klofríðandi
á burst og ber eins og kross við himin, umkomuleysingjar sem
konur hafa undir sínum verndarvæng, stundum bara endurtekin
setning.
Kona býr við brimasama vík vestur á fjörðum. Hún hefur misst
mann sinn í sjóinn frá sex börnum; þrem unglingsstúlkum og
þrem drengjum undir fermingaraldri. Veraldlegar eigur hennar
eru ekki miklar, né fémætar. Þess vegna vekur það undrun og
hneykslan sveitunga hennar þegar hún kunngjörir að hún ætli að
selja allt sitt og fara með börnin þangað sem hún geti komið þeim
til mennta. Hún hafði heyrt að það væri svo mikill gróður á Akur-
eyri, þangað ætlar hún að fara. Þegar skipið með konuna og barna-
hópinn innanborðs kemst ekki norður fyrir Horn vegna hafíss og
verður að snúa til baka til ísafjarðar, segir hún kunningjafólki sínu
sem heldur að þessu feigðarflani hennar sé þar með lokið. „Ég fer
bara hringinn.” Og hringinn fór hún. Síðan er lýst komu þeirra til
Akureyrar og fyrstu barningsárum þeirra þar. Öll þurftu þau að
vinna eins og þau lifandi gátu. Eldri systurnar tvær komast hvor í
sinn skóla í Reykjavík, útskrifast þaðan en eftir að heim kemur fara
þær báðar fljótlega í burtu að nýta menntun sína. Drengirnir þok-
ast upp skólastigann, í barnaskóla og gagnfræðaskóla og með tím-
anum hefðbundna leið upp á efri skólastig. Karítas yngsta systirin
er ein systranna sem verður að vinna þó hin fái að læra. Hún þvær
þvott fyrir kaupmannsfrú í bænum. I gegnum vinnu sína kynnist
hún þó konu sem verður örlagavaldur í lífi hennar. Sú er fín frú,
gift embættismanni í bænum, hafði gengið í listaskóla í Kaup-
mannahöfn en sat nú sem fangi í fínu húsi og fékkst ekki lengur
við að skapa list. Hún kom auga á hæfileika Karítasar til dráttlist-
ar, en það hafði verið hennar gleði og gaman frá því hún var lítil og
pabbi hennar hafði gefið henni skissubók að teikna í allt sem fyrir
augu bar.
Þessi danska eða hálfdanska kona tekur Karítas í teiknitíma og
kennir henni þangað til hún segist ekki geta kennt henni meir og
semur svo um við móður Karítasar að hún fái að fara á Listaaka-
demíuna í Kaupmannahöfn og býðst til að kosta hana til námsins
að því tilskyldu að Karítas hjálpi til í eldhúsi vinkonu hennar á
kvöldin og um helgar þar sem hún átti að fá inni.
Karítas er í Kaupmannahöfn í fimm ár og lýkur námi í málara-
list frá Listaakademíunni með góðurn árangri, eftir því sem best er
skilið. Það segir nánast ekkert af dvöl hennar þar, enda ekki mikill
tími sem hún hafði aflögu til að frílista sig með þessa vinnuskyldu
á herðunum auk námsins. Þó kemur fram að hún hafi haft veður
af nýjustu stefnum og straumum í málaralist í Evrópu og hafði
hug á að tileinka sér þær. Hana langaði með skólafélaga sínum til
Rómar en átti ekki fyrir farinu. Heim komin eftir fimm ára listnám
í útlöndum, drífur hún sig í síld til Siglufjarðar þar sent hún von-
ast til að þéna nóg til að geta leigt sér atelíer þar sem hún geti hald-
ið áfram að mála. Málaralistin er það sem hún ætlar að lifa fyrir.
Síldin er treg fyrir norðan og fyrr en hana varir er hún bókstaflega
gripin upp af ástinni. Upp frá því stjórnar hún ekki lífi sínu sjálf.
Hún er á valdi óviðráðanlegra hvata og aðstæðna sem hún ræður
ekki við.
Ástin og ástríðan til karlmannsins í lífi hennar og frumhvötin
sem móðuástin er, berjast við löngunina og þrána til listsköpun-
arinnar. Hún reynir að sinna hvoru tveggja og hættir lífi sínu til.
Að lokum gefst hún upp fyrir óblíðum aðstæðum og yfirgangi
annarra og er við það að missa vitið. Eitt barnanna er tekið frá
henni, hin barnlausa, yfirgangsama og eigingjarna systir fer með
það á stórbýli sitt fyrir norðan en Karítas er ráðstafað frá mannin-
um sem hún bæði elskar og hatar og komið í skjól hjá góðu fólki
með drengina sína tvo. Þar bíður hún í 13 löng ár eftir því að mað-
urinn komi að sækja þau, sem hann að lokurn gerir, en þá er Kar-
ítas búin að ná heilsu og er fær unr að taka eigin ákvarðanir og
fylgja þeirn. Þau fara sitt í hvora áttina, en sem lesandi gef ég mér
að Karítas fari til Reykjavíkur, finni málverkin sín sem hún á þar,
haldi sýningu, máli meira, en fari svo norður þegar hún þarf ekki
lengur að þvo tíðabindi. Síðustu orð hennar gefa það í skyn: „Ég á
víst eftir að fara hringinn.”
Þessi saga er meira en saga ungrar listakonu sem ekki fellur
50 / 5. tbl. / 2004 / vera