Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 22

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 22
/ KARLMENNSKA OG OFBELDI / HVAÐ FINNST ÞÉR VERA KARLMENNSKA? Ágúst Ásgeirsson stærðfræðikennari Mannleiki fyrir mannverur Mér finnst kvenleiki og karlmennska vera upphafið hrós til handa körlum og kon- um, sem konum og körlum. Þessi lyndis- eínkunn kvenna og karla er svo nátengd uppeldi þeirra og skilningi þeirra á sjálf- um sér, sem verum, að þær verða karl- verur og kvenverur, fremur en mannverur. Karlmennskan og kvenleikinn er þannig í vissum skilningi flótti frá því að hrósa okkur sem manneskjum. Þetta kemur til vegna þess að við hrósum ekki hvert öðru sem réttlátu, sanngjörnu og siðuðu fólki. Okkur liggur miklu nær að hrósa karlverum og kvenverum. Jafn gott og það er í sjálfhverfu sinni að fá hrós sem karlvera, þá er úthverfan skelfileg. Nið- urstaða heimsins er niðurstaða karl- mennskunnar í grófum dráttum. Styrj- aldir, valdagræðgi, auðsöfnun, fátækt, ranglæti og nauðganir. Allt svör við karl- mennskunni, valdinu, styrknum. Fyrir hvað erum við að hrósa Dóra þegar við segjum: „Mikið ertu orðinn sterkur Dóri minn, þú ert orðin sterkari en hann Dabbi pabbi." Er ekki rökrétt framhald hjá Dóra að sýna styrk sinn? Eða er hann einhver kerling? Femínistafélagið lét árita boli með setningunni: Sannir karlmenn eru femínistar. Mér hugnast sú karlmennska best, ég er alveg búinn að fá upp í kok af hinni. Ekki þarf mikíð ímyndunarafl til að sjá að með kvenleikann er eins farið. Kvenleikinn er að kaffæra kvenverur eins og karlmennskan karlverur. Það er kom- inn tíma á hugtakið mannleiki fyrir mann- verur. Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerð- arkona Það sama prýðir bæði kyn Karlmennska felur í sér þor, þol, æðru- leysi og styrk, andlegan og líkamlegan. Það er karlmannlegt að geta hlaupið upp rollu, en líka að geta viðurkennt ósigur sinn. Það er vani hér á landi að tengja karlmennsku verklagni, hvort sem það felst í handlagni eða því að geta lært að fara með tól og tæki. Allt þetta sem prýð- ir hið hefðbundna karlmenni sómir einnig kvenmanni. En orðið kvenleiki virðist mér fela í sér mýkt, líkamlega og andlega, natni og handlagni, jafnvel listrænu. Allt þetta upptaiið sæmir karli sem konu. Þokki og háttvísi er hluti af hvort tveggja karlmennsku og kvenleika. Viðar Hreinsson sagnfræðingur Staðalímyndirnar hafa spillt Merking sumra orða hrökklast stundum spottakorn frá upphafinu, önnur úreld- ast. í mínum huga hefur orðið karl- mennska fengið ókynbundna merkingu að takast uppréttur á við vandkvæði sem steðja að, sálinni ekki síður en skrokknum. Svipað gerðist með dreng- skap, sem er kynlaus, konur í fornsögum gátu verið drengir góðir. Orðið kvenleiki er ónothæft um sinn. Merking þess er of bundin við hina hlutgerðu hlið kvenhlut- verksins. Báðum orðunum verður að beita varlega vegna slagsíðunnar í ásýnd þeirra - þau byggjast á staðalímyndum Því er varla hægt að nota þau öðruvísi en írónískt eða á gagnrýninn hátt. Sé litið framhjá orðunum sjálfum er varasamt að festa fyrirbærin í huga sér. Þá geta menn misst sjónar á því að vera manneskja - sem vel að merkja er kvenkynsorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.