Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 26

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 26
Ég var að spá í hvort ég væri ekki bara brjálaður og hvort ekki væri til eitthvert töfralyf sem gæti leyst þetta. Lyf sem gætu breytt hormónum og seratónum í heilanum svo að ég yrði ekki svona brjálæðislega ofsafenginn fyrir hvers konar maður ég væri og fannst að ég ætti bara skilið að líða illa yfir því hversu andstyggilegur ég væri. En löngunin til að losa mig úr þessum vítahring varð til þess að ég gerði þetta og mætti þar í um tvö ár. Þetta var hóp- ur af körlum og síðan tveir sérfræðingar sem hittust vikulega og ræddu saman um hvernig okkur liði og hvernig hlutir hefðu þróast hjá okkur. Allir sögðum við frá reynslu okkar og upplifunum og hvernig okkur gekk að hemja okkur og breyta hegðun okkar til hins betra. Nafnið Karlar til ábyrgðar vfsar til þess að það var verið að reyna að fá okkur til að taka ábyrgð á eigin lífi og eigin gerð- um. Segja okkur að við getum ekki breytt því hvernig aðrir hegða sér en við getum breytt sjálfum okkur. Það var það sem við vorum að vinna í. Þegar talað er um þetta aftur og aftur og maður er meðtækilegur fyrir þessu og sér að þetta er lausn, fer maður að trúa þessu og til- einka sér þetta. Þannig að það var verið að kenna þér aðferðir til að grípa inn í áður en þú byrjar að beita ofbeldi? Já, stöðva þetta ferli sem annars hefði örugglega leitt til þess að ég hefði gripið til ofbeldis. Ég lærði að hafa stjórn á því þegar mér var farið að líða illa í rifr- ildum og upplifa að ég væri að missa tökin á hlutunum. Þá ætti ég að taka „time out”, fara út og koma aftur seinna og ræða málin þegar ég væri orðinn ró- legri. Breytti þessi meðferð eitthvað sýn þinni á ofbeldið sem þú beittir? Já, fyrst notaði ég ofbeldi ómeðvitað en svo gerði ég mér alveg grein fyrir hvað ég var að gera, nota ofbeldi til að reyna að ná mínu fram. Ég sagði alltaf við sjálfan mig að ég réði ekki við mig þegar ég yrði svona reiður og því væri ég ekki ábyrgur gerða minna. Eftir að ég byrjaði í þessum hóp fór ég að átta mig á því að ég get bara víst ráðið við skap- ið í mér, ég væri ekki að missa stjórn á skapi mínu heldur væri ég að ákveða að sleppa mér. Ég gæti alveg eins ákveðið að gera það ekki. Margoft ákvað ég að gera það ekki, ákvað að taka „time out” eða snúa mig einhvern veginn út úr þessu ferli sem leiddi til þess að ég beitti ofbeldi. Það hjálpaði mér gríðarlega mik- ið að gera mér grein fyrir því að ég stjórna öllu sem ég geri. Átta mig á því að það væri enginn annar sem reitti mig til reiði heldur ákveddi ég að ég ætlaði að verða reiður yfir þessu. Það tekur langan tíma að tileinka sér þetta viðhorf og breyta þessum hugsunarhætti þegar maður hefur alist upp við það alla ævi að það sé í lagi að gera þetta og hitt þvi ég ráði ekki við skapið í mér. Hverju breytti þetta fyrir þig? Það hafði góð áhrif á mig að vera innan um karla með svipaða reynslu og ég. Mér leið ekki lengur eins og ég væri útilokaður, eins og ég væri andstyggilegur og ætti allt illt skilið og það jók sjálfstraustið hjá mér og létti skapið. Það léttist allt á heimilinu því konan vissi að ég var í þessu átaki og varð öruggari í kringum mig. Hún vissi að ég væri að takast á við þetta á ábyrgan hátt og það lét henni líða betur. Þetta hjálpaði mér á allan annan hátt, ég breyttist úr einhverjum sem átti ekk- ert gott skilið og leið alltaf illa yfir öllu í það að líða miklu betur með sjálfan mig. Ég varð öruggari í vinnunni og duglegri við að koma hlutum í verk og það var metið við mig þannig að ég fékk meiri ábyrgð og stöðuhækkanir. Þetta hjálpaði ekki bara í samskiptum við eiginkonuna heldur einnig í samskiptum við alla aðra. í þessi tvö ár sem þetta varði var andinn allt annar á heimilinu. Mér gekk mikið betur að hemja mig og í um eitt og hálft ár tókst mér að vera án þess að beita of- beldi. Það voru rifrildi áfram en ekkert ofbeldi. En hvað gerist þegar verkefnið hætti? Ég sagði konunni frá því að þetta væri að hætta, að það væri verið að leggja þessa starfsemi niður og um leið breytt- ist andrúmsloftið og varð rafmagnað. Það var eins og hún hugsaði: Jæja, hann ætlar að fara að berja mig aftur. Það var búið að líða svo langur tími frá því eitt- hvað ofbeldi hafði átt sér stað að hún var farin að finna sig mikið öruggari í sam- bandinu en um leið og ég hætti að „vinna í mínum málum” með því að taka þátt í meðferðinni hvarf það öryggi eins og dögg fyrir sólu. Það er makalaust hvað einn svona lítill atburður hélt henni ró- legri og hélt kannski mér rólegum líka. Það varð allt á nálum á heimilinu og öðru hvoru hreytti hún í mig setn- ingum eins og: Ætlar þú ekki bara að slá mig núna? Þetta var svona eldfim blanda, mikil sprengihætta af þessu og endaði með því að ég sló hana nokkrum sinnum, sparkaði í hana og hrinti henni. Hún tók börnin og fór út og ég hljóp öskrandi á eftir henni. Þetta endaði í skilnaðarferli þar sem ég fékk ekki að sjá börnin mánuðum saman, segir hann með tárin í augunum. Það er augljóst að það er erfitt fyrir hann að rifja upp hvað hann hefur gert og samvisku- bitið er mikið. En beittir þú börnin einhvertímann ofbeldi? Þegar við eignuðumst börnin ákvað ég strax að ég mundi aldrei beita þau of- beldi. Þau voru ofboðslega lítil og við- kvæm og ofboðslega falleg. Það var auðvelt fyrir mig að taka þessa ákvörðun og ég hef aldrei slegið börnin mín. Það finnst mörgum voða skrítið að ég geti haft stjórn á þessu, að ég geti tekið þessu sem heilögum hlut en að hjóna- bandið og konan sem ég elskaði væru ekki nógu heilagir hlutir til að ég gæti hamið mig. Mundir þú vera í hópnum í dag ef hann væri til staðar? Ég hugsa það. Ég veit ekki hvort til er lækning við þessu, en það að setjast niður og ræða málin og finna að maður er ekki einn í þessu ströggli við sinn innri mann og tilfinningar sínar hjálpaði mér mikið. Ég geri ráð fyrir að það væri ekk- ert búið að útskrifa mig ennþá. Ég fer til sálfræðings núna en það er ekki það sama, það er ekki eins persónulegt og þessi hópur var. Ég held að þessi starf- semi eigi rétt á sér. Því miður er ekkert úrræði fyrir karlmenn sem beita ofbeldi núna annað en að leita til sálfræðings. Þar færðu ekki þennan stuðning frá öðrum körlum sem eru að ganga í gegn- um svipaða hluti og þú. Fólk sem þýr saman hlýtur að vilja lifa hamingjusömu lífi, karlar jafnt sem konur, og það eiga allir skilið að njóta þess. Svona meðferð gagnaðist mér mjög mikið og ég veit að hún getur gagnast öðrum. VERA hefur heyrt að það eigi að end- urvekja meðferðina Karlar til ábyrgðar og er það ánægjulegt, því eins og viðmæl- andi VERU segir eru það ofbeldismenn- irnir einir sem geta breytt hegðun sinni og því mikilvægt að hjálpa þeim við það. 26 / 5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.