Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 42

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 42
» Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri í Borgarbyggð er þekkt fyrir ákveðnar skoðanir og er sönn rauðsokka í hjarta. Guðrún Vala Elís- dóttir heimsótti Hjördísi og fékk að skyggnast í lífssögu hennar. Segðu aðeins frá uppruna þínum? Ég er fædd í rúmi foreldra minna árið 1952, á Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgar- firði, og alin þar upp í stórum systkina- hópi. Við erum fimm alsystkini; ég á tví- burabróður, bróður sem er tveimur árum eldri, systur sem er fjórum árum eldri og bróður sem er tveimur árum yngri. Þannig að við erum fædd á sex árum fimm stykki. Svo á ég hálfbróður sem er níu árum eldri. Ég var í heimavistarbarnaskóla á Varma- landi frá 9 til 12 ára, á þeim tímum þegar maður byrjaði ekki í skóla fyrr en liðið var á október, réttir vel afstaðnar og búið að gera slátrið. Við vorum í skólanum fram í seinnipart maí, hálfan mánuð í skóla og hálfan mánuð heima með heimanám, áttum löng jólafrí og löng páskafrí. Mér taldist einhvern tímann til að barnaskóla- ganga mín hefði ekki verið nema ríflega 10 vikur á ári í 4 ár. Ég hef komist ágætlega af með það nema það fórst alveg fyrir að kenna mér kristinfræði. Síðan var ég í Reykholti í tvo vetur og einn vetur í MA á heimavist en þá skildu foreldrar mínir. Móðir mín flutti til Reykjarvíkur og við systkinin með henni. Þá fór ég í MR og lauk stúdentsprófi vorið 1971. Næsta ár vann ég á Vöggustofu Thorvaldsensfélags- ins sem var upptökuheimili, eins og það hét þá, fyrir börn á vegum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Eftir það fór ég til Danmerkur í nám í félagsráðgjöf og lauk því 1975. Síðan hef ég verið að vinna 11 mánuði á ári. Og hvar hefurðu verið að vinna? Ég vann hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkur í 20 ár en í mjög mismunandi störf- um. Ég byrjaði sem almennur starfsmaður 42 / 5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.