Vera - 01.10.2004, Page 40

Vera - 01.10.2004, Page 40
KHÍ er í lykilstöðu og á stofnuninni hvílir sú ábyrgð að útskrifa kennara sem geta sett upp gagnrýnisgleraugu og greint námsefni og kennsluaðferðir sínar út frá jafnréttissjón- armiðum og menntunarlegu gildi þeirra unn við. „Við verðum að axla ábyrgð og gera eitthvað í málunum. í nýlegum drögum að jafnréttisáætlun Kennaraháskólans kemur fram sterk viðleitni til að axla þessa ábyrgð með margvíslegum hætti. Þar er m.a. hvatt til þess að haldin verði námskeið fyrir starfsmenn og yfirstjórn skólans og námsefni verði endurskoðað með tilliti til kynjaðs máls. Ef vel tekst til og allir taka höndum saman getur KHÍ orðið í forystu á þessu sviði. Ef ekkert er hins vegar gert viðhöldum við staðalímyndum og þá tapa bæði strákar og stelpur. I dag fá börnin umbun og hrós fyrir ólíka hegðun. Stelpum er hrósað fyrir hlédrægni en strákum fyrir kjark. Ef strák- ar eru ástríkir og hlýir fá þeir skýr skilaboð um að það henti ekki.” „Ég man eftir einu sláandi dæmi um þetta frá leikskóla sem ég var á,“ segir Þórdís. „Ungur faðir var að sækja strákinn sinn en hann vildi ekki fara þar sem hann var niðursokkinn í leik og fór að gráta þegar hann átti að hafa sig af stað. Pabbinn kyssti tárin af strákn- um og útskýrði fyrir honum rólega að nú yrðu þeir að fara. Þá heyrðist allt í einu í öðrum strák sem fylgdist með: „Sjáiði, pabbar geta líka verið mömmur!” Samþætting - útþynning ábyrgðar? í áðurnefndum drögum að jafnréttisáætlun KHÍ kemur fram að skólinn sé í lykilstöðu til að hafa áhrif á jafnrétti í samfélaginu öllu og bent á mikilvægi þess að afla frekari þekkingar með rannsókn- um á þessu sviði þannig að þeir nemar sem útskrifast úr skólanum séu meðvitaðir um jafnréttismál. Kennaraháskólinn gegnir miklu ábyrgðarhlutverki oggetur verið í fararbroddi á sviði jafnréttis... Yfirstjórn Kennaraháskóla íslands ber ábyrgð á framkvœmd jafnréttisáœtlunar. Mikilvægt er að samþætta jafnréttissjónarmið ákvarðanatöku og stefnumótun í allri starf- semi stofnunarinnar. „Samþætting er jákvæð og mikilvæg að því leyti að hún snýst um að breyta kerfinu í stað þess að breyta konunum,” segir Stein- unn. „Ábyrgðin færist því frá konunum yfir á kerfið, á stofnanir samfélagsins stórar og smáar. Hún kallar líka á að kynjasjónarmiða gæti við allar ákvarðanir og stefnumótun í samfélaginu og stofn- unum þess. Að málinu þurfa því að koma allir í senn, embættis- menn, fræðimenn og stjórnmálamenn, öðru vísi næst ekki árang- ur. En samþætting felur líka í sér dreifða ábyrgð. Ef allir bera óskil- greinda ábyrgð þá hættir mörgum til að treysta á „hina”. Þetta get- ur endað þannig að enginn geri neitt. Fyrir okkur sem þó höfum áhuga og getu er samþætting flókin, hvað þá fyrir hina! Samþætt- ing ein og sér er því varhugaverð og mun ekki skila þeim árangri sem stefnt er að núna. Til þess þarf jafnhliða sérstök námsk.eið og alhliða fræðslu. Vonandi verður það svo í framtíðinni að vinnu- brögð okkar og námsefnið verði svo samþætt að við þurfum þetta ekki, en við þurfum þess í dag.” Þótt hugsunin að baki samþættingu sé bæði Steinunni og Þór- dísi að skapi eru þær sammála um að enn sem komið er eigi kynja- fræði heima sem sérstakt fag í grunnnámi kennaranámsins. Slíkur áfangi er þó ekki í sjónmáli. „Námið í KHÍ er í stöðugri endurskoðun en engin trygging er fyrir því að femínísk sjónarmið komi inn við skipulagninguna,” segir Þórdís. „Ég dreg í efa að við séum komin nægilega langt á okkar vegferð til að ráða við það stóra verkefni að samþætta fjöl- menningu og jafnréttissjónarmið öllum okkar störfum, ekki hjálp- arlaust að minnsta kosti. Ég set stórt spurningarmerki við það. Enn í dag eru það t.d. miðaldra, hvítir, millistéttakarlar sem semja meirihluta af námsefninu sem stuðst er við í kennaranámi. Við notum t.d. bók í Inngangi að uppeldisfræði þar sem fjallað er um mikinn fjölda karla sem hugmyndasmiði uppeldisfræðinnar en þar er einungis að finna þrjár konur. Við sem kennum þetta nám- skeið höfum þó brugðist við með því að kynna nýjar íslenskar rannsóknir á sviðinu og þar gætum við þess að rannsóknir kvenna sjáist. Uppeldisvísindin eru karlafag! En konur sjá um framkvæmd uppeldis og menntunar. Þetta er eins og með listakokka, karlarnir vinna á fínum veitingastöðum en konurnar elda í eldhúsunum heima.” Gefumst ekki upp Þegar námskeiðið Kyngervi, menntun og lífsstíll var boðið aftur skólaárið 2004 - 2005 sóttu örfáir nemendur um og námskeiðið var því fellt niður. Steinunn og Þórdís hafa leitað skýringa á þess- ari dræmu aðsókn, bæði með því að spyrja gagnrýninna spurninga um námskeiðið og í ytri aðstæðum. Ljóst er að þrátt fyrir ánægju nemenda með námskeiðið náðist orðsporið ekki að breiðast út í tíma. Vægi námskeiðsins var skorið niður úr þremur einingum í tvær og stærð námskeiða hefur áhrif á val nemenda. Loks má vera að nemendur í grunnnámi KHÍ sjái ekki þörfina fyrir nám af þessu tagi og velji þess vegna önnur námskeið sem þeir telja mikilvægari fyrir starf sitt á vettvangi. Á þessari stundu liggja engin svör fyrir en þeirra verður áfram leitað þannig að reynslan nýtist til frekari þróunar námstilboða. í máli Þórdísar kemur fram að eftir að nám- skeiðið var fellt niður hafi nokkrir nemendur komið að máli við hana og beðið um að það verði tekið upp aftur. „Við ætlum ekki að gefast upp,” segir Steinunn, „heldur halda áfram að spyrja spurninga og leita svara með það í huga að læra af reynslunni og nýta hana til frekari þróunar námstilboða. Það er nauðsynlegt að byggja upp reynslu og við lítum á þetta námskeið sem tilraun til að axla ábyrgð og stuðla að því að með tímanum verði kynjafræði hluti af grunnnáminu í KHÍ. Mér fmnst mjög al- varlegt ef kynslóðin sem er að vaxa upp hefur ekki minnstu áhyggjur af því að kynferði hafi áhrif á nám og kennslu.” Um þessar mundir eru margar konurnar sem stóðu að nám- skeiðinu að skrifa bók ásamt Þorgerði Einarsdóttur og Berglindi Rós Magnúsdóttur frá Háskóla íslands undir vinnuheitinu Kyn- gervi og menntun. „Þetta er gaman en virkilega mikil vinna líka,” segir Þórdís. „Steinunn er hvatinn að þessu öllu saman, hún ýtti boltanum af stað og svo fylgja með fuglar eins og ég sem eru fegn- ir frumkvæðinu og til í að vera með.” „Það byrjar alltaf einhver en ef enginn vill taka þátt deyr allt frumkvæði út,” bætir Steinunn við. Á meðan baráttugleðin og réttsýnin lýsir kvennahópnum í KHÍ leið er ólíklegt er að sú von sem fæddist á aðventufundi þeirra árið 2001 muni deyja út. I raun má segja að þessar konur hafi komið með ferskan blæ inn í venjubundið mynstur á vinnustað sínum í þeirri von að vinna gegn fordómum í garð kvenna og karla og hvers kyns ranghugmyndum um áhrif kynferðis á einstaklinga. Vonandi fá stelpur og strákar þessa lands næga þekkingu um jafn- rétti og jafnræði til þess að verða fær um að ráðast gegn staðal- myndum sem draga úr möguleikum kynjanna til lífsgæða og þroska. Slíkar aðgerðir hljóta að fylla okkur sem búum á skamm- degiseyjunni Islandi örlítilli bjartsýni. Tengdir hlekkir: Heimasíða námskeiðsins: http://kynferdi.khi.is/ Jafnréttismál við KHl: http://www.khi.is/sidur/umskolann/jafnretti/inngangur.htm 40 / 5. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.