Vera - 01.10.2004, Page 54

Vera - 01.10.2004, Page 54
/ BÆKUR / HATTHlAS VIÐAR SÍHUHDSSON KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR HÉÐINN BRÍ ET VALDIMAR og LAUFEY työ/tAyMa ím/ ut/nM iTKíMnj ^/h/t/imautanai Héöinn, Bríet, Valdimar og Laufey eftir matthías Viðar Sæmundsson / JPV útgáfa 2004, 544bls „Sonur Bríetar, bróöir Laufeyjar” Þegar fræðimaðurinn Matthías Viðar Sæmundsson féll frá fyrr á þessu ári var hann í miðjum klíðum við að skrifa ævisögu Héðins Valdimarssonar (1892-1948) þingmanns, verkalýðsleiðtoga og for- stjóra. Því miður tókst honum aðeins að ljúka fyrri hluta verksins. Héðinn var afar merkur maður. I honum sameinuðust straumar róttækni, réttlætis og gagnrýni á ríkjandi valdakerfi um leið og hann vann fyrir sér sem forstjóri breska auðhringsins BP. Það þótti mörgum einkennileg blanda. Bókin nær yfir tímabilið frá því að foreldrar Héðins þau Valdi- mar Ásmundsson ritstjóri og Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenrétt- indakona fluttu til Reykjavíkur hvort í sínu lagi upp úr 1880. Henni lýkur í þann mund sem Héðinn er að útskrifast sem hag- fræðingur frá Háskólanum í Kaupmannahöfn og starfsævi hans um það bil að hefjast. Reyndar er farið aftur í tímann og vikið að æsku og uppruna Bríetar og Valdimars ekki síst til að skýra skap- lyndi þeirra hjóna en þau voru ólík urn margt. Valdimar viðkvæm- ur og uppstökkur umbótasinni, Bríet jarðbundin, ákveðin og raunsæ hugsjónakona. I femínísku samhengi er ævi Héðins mest spennandi vegna þess að hann var eins og segir í revíutextanum: „sonur Bríetar, bróðir Laufeyjar”. Móðir hans Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsti formað- ur Kvenréttindafélags íslands (stofnað 1907) og Héðinn var einmitt að alast upp hjá henni meðan hvað mest gekk á í kvenrétt- indabaráttunni á fyrstu áratugum 20. aldar. Ekki verður vart við annað en að Héðinn hafi stutt réttindabaráttu kvenna, t.d. þegar hann var í menntaskóla. Ekki kemur fram að hann hafi kvartað yfir ferðalögum móður sinnar um landið í þágu baráttunnar, ut- anferðum hennar 1904 og 1906, hvað þá eftir að hún settist í bæj- arstjórn 1908. Ætli strákurinn hafi ekki verið stoltur af móður sinni? Reyndar væri fróðlegt að skoða hvort hann beitti sér fyrir eða studdi kvenréttindi eftir að hann var sestur á þing. Síðar átti hann eftir að sýna systur sinni Laufeyju ótrúlegt langlundargeð þegar hún var á stöðugum fundum og í hjálparstarfi við konur (Mæðrastyrksnefnd), þegar hún átti að vera í vinnunni hjá hon- um. Hennar merka saga er enn óskráð. Áherslan í bókinni er fýrst og fremst á Héðin en í henni er einnig að finna miklar lýsingar á samfélaginu og fjölda einstak- linga, aðallega þó karla, einkum í gegnum lögreglu- og dómsmál. Reyndar finnst mér fullmiklir útúrdúrar í þeim lýsingum en þær varpa vissulega ljósi á bæjarlífið í Reykjavík þar sem stéttaskipting, fátækt og óþrifnaður voru yfirþyrmandi og mannlífið einkenndist af kjaftagangi, kærum og málaferlum. Valdimar Ásmundsson kom þar nokkuð við sögu en hann átti það til að vera nokkuð harðorð- ur í greinum í blaði sínu Fjallkonunni, jafnvel dónalegur, enda var sífellt verið að kæra hann. Hann réðist t.d. harkalega á kvenrétt- indakonuna Ólafíu Jóhannsdóttur, kallaði hana pilsapostula, skepnu og vændi hana um drykkjuskap (bls. 156). Ekki mjög gott innlegg fyrir samstöðuna í kvennabaráttunni. Umfjöllun Matthí- asar um Valdimar er um margt ný fýrir mér, t.d. öll þau málaferli og fjárhagsörðugleikar sem fylgdu blaðaútgáfunni. Ekki verður sagt að Matthías varpi nýju ljósi á kvenréttindabar- áttuna en hins vegar er fengur að skrifum hans um heimilislífið í Þingholtsstræti 18 þar sem fjölskyldan bjó lengst af. Aðstæður þar á bæ skýra að miklu leyti hvernig Bríet komst af með börnin sín tvö eftir að hún varð ekkja árið 1902. Þá var Laufey 12 ára og Héð- inn 10 ára. Hver skonsa var leigð út og var því mikið líf í húsinu, námsmenn, ekkjur og fjölskyldur með börn. Eftir að börnin fóru að stálpast fóru þau í sveit á hverju sumri og unnu þannig fyrir sér. Bríet átti þó í sífelldri baráttu við að halda í horfinu en Héðinn naut stuðnings móðurbróður síns Bjarna, einkum við háskóla- námið. Ekki fer sögum af slílcum styrkjum til Laufeyjar. Bríet átti í stöðugri baráttu við að styrkja hana til náms. Það kemur vel fram hve annt Bríeti var um börn sín. Hús hennar var opið skólasystk- inum Laufeyjar og Héðins og þar var oft glatt á hjalla. Draumar hennar áttu að rætast í þeim, einkum Laufeyju. Bríeti hafði dreymt um að fá að læra en gat aðeins stundað nám í einn vetur við Kvennaskólann á Laugalandi. Sá vetur varð henni þó drjúgur því þar með varð hún gjaldgengur kennari. Við sem nú lifum gerum okkur vart grein fyrir því hve erfitt það gat verið að vera brautryðjandi. Bríeti sárnaði ýmislegt sem hún mátti þola sem baráttukona en ekki var lífið Laufeyju auðveldara hvað þetta varðar. Hún settist fyrst stúlkna í Menntaskólann í Reykjavík og var býsna virk í félagslífmu. Henni gekk vel í námi og yfirleitt komu strákarnir vel fram við hana enda tók stúlkum brátt að fjölga sem létti henni lífið. Laufey hélt til háskólanáms í Kaup- mannahöfn en sennilega langaði hana til að gera eitthvað allt ann- að. Móðir hennar brýndi hana og ýtti áfram og skrifaði til hennar að hún yrði að átta sig á þcirri ábyrgð sem fylgdi því að vera íslensk kona í háskólanámi. Hún var fyrirmynd sem mátti ekki bregðast. Laufey hætti náminu, móður hennar til mikilla vonbrigða. Þau Héðinn og Bríet skrifuðust töluvert á um ístöðuleysi og framtíð Laufeyjar en Bríet taldi sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af syninum sem var hörku námsmaður og miðaði vel áfram. Það hlýtur þó að hafa verið Bríeti huggun að Laufey tók upp merki kvenréttinda- baráttunnar og stýrði KRFl frá 1927 til dauðadags 1946 auk þess sem hún starfaði dyggilega fyrir Mæðrastyrksnefnd og atvinnu- miðlun kvenna á kreppuárunum. Ég hef hér beint sjónum að því sem fram kemur í bókinni um þær mæðgur og samband þeirra við Héðin. Eins og fyrr segir er Héðinn meginviðfangið og það kemur margt atyglisvert fram, t.d. 54 / 5. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.