Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 46

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 46
/ KVIKMYNDIR / ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR » Það kemur alltaf annaðslagið fyrir að ég fæ voðalegt samvisku- bit yfir kvikmyndasmekk mínum og finnst ég lélegur femínisti. Svo stundum tek ég mig til og geri skurk í því að hreinsa fordóma mína gegn menningarlegum kvennamyndum út. Og er hægt að hugsa sér betra tilefni en að skrifa vídeógrein fyrir Veru? GLÖTUÐ I STELPUMYNDUM Lost in Translation (sotía coppoia 2003) Myndin sem ég lagðist yfir var Lost in Translation sem vinir mínir höfðu rómað ógur- lega, auk þess sem hún hafði almennt fengið góða dóma. Mér fannst þetta kjörin mynd til að byrja á, málefnið gott, kvenkynsleikstjóri (og hand- ritshöfundur) og sonna. í stuttu máli sagt leiddist mér ógurlega, í réttu hlutfalli við hið ógurlega lof. Myndin segir frá ungri stúlku, Charlotte (Scarlett Johansson) og mið- aldra karlmanni, Bob (Bill Murray) sem hittast fyrir tilviljun í Tókýó og þar sem þau eru bæði hálftýnd - í sjálfum sér og ókunnri menningu - þá vingast þau og skemmta sér um stund. Sem persónur voru þau bæði afskaplega leiðinleg og óspennandi og óttalega get ég haft litla samúð með Amerík- önum sem finnst japönsk menning skrýtin. Hinsvegar stóðu leikararnir sig afbragðsvel, auk þess sem myndin er falleg, Soffía sýnir takta í myndatöku og myndmáli og því tókst mér að lifa þetta af. (Lagaði reyndar til í stofunni á meðan, bara svona til að slá á verstu leiðindin.) Á hinn bóginn gat ég ekki séð mikinn femínisma í þessu öllu saman, sömu kallaklisjurnar ganga þarna hraustlega aftur. Skamm Soffía! The Magdalena Sisters (PeterMuiian2oo2) Fjallar um írsku kvenna-þrælkunarbúða-klaustrin, nefnd eftir Maríu Magdalenu. Við fylgjumst með þremur stúlkum sem all- ar eru sendar í Magdalenu klaustur, einni er nauðgað og það kallar yfir hana slíka skömm að það verður að koma henni úr augsýn föðurins, önnur er sæt og leyfir sér að brosa til stráka, sú þriðja eignast barn utan hjónabands. í stuttu máli sagt upplifa þær allar miklar hörmungar, misþyrmingar og niður- lægingu í þessum vinnubúðum sem eru sérstaklega hannaðar til að kúga konur sem ekki fylgja þröngum vegi kaþólismans - og þarmeð samfélagsins, en írskt þjóðfélag er mjög háð boð- um og bönnum kaþólskrar trúar. Þetta var menningarleg kvennamynd sem sló mig vandlega á puttana fyrir fordómana. Myndin er bæði sterk og áhrifamikil, með dálítið gamaldags raunsæislegt yfirbragð sem hæfir fullkomlega viðfangsefninu. Hér er enginn áróður heldur er áhorfanda einfald- lega sýnt og boðið að draga sínar eigin ályktanir. Mikilvægi þessa var mér ekki Ijóst fyrr en ég horfði á þriðju myndina: Mona Lisa Smile (Mike Neweii 2003) En sú er sýnu verst af þess- um fjórum dæmum sem hér eru til umræðu. Hér er á ferðinni amerísk formúlu- kvennamynd, með formúlu- femínisma, jafnsteingeldum og... jæja kannski þest að spara stóryrðin. En þessi mynd gerði mig reiða, ég veit ekkert eins pirrandi og yfirborðsfemínisma (já, hér er ég búin að endurheimta trú mína og sjálfa mig sem femínista!). Julia Roberts leikur listfræðikennara sem er ráðin í íhaldssaman stúlknahá- skóla og tekur strax til við að sýnast uppreisnargjörn. Sumar stúlkurnar taka því vel að fá eitthvað nýtt sjónarhorn, en sumar síður. Og svo fáum við þarna vakúmpakkaðan og niðursoðinn femínisma í neytendavænum umbúðum - en þær felast í ástar- ævintýrum kennslukonunnar. Allt er mjög fagmannlegt, glæsi- legt og áferðarfallegt, og ólýsanlega leiðinlegt og tilgerðarlegt. Aftur voru það leikararnir sem björguðu því sem bjargað var en fyrir utan Roberts hafði myndin á að skipa úrvalsleikkonum, t.d. Kirsten Dunst, Julia Stiles og Juliet Stevenson. 46 / 5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.