Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 52

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 52
/ BÆKUR / að persónu hennar allir vel saman og við fáum mjög skýra mynd af þessari manneskju og hvað það er sem hefur gert hana að því sem hún er. Aðrar persónur sögunnar eru týpugerðar og einkenni þeirra og tilvera útskýrð með orsakakeðju. Embla til að mynda varð ófrísk og guttinn fór frá henni og barninu og hún drekkur því frá sér allt vit í eilífri óhamingju sem hin einstæða móðir. Eins er það með Fjólu sem er hið dæmigerða fórnarlamb kvenfyrirlitning- ar. Það að vera sæt og þar með eftirsóknarverð hjá karlpeningnum þýðir hamingja hjá henni greyinu. Móðir hennar var jú líka hálf heilalaus og málaði hana og klæddi eins og klámmyndaleikkonu, og sjá; örlög hennar eru eftir því, öskubuskuáráttan leiðir hana á ekki ýkja glæsilegar brautir. Aðrar persónur en Klara eru því margar hverjar steríótýpur og jafnvel yfirborðskenndar en lýsing- arnar eru þó gamansamnar og lesanda leiðist hreint ekki við þess- ar orsakakeðju-hugleiðingar lífsins. Góð og nákvæm sýn birtist á kynslóðir og einkenni þeirra, hvernig ein hefur áhrif á þá næstu og svo aftur öfugt. Barnasjálfið sem birtist, bæði hjá Klöru og eins lýs- ing á aðstæðum Nonna er gerð af mikilli vandvirkni og lesandi skynjar þetta eirðarlausa tóm sem er skilið eítir og fylgir síðan per- sónunni eftir í uppvexti og fram á fullorðinsár - jafnvel í formi sjálfshaturs. Höfundur kann sannarlega að segja sögu. Nærtæka sögu sam- tímans. Frásagnarmátinn er hversdagslega mannlegur þar sem slegið er á alvarlega strengi á gamansaman hátt. Þetta er einfald- lega sagan af Klöru og hennar fjölskyldu. Klöru sem er allar mann- eskjur og allar manneskjur hún. Þar finnum við áhrifamátt fjöl- skyldna, hvort sem þær eru nálægar eða fjarlægar, heilar og óheil- ar - öll sprettum við upp úr einhverju fjölskyldumynstri eða fjar- veru þess. Líkt og í fyrri skrifum Auðar eru hér á ferðinni hugleið- ingar um kynslóðir, kynhlutverk og sjálfsleit. Að útskýra tilveru sína og finna ástæðu fyrir tilverunni. Leita leiða til að réttlæta að- stæður sínar og allar þversagnir hugans. Þessar þversagnakenndu langanir í heimi sem elskar ekki alla. ÞÓRUNN HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjánsdóttur / Mál og Menning Skyggnst undir blæjuna Madame Tussaud's í London snemmsumars 2003. Undirrituð vapp- ar kríthvít um sali í hlýrabol eins og hver annar trökkdræver og lœtur taka myndir af sjálfri sér með Kastró og Stalín. 1 nœsta herbergi ligg- ur gleið og fáklœdd Kylie Minogue og heilu fjölskyldurnar láta taka myndir af sér með henni. Kylie er ekki ein um að vera fáklædd. Það eru allar konur fáklœddar þennan dag. Það er svo ógeðslega heitt. Svitinn lekur af mér og það kemur móða á gleraugun. Hnútur tekur sér bólfestu í maganum þegar par nálgast. Hann: Léttklæddur með stafræna myndavél utn hálsinn. Hún: Skýld svörtu frá hvirfli til ilja, svo rétt rifar í augun. Égfer að fylgjast með hjónunum. Konan stillir sér upp við hliðina á Morgan Freeman og maðurinn tekur myndir af henni hlæjandi. „Fnjuh”! hugsa ég og reiðin svellur og kraumar í maganum. „Hafa trúarbrjálæðingar áhuga á Morgan Freeman?” Og: „Til hvers að taka tnynd afkonu sem ekkert sést í? Hvernig vita þau að þetta er hún þegar þau skoða tnyndaalbúmið?” Og : „Aumingja konan, skyldi henni ekki vera heitt?” Að lokum: „Helvítis arabar.” Ég viðurkenni fordóma mína skýlaust og ég leyfi mér líka að full- yrða að ég er ekki ein um þá. Fyrir mörgum okkar eru arabalönd- in einn svartur massi af skýldum, huldum og blæjuðum konum. Kúguðum konum og vondum ofsatrúuðum körlum sem níðast á þeim með Kóraninn að vopni. Sögur af umskurði stúlkubarna, heiðursmorðum, sölu á konum eins og hverjum öðrum gripum. Þessar sögur og margar fleiri hafa komið fyrir okkar sjónir hin síðari misseri og valda því að fólk fær hnút í magann þegar minnst er á stöðu kvenna í þessum heims- hluta. Með kúgun á heilanum Jóhanna Kristjónsdóttir hefur ferðast víða um arabalöndin og dvalið þar langdvölum, m.a. til þess að læra arabísku. Bókina Arab- íukonur byggir hún á viðtölum við konur í fjórum Austurlöndum; Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen. Á bókarkápu segir að Jó- hanna hafi haldið til fundar við konurnar í því skyni að kynnast stöðu þeirra og viðhorfum. Viðmælendur hennar eru á ýmsum aldri og úr ýmsum stéttum, allt frá 14 ára sölustúlku til konu á ráð- herrastóli. f bókinni reynir Jóhanna elcki að útrýma þeirri útbreiddu trú Vest- urlandabúa að konur séu kúgaðar í arabalöndunum. Hún fær okkur hins vegar til að setja spurningarmerki við það og velta því fyrir okk- ur. Sumar konur eru hræðilega kúgaðar. En fjölmargar konur eru það ekki. Framþróun jafnréttis er misjöfn eftir löndum og svæðum. Svo er það þetta orð: Kúgun. Skilgreining þess er önnur í araba- heiminum en í hinum vestræna heimi. „Þú ert með kúgun á heil- anum,” segir hin egypska Safi við Jóhönnu, en hugtakið ber ansi oft á góma í viðtölunum við Arabíukonurnar. 52 / 5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.