Vera - 01.10.2004, Side 15

Vera - 01.10.2004, Side 15
» Heimurinn er mótaður af karlmannlegum hugmyndum sem eru ofnar inn í stofnanir samfélagsins, laga- og réttarkerfi og koma m.a. fram í stríðsrekstri og ofbeldishegðun. Þessar hugmyndir sitja líka í hugum fólks og birtast í yfirráðum karla og undirgefni kvenna á ýmsum sviðum. Heimilisofbeldi er alvarlegt vandamál sem hefur orðið sýnilegra hér á landi á þessu ári þar sem rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll kvenna til slíks ofbeldis. í blaðinu er fjallað um karlmennsku og ofbeldi í viðtali við Guðrúnu M. Guðmundsdóttur MA í mannfræði sem rannsakaði nauðganir með því að skyggnast á bak við þær hugmyndir sem liggja að baki slíkum verknaði. Hún komst m.a. að því að körlum finnst eðlilegt að túlka ögrandi klæðnað kvenna sem skilaboð um að þær séu að bjóða kynlíf. Ef vilji þeirra til slíks er hins vegar ekki til staðar getur það endað með nauðgun. Við ræðum líka við ungan mann sem beitti konu sína ofbeldi en fékk aðstoð frá sálfræð- ingum í átakinu Karlar til ábyrgðar sem stutt var af Rauða krossinum fyrir nokkrum árum. Saga hans er einkar athyglisverð og vonandi tekst að endurvekja það átak, eins og félags- málaráðuneytið stefnir að.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.